Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 22:49 Schumer (t.v.) og McConnell (t.h.), leiðtogar demókrata og repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings. Vísir/EPA Leiðtogar repúblikana og demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa náð samkomulagi um að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem myndu fjármagna rekstur alríkisstofnana sem hafa verið lokaðar í mánuð vegna kröfu Donalds Trump forseta um landamæramúr. Hvorugt þeirra er þó talið eiga sér viðreisnar von í þinginu. Fjármögnun um fjórðungs alríkisstofnana rann út rétt fyrir jól. Bandaríkjaþing samþykkti ekki áframhaldandi framlög til þeirra þar sem Trump forseti hótaði að synja þeim samþykkis. Ástæðan var sú að í frumvarpi sem öldungadeildin samþykkti var ekki að finna 5,7 milljarða dollara fjárveitingu sem Trump vildi fyrir múr á landamærunum að Mexíkó. Þrátefli hefur ríkt síðan. Demókratar í fulltrúadeildinni hafa lagt fram frumvörp til að fjármagna stofnanirnar en repúblikanar, sem ráða öldungadeildinni, hafa neitað að taka þau til atkvæðagreiðslu í efri deildinni. Demókratar hafa hafnað því alfarið að samþykkja fjármagn til landamæramúrs sem Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, kallar „ósiðlegan“. Nú hafa Mitch McConnell og Chuck Schumer, leiðtogar flokkanna í öldungadeildinni, samþykkt málamiðlun þar sem tvö frumvörp verða lögð fyrir deildina á fimmtudag. Annars vegar er frumvarp með fjárveitingunni sem Trump krefst og hins vegar frumvarp sem myndi fjármagna rekstur stofnananna til 8. febrúar.Tengdu óvinsælar aðgerðir við „málamiðlunartillöguna“ Fréttaskýrendum ber þó saman um að sú málamiðlun sé að líkindum andvanda fædd þar sem hvorugt frumvarpið sé líklegt til að hljóta náð fyrir augum þingheims. Frumvarp repúblikana er það sem Trump forseti kynnti í ávarpi um helgina og var af sumum lýst sem tilraun til málamiðlunar af hálfu forsetans. Það fól í sér að fólk sem kom ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fengi tímabundna vernd fyrir brottvísun. Trump afnam áætlun Baracks Obama, fyrrverandi forseta, um vernd fyrir þann hóp innflytjenda fyrir tveimur árum. Síðan hefur þó komið í ljós að Hvíta húsið bætti við öðrum málum sem eru óvinsæl á meðal demókrata við frumvarpið. Fyrir utan fjárveitinguna til landamæramúrsins fólst í því breytingar á lögum um hælisleitendur sem myndu gera fólki mun erfiðara að sækja um hæli í Bandaríkjunum, að sögn New York Times. Þar á meðal var lagabreyting um að börn innan átján ára frá Mið-Ameríku mættu ekki sækja um hæli á landamærunum að Mexíkó. Þó að repúblikanar hafi meirihluta í öldungadeildinni þurfa þeir að reiða sig á stuðning nokkurra þingmanna demókrata til að samþykkja frumvarpið sem forsetanum þóknast. Engar líkur eru á að fulltrúadeildin, þar sem demókratar hafa meirihluta, samþykkti frumvarpið jafnvel þó að það kæmist í gegnum öldungadeildina. Að sama skapi er lítil von til þess að frumvarpið um tímabundna fjármögnun ríkisstofnana án framlags til múrsins verði samþykkt í öldungadeildinni þar sem repúblikanar halda enn tryggð við Trump forseta í deilunni. Atkvæðagreiðslur um frumvörpin tvö eiga að fara fram á fimmtudag. Fátt bendir því til að lausn á deilunni sé í sjónmáli. Átta hundruð þúsund alríkisstarfsmenn sitja því enn annað hvort heima hjá sér eða neyðast til þess að vinna launalaust þar til annað hvort Trump eða demókratar láta undan um landamæramúrinn. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50 Trump hefnir sín á Pelosi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. 17. janúar 2019 20:38 Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Leiðtogar repúblikana og demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa náð samkomulagi um að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem myndu fjármagna rekstur alríkisstofnana sem hafa verið lokaðar í mánuð vegna kröfu Donalds Trump forseta um landamæramúr. Hvorugt þeirra er þó talið eiga sér viðreisnar von í þinginu. Fjármögnun um fjórðungs alríkisstofnana rann út rétt fyrir jól. Bandaríkjaþing samþykkti ekki áframhaldandi framlög til þeirra þar sem Trump forseti hótaði að synja þeim samþykkis. Ástæðan var sú að í frumvarpi sem öldungadeildin samþykkti var ekki að finna 5,7 milljarða dollara fjárveitingu sem Trump vildi fyrir múr á landamærunum að Mexíkó. Þrátefli hefur ríkt síðan. Demókratar í fulltrúadeildinni hafa lagt fram frumvörp til að fjármagna stofnanirnar en repúblikanar, sem ráða öldungadeildinni, hafa neitað að taka þau til atkvæðagreiðslu í efri deildinni. Demókratar hafa hafnað því alfarið að samþykkja fjármagn til landamæramúrs sem Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, kallar „ósiðlegan“. Nú hafa Mitch McConnell og Chuck Schumer, leiðtogar flokkanna í öldungadeildinni, samþykkt málamiðlun þar sem tvö frumvörp verða lögð fyrir deildina á fimmtudag. Annars vegar er frumvarp með fjárveitingunni sem Trump krefst og hins vegar frumvarp sem myndi fjármagna rekstur stofnananna til 8. febrúar.Tengdu óvinsælar aðgerðir við „málamiðlunartillöguna“ Fréttaskýrendum ber þó saman um að sú málamiðlun sé að líkindum andvanda fædd þar sem hvorugt frumvarpið sé líklegt til að hljóta náð fyrir augum þingheims. Frumvarp repúblikana er það sem Trump forseti kynnti í ávarpi um helgina og var af sumum lýst sem tilraun til málamiðlunar af hálfu forsetans. Það fól í sér að fólk sem kom ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fengi tímabundna vernd fyrir brottvísun. Trump afnam áætlun Baracks Obama, fyrrverandi forseta, um vernd fyrir þann hóp innflytjenda fyrir tveimur árum. Síðan hefur þó komið í ljós að Hvíta húsið bætti við öðrum málum sem eru óvinsæl á meðal demókrata við frumvarpið. Fyrir utan fjárveitinguna til landamæramúrsins fólst í því breytingar á lögum um hælisleitendur sem myndu gera fólki mun erfiðara að sækja um hæli í Bandaríkjunum, að sögn New York Times. Þar á meðal var lagabreyting um að börn innan átján ára frá Mið-Ameríku mættu ekki sækja um hæli á landamærunum að Mexíkó. Þó að repúblikanar hafi meirihluta í öldungadeildinni þurfa þeir að reiða sig á stuðning nokkurra þingmanna demókrata til að samþykkja frumvarpið sem forsetanum þóknast. Engar líkur eru á að fulltrúadeildin, þar sem demókratar hafa meirihluta, samþykkti frumvarpið jafnvel þó að það kæmist í gegnum öldungadeildina. Að sama skapi er lítil von til þess að frumvarpið um tímabundna fjármögnun ríkisstofnana án framlags til múrsins verði samþykkt í öldungadeildinni þar sem repúblikanar halda enn tryggð við Trump forseta í deilunni. Atkvæðagreiðslur um frumvörpin tvö eiga að fara fram á fimmtudag. Fátt bendir því til að lausn á deilunni sé í sjónmáli. Átta hundruð þúsund alríkisstarfsmenn sitja því enn annað hvort heima hjá sér eða neyðast til þess að vinna launalaust þar til annað hvort Trump eða demókratar láta undan um landamæramúrinn.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50 Trump hefnir sín á Pelosi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. 17. janúar 2019 20:38 Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50
Trump hefnir sín á Pelosi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. 17. janúar 2019 20:38
Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23