Vernd persónuupplýsinga – breytt heimsmynd Helga Þórisdóttir skrifar 28. janúar 2019 07:00 Alþjóðlegi persónuverndardagurinn er haldinn í 13. skipti í dag, mánudaginn 28. janúar 2019. Sá dagur hefur verið haldinn hátíðlegur með vísan til fyrsta alþjóðlega samningsins á sviði persónuverndar, Evrópuráðssamningsins, frá 28. janúar 1981. Til þess að mæta kröfum tæknibyltingarinnar hefur ný og uppfærð útgáfa af samningnum verið unnin og er hún nú í fullgildingarferli, en samningurinn var undirritaður fyrir Íslands hönd þann 21. nóvember síðastliðinn. Augu opnast fyrir afleiðingum af vinnslu persónuupplýsinga Hugsið ykkur hvaða áhrif olía hafði á heiminn áður fyrr. Það sama er að gerast með persónugreinanleg gögn í dag. Segja má að þessi samanburður í heimildarmyndinni Democracy, sem lýsir vegferð þess frumvarps sem varð að hinni nýju evrópsku persónuverndarlöggjöf, segi meira en mörg orð. Hvern hefði grunað fyrir nokkrum árum að öflugustu og verðmætustu fyrirtæki heims yrðu þau sem vinna með gögn um okkur – oft án þess að við vitum um það? Hvern hefði grunað að hægt væri að kortleggja nær öll okkar nettengdu samskipti, hvort sem er í einkalífinu eða í samskiptum við fyrirtæki, og á stundum einnig við hið opinbera og sveitarfélög? Og hvern hefði grunað að hægt væri með lítilli fyrirhöfn að komast inn á nettengd snjalltæki og fá þannig hljóð og mynd frá einkaheimilum, nú eða hringja í snjallúr barna – taka stjórn á þeim, hlera þau og koma skilaboðum til barna, án þess að foreldrar viti af? Eða að hægt væri að gera atlögu að innviðum samfélaga með þessum nettengdu tækjum og lama þannig starfsemi sjúkrahúsa og orkuvera, svo dæmi séu tekin? Og hvern hefði grunað að fyrirtæki myndu misnota persónuupplýsingar á samfélagsmiðlum með þeim hætti að uppi séu efasemdir um hvort kosningar verði einhvern tíma aftur frjálsar og lýðræðislegar – eins og Cambridge Analytica-hneykslið sýndi fram á? Þá vissu væntanlega fáir að hugsun þeirra sem hönnuðu Internetið snerist einungis um að koma vöru og þjónustu á framfæri. Í engu var hugað að persónuvernd notenda. Fögnum tækniframförum – en aðgát skal höfð Allir geta verið sammála um að almennt beri að fagna framþróun í vísindum og tækni en tækniframfarir undanfarinna ára með gríðargögn, gervigreind og sjálfvirka ákvörðunartöku véla fremsta í flokki hafa leitt af sér áleitnar spurningar um hvernig samfélagi við viljum lifa í. Útgangspunkturinn er að við eigum ekki að þurfa að deila öllum okkar persónuupplýsingum með öðrum til að eiga gott líf. Við eigum hins vegar rétt á að vita hver vinnur upplýsingar um okkur, hvenær og í hvaða tilgangi. Þetta eru raunveruleg réttindi sem ber að virða. Höfundur er forstjóri Persónuverndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tækni Helga Þórisdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi persónuverndardagurinn er haldinn í 13. skipti í dag, mánudaginn 28. janúar 2019. Sá dagur hefur verið haldinn hátíðlegur með vísan til fyrsta alþjóðlega samningsins á sviði persónuverndar, Evrópuráðssamningsins, frá 28. janúar 1981. Til þess að mæta kröfum tæknibyltingarinnar hefur ný og uppfærð útgáfa af samningnum verið unnin og er hún nú í fullgildingarferli, en samningurinn var undirritaður fyrir Íslands hönd þann 21. nóvember síðastliðinn. Augu opnast fyrir afleiðingum af vinnslu persónuupplýsinga Hugsið ykkur hvaða áhrif olía hafði á heiminn áður fyrr. Það sama er að gerast með persónugreinanleg gögn í dag. Segja má að þessi samanburður í heimildarmyndinni Democracy, sem lýsir vegferð þess frumvarps sem varð að hinni nýju evrópsku persónuverndarlöggjöf, segi meira en mörg orð. Hvern hefði grunað fyrir nokkrum árum að öflugustu og verðmætustu fyrirtæki heims yrðu þau sem vinna með gögn um okkur – oft án þess að við vitum um það? Hvern hefði grunað að hægt væri að kortleggja nær öll okkar nettengdu samskipti, hvort sem er í einkalífinu eða í samskiptum við fyrirtæki, og á stundum einnig við hið opinbera og sveitarfélög? Og hvern hefði grunað að hægt væri með lítilli fyrirhöfn að komast inn á nettengd snjalltæki og fá þannig hljóð og mynd frá einkaheimilum, nú eða hringja í snjallúr barna – taka stjórn á þeim, hlera þau og koma skilaboðum til barna, án þess að foreldrar viti af? Eða að hægt væri að gera atlögu að innviðum samfélaga með þessum nettengdu tækjum og lama þannig starfsemi sjúkrahúsa og orkuvera, svo dæmi séu tekin? Og hvern hefði grunað að fyrirtæki myndu misnota persónuupplýsingar á samfélagsmiðlum með þeim hætti að uppi séu efasemdir um hvort kosningar verði einhvern tíma aftur frjálsar og lýðræðislegar – eins og Cambridge Analytica-hneykslið sýndi fram á? Þá vissu væntanlega fáir að hugsun þeirra sem hönnuðu Internetið snerist einungis um að koma vöru og þjónustu á framfæri. Í engu var hugað að persónuvernd notenda. Fögnum tækniframförum – en aðgát skal höfð Allir geta verið sammála um að almennt beri að fagna framþróun í vísindum og tækni en tækniframfarir undanfarinna ára með gríðargögn, gervigreind og sjálfvirka ákvörðunartöku véla fremsta í flokki hafa leitt af sér áleitnar spurningar um hvernig samfélagi við viljum lifa í. Útgangspunkturinn er að við eigum ekki að þurfa að deila öllum okkar persónuupplýsingum með öðrum til að eiga gott líf. Við eigum hins vegar rétt á að vita hver vinnur upplýsingar um okkur, hvenær og í hvaða tilgangi. Þetta eru raunveruleg réttindi sem ber að virða. Höfundur er forstjóri Persónuverndar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun