Á þriðja tug látnir eftir að sprengja sprakk í messu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2019 08:15 Mikil eyðilegging blasti við viðbragðsaðilum þegar þeir komu að kirkjunni. EPA/WESTMINCOM Að minnsta kosti 27 eru látnir og tugir særðir eftir að sprengjuárás var gerð á kaþólska kirkju í suðurhluta Filippseyja á sunnudagsmorgun. Haft er eftir yfirvöldum á svæðinu að tvær sprengjur hafi verið sprengdar í árásinni. Fyrri sprengingin varð í miðri sunnudagsmessu í kirkjunni, sem staðsett er á Jolo-eyju, um klukkan 8:45 að staðartíma, eða korter í eitt í nótt að íslenskum tíma. Þegar viðbragðsaðilar frá hernum mættu á staðinn sprakk seinni sprengjan á bílastæði fyrir utan kirkjunna. Samkvæmt frétt BBC hafa engin hryðjuverkasamtök enn lýst yfir ábyrgð á árásinni en íslamskir skæruliðar halda úti starfsemi á eyjunni. Fleiri sprengjuárásir hafa verið gerðar á kirkjuna í gegnum tíðina. Þá er meirihluti hinna látnu almennir borgarar. Varnarmálaráðherra Filippseyja, Delfin Lorenzana, sagði árásina níðingsverk og hvatti heimamenn til að sýna yfirvöldum samstarfsvilja í baráttunni gegn hryðjuverkum.Tugir voru fluttir særðir á sjúkrahús.EPA/WESTMINCOMVonast til að nýtt sjálfsstjórnarhérað bindi enda á blóðsúthellingar Löggjöf um að gera nokkur héruð á svæðinu að einu sjálfstjórnarhéraði var samþykkt með miklum meirihluta í íbúakosningu í síðustu viku. Íbúar Sulu-héraðs, sem Jolo-eyja tilheyrir, höfnuðu hins vegar sameiningunni. Eyjan verður samt sem áður hluti af nýju sjálfsstjórnarhéraði, Bangsamoro, þar sem meirihluti íbúa eru múslimar. Vonast er til þess að stofnun Bangsamoro verði liður í því að koma á friði milli filippseyska hersins og íslamskra aðskilnaðarsinna á Filippseyjum. Talið er að aðilar sem vilji ekki frið á svæðinu hafi staðið að árásinni en átök hafa geisað á milli áðurnefndra hópa í fjölda ára, með miklum blóðsúthellingum og mannfalli. Filippseyjar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Að minnsta kosti 27 eru látnir og tugir særðir eftir að sprengjuárás var gerð á kaþólska kirkju í suðurhluta Filippseyja á sunnudagsmorgun. Haft er eftir yfirvöldum á svæðinu að tvær sprengjur hafi verið sprengdar í árásinni. Fyrri sprengingin varð í miðri sunnudagsmessu í kirkjunni, sem staðsett er á Jolo-eyju, um klukkan 8:45 að staðartíma, eða korter í eitt í nótt að íslenskum tíma. Þegar viðbragðsaðilar frá hernum mættu á staðinn sprakk seinni sprengjan á bílastæði fyrir utan kirkjunna. Samkvæmt frétt BBC hafa engin hryðjuverkasamtök enn lýst yfir ábyrgð á árásinni en íslamskir skæruliðar halda úti starfsemi á eyjunni. Fleiri sprengjuárásir hafa verið gerðar á kirkjuna í gegnum tíðina. Þá er meirihluti hinna látnu almennir borgarar. Varnarmálaráðherra Filippseyja, Delfin Lorenzana, sagði árásina níðingsverk og hvatti heimamenn til að sýna yfirvöldum samstarfsvilja í baráttunni gegn hryðjuverkum.Tugir voru fluttir særðir á sjúkrahús.EPA/WESTMINCOMVonast til að nýtt sjálfsstjórnarhérað bindi enda á blóðsúthellingar Löggjöf um að gera nokkur héruð á svæðinu að einu sjálfstjórnarhéraði var samþykkt með miklum meirihluta í íbúakosningu í síðustu viku. Íbúar Sulu-héraðs, sem Jolo-eyja tilheyrir, höfnuðu hins vegar sameiningunni. Eyjan verður samt sem áður hluti af nýju sjálfsstjórnarhéraði, Bangsamoro, þar sem meirihluti íbúa eru múslimar. Vonast er til þess að stofnun Bangsamoro verði liður í því að koma á friði milli filippseyska hersins og íslamskra aðskilnaðarsinna á Filippseyjum. Talið er að aðilar sem vilji ekki frið á svæðinu hafi staðið að árásinni en átök hafa geisað á milli áðurnefndra hópa í fjölda ára, með miklum blóðsúthellingum og mannfalli.
Filippseyjar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira