Óvenjulegt framboð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. febrúar 2019 07:00 Ubolratana prinsessa er óvænt á leiðinni í framboð fyrir flokk Shinawatra-fjölskyldunnar. Nordicphotos/AFP Ubolratana, taílensk prinsessa og systir konungs, verður forsætisráðherraefni Þjóðbjörgunarflokks Taílands í þingkosningum sem fara fram þar í landi þann 24. mars næstkomandi. Þetta kom fram á skráningarpappírum flokksins sem fjölmiðlar víða um heim fjölluðu um í gær. Ákvörðun Ubolratana er fordæmalaus enda er rík hefð fyrir því að taílenska konungsfjölskyldan skipti sér hvorki af kosningum né þinginu. „Ég vil þakka ykkur fyrir allan kærleikann og öll hvatningarorðin. Ég vil koma því á framfæri að ég hef afsalað mér tign minni og lifi því sem almennur borgari. Ég hef gefið Þjóðbjörgunarflokki Taílands heimild til þess að gera mig að forsætisráðherraefni flokksins,“ sagði prinsessan í færslu á Instagram. Ubolratana afsalaði sér tign sinni þegar hún giftist Bandaríkjamanni er hún var við nám í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. En þegar hún skildi við eiginmanninn árið 1998 sneri hún aftur til Taílands og tók aftur þátt í störfum og lífi konungsfjölskyldunnar. Ekki er ljóst hvort afar ströng löggjöf um meiðyrði gegn konungsfjölskyldunni nái yfir Ubolratana. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um komandi kosningar í desember en stjórnarandstaðan hafði þá lýst áhyggjum af því að kosningunum, þeim fyrstu frá valdaráni taílenska hersins, yrði hagrætt. Kjörseðlar hafa verið gerðir flóknari og kjördæmamörkum breytt. Samkvæmt andstöðunni var það gert til þess að frambjóðendur herforingjastjórnarinnar fengju fleiri atkvæði.Sjá einnig: Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Jafnvel þótt herforingjastjórnin tryggi sér ekki áframhaldandi meirihluta á þingi mun hún áfram hafa völd á hinu pólitíska sviði. Samkvæmt AFP var það tryggt með nýrri stjórnarskrá sem herforingjastjórnin kom í gegn. Prayut Chan-O-Cha, leiðtogi herforingjastjórnarinnar, leiðir flokkinn Phalang Pracharat. Flokkurinn var stofnaður í mars á síðasta ári, í raun utan um verðandi frambjóðendur herforingjastjórnarinnar. Prayut tilkynnti þó ekki formlega um að hann yrði forsætisráðherraefni flokksins fyrr en í gær, stuttu eftir að ljóst var að Ubolratana væri á leið í framboð. „Ég samþykki boð Phalang Pracharat um að ég verði forsætisráðherraefni flokksins. Ég vil einnig taka fram að ég er ekki að því einvörðungu til þess að halda völdum. Þetta var ekki auðveld ákvörðun enda stendur Taíland á mikilvægum tímamótum,“ sagði leiðtoginn. Tíðindi gærdagsins eru merkingarþrungin og hafa mörg lög, líkt og laukur. Fyrst ber að nefna að herinn framdi valdarán sitt árið 2014 til þess að koma ríkisstjórn Yingluck Shinawatra og Flokksins fyrir Taílendinga frá völdum. Sá flokkur er undir stjórn Shinawatra-fjölskyldunnar en það er Þjóðbjörgunarflokkurinn einnig. Sá flokkur hefur jafnvel verið uppnefndur „varaflokkur“ Flokksins fyrir Taílendinga. Ef Ubolratana nær kjöri er Shinawatra-fjölskyldan því aftur komin í valdastöðu. Einnig ber að nefna þá staðreynd að taílenska herforingjastjórnin hefur málað þá mynd af sér að hún sé til þess gerð að standa vörð um konungsfjölskylduna. Nú er hún komin í beina andstöðu við prinsessu, systur konungs. Síðast en ekki síst þarf að taka fram að Shinawatra-fjölskyldan hefur alltaf gert út á popúlisma, andstöðu við „elítuna“ og þar með konungsfjölskylduna. Stuðningsmenn fjölskyldunnar hafa ítrekað lent í átökum við konungssinna á götum úti. Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Taíland Tengdar fréttir Prinsessa vill verða forsætisráðherra Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. 8. febrúar 2019 09:05 Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Vajiralongkorn Taílandskonungur hefur fordæmt það sem hann kallar "óviðeigandi“ áform systur sinnar um að sækjast eftir forsætisráðherraembætti í landinu. 8. febrúar 2019 16:14 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Ubolratana, taílensk prinsessa og systir konungs, verður forsætisráðherraefni Þjóðbjörgunarflokks Taílands í þingkosningum sem fara fram þar í landi þann 24. mars næstkomandi. Þetta kom fram á skráningarpappírum flokksins sem fjölmiðlar víða um heim fjölluðu um í gær. Ákvörðun Ubolratana er fordæmalaus enda er rík hefð fyrir því að taílenska konungsfjölskyldan skipti sér hvorki af kosningum né þinginu. „Ég vil þakka ykkur fyrir allan kærleikann og öll hvatningarorðin. Ég vil koma því á framfæri að ég hef afsalað mér tign minni og lifi því sem almennur borgari. Ég hef gefið Þjóðbjörgunarflokki Taílands heimild til þess að gera mig að forsætisráðherraefni flokksins,“ sagði prinsessan í færslu á Instagram. Ubolratana afsalaði sér tign sinni þegar hún giftist Bandaríkjamanni er hún var við nám í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. En þegar hún skildi við eiginmanninn árið 1998 sneri hún aftur til Taílands og tók aftur þátt í störfum og lífi konungsfjölskyldunnar. Ekki er ljóst hvort afar ströng löggjöf um meiðyrði gegn konungsfjölskyldunni nái yfir Ubolratana. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um komandi kosningar í desember en stjórnarandstaðan hafði þá lýst áhyggjum af því að kosningunum, þeim fyrstu frá valdaráni taílenska hersins, yrði hagrætt. Kjörseðlar hafa verið gerðir flóknari og kjördæmamörkum breytt. Samkvæmt andstöðunni var það gert til þess að frambjóðendur herforingjastjórnarinnar fengju fleiri atkvæði.Sjá einnig: Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Jafnvel þótt herforingjastjórnin tryggi sér ekki áframhaldandi meirihluta á þingi mun hún áfram hafa völd á hinu pólitíska sviði. Samkvæmt AFP var það tryggt með nýrri stjórnarskrá sem herforingjastjórnin kom í gegn. Prayut Chan-O-Cha, leiðtogi herforingjastjórnarinnar, leiðir flokkinn Phalang Pracharat. Flokkurinn var stofnaður í mars á síðasta ári, í raun utan um verðandi frambjóðendur herforingjastjórnarinnar. Prayut tilkynnti þó ekki formlega um að hann yrði forsætisráðherraefni flokksins fyrr en í gær, stuttu eftir að ljóst var að Ubolratana væri á leið í framboð. „Ég samþykki boð Phalang Pracharat um að ég verði forsætisráðherraefni flokksins. Ég vil einnig taka fram að ég er ekki að því einvörðungu til þess að halda völdum. Þetta var ekki auðveld ákvörðun enda stendur Taíland á mikilvægum tímamótum,“ sagði leiðtoginn. Tíðindi gærdagsins eru merkingarþrungin og hafa mörg lög, líkt og laukur. Fyrst ber að nefna að herinn framdi valdarán sitt árið 2014 til þess að koma ríkisstjórn Yingluck Shinawatra og Flokksins fyrir Taílendinga frá völdum. Sá flokkur er undir stjórn Shinawatra-fjölskyldunnar en það er Þjóðbjörgunarflokkurinn einnig. Sá flokkur hefur jafnvel verið uppnefndur „varaflokkur“ Flokksins fyrir Taílendinga. Ef Ubolratana nær kjöri er Shinawatra-fjölskyldan því aftur komin í valdastöðu. Einnig ber að nefna þá staðreynd að taílenska herforingjastjórnin hefur málað þá mynd af sér að hún sé til þess gerð að standa vörð um konungsfjölskylduna. Nú er hún komin í beina andstöðu við prinsessu, systur konungs. Síðast en ekki síst þarf að taka fram að Shinawatra-fjölskyldan hefur alltaf gert út á popúlisma, andstöðu við „elítuna“ og þar með konungsfjölskylduna. Stuðningsmenn fjölskyldunnar hafa ítrekað lent í átökum við konungssinna á götum úti.
Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Taíland Tengdar fréttir Prinsessa vill verða forsætisráðherra Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. 8. febrúar 2019 09:05 Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Vajiralongkorn Taílandskonungur hefur fordæmt það sem hann kallar "óviðeigandi“ áform systur sinnar um að sækjast eftir forsætisráðherraembætti í landinu. 8. febrúar 2019 16:14 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Prinsessa vill verða forsætisráðherra Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. 8. febrúar 2019 09:05
Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Vajiralongkorn Taílandskonungur hefur fordæmt það sem hann kallar "óviðeigandi“ áform systur sinnar um að sækjast eftir forsætisráðherraembætti í landinu. 8. febrúar 2019 16:14