Þróun verðlags á Íslandi Erna Bjarnardóttir skrifar 8. febrúar 2019 11:00 ASÍ birti nýverið niðurstöður samanburðar á verði 18 vörutegunda í höfuðborgum Norðurlandanna fimm.Af 18 vörum voru 11 úr flokki kjöt og mjólkurvara eða 61%. Hlutur kjöts mjólkurvara og eggja í útgjöldum heimila er hins vegar um 40%. Samkvæmt vísitölu neysluverðs hefur verð á matvörum hækkað um 72,6% frá janúar 2008 eða sl. 11 ár. Á sama tíma hefur verð á kjöti hækkað um 40,5%, minnst á svínakjöti um 18,3%. Verð á mjólk ostum og eggjum hefur hins vegar hækkað um 85,5%. Verð á brauði og kornvörum sem eru að uppstöðu innflutt matvæli, hefur hækkað um 86%, olíum og feitmeti um 135,6%, grænmeti og kartöflum um 63,4%, sykur súkkulaði og sælgæti um 56,1% og drykkjarvörur um 61,5%. Rétt er að nefna að vörugjald á sykur var afnumið 1. janúar 2015 auk þess sem breytingar hafa orðið á tímabilinu á virðisaukaskatti. Í alþjóðlegum verðsamanburði hefur verðlag á Íslandi þróast mjög í takt við þróun gengis krónunnar. Þegar krónan hefur verið sterk eins og á árunum fyrir hrun hefur Ísland trónað á toppnum í verðsamanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. Þannig var hlutfallslegt verð á matvörum 164 fyrir Ísland árið 2006 (það er 64% hærra en meðaltalið), þegar meðaltal ESB landanna 28 var = 100. Þremur árum var hlutfallslegt verðlag á Íslandi 104 árið 2009 og lægst á Norðurlöndunum. Árið 2012 var Ísland lægst Norðurlandanna, hlutfallslegt verðlag 117. Síðan hefur hlutfallslegt verðlag á Íslandi farið hækkandi og var árið 2018 57% hærra en að meðaltali innan ESB. Verðlag á matvöru mældist þó hærra í Noregi eða 64% hærra en að meðaltali. Það hefði verið forvitnilegt að sjá niðurstöður könnunar ASÍ þegar gengi krónunnar var sem veikast, til dæmis árin 2009 eða 2012, í stað þess að láta 12 ár líða á milli kannana. Mun nær lagi er að skoða hlutfall útgjalda neytenda til kaupa á nauðsynjavörum til að leggja mat á kaupmátt launa og lífskjör. Meðaltal ESB landa var 12,2% árið 2017 (samkvæmt Eurostat) en samkvæmt Hagstofu Íslands nam þetta hlutfall hér á landi 13,07% árið 2017 og í janúar 2018 var það komið niður í 12,19%. Verðlag tekur eðlilega alltaf mið af launum í viðkomandi landi. Samanburður milli landa og gjaldmiðla er vandmeðfarinn en þegar upp er staðið er það kaupmátturinn sem raunverulega skiptir máli. Umræðan um áhrif tolla á verðlag hér á landi er fremur villandi þegar rýnt er í tölur um Evrópskan verðsamanburð fyrir árið 2017. Þannig var hlutfallslegt verð hæst á Íslandi af öllum löndum sem Eurostat tók með í sínum samanburði árið 2017, á húsgögnum og gólfefnum (+31%), heimilistækjum (+59%) og raftækjum (+48%). Sömu sögu er að segja af fatnaði (+71%) og skóm (+81%) sama ár. Engir tollar eru lagðir á þessar vörur við innflutning. Vissulega nýtur landbúnaður tollverndar til að jafna stöðu innlendrar framleiðslu gagnvart innflutningi en yrði hún afnumin er engin trygging fyrir því að hún skili sér til neytenda ef taka má hliðsjón af öðrum innfluttum vörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Neytendur Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
ASÍ birti nýverið niðurstöður samanburðar á verði 18 vörutegunda í höfuðborgum Norðurlandanna fimm.Af 18 vörum voru 11 úr flokki kjöt og mjólkurvara eða 61%. Hlutur kjöts mjólkurvara og eggja í útgjöldum heimila er hins vegar um 40%. Samkvæmt vísitölu neysluverðs hefur verð á matvörum hækkað um 72,6% frá janúar 2008 eða sl. 11 ár. Á sama tíma hefur verð á kjöti hækkað um 40,5%, minnst á svínakjöti um 18,3%. Verð á mjólk ostum og eggjum hefur hins vegar hækkað um 85,5%. Verð á brauði og kornvörum sem eru að uppstöðu innflutt matvæli, hefur hækkað um 86%, olíum og feitmeti um 135,6%, grænmeti og kartöflum um 63,4%, sykur súkkulaði og sælgæti um 56,1% og drykkjarvörur um 61,5%. Rétt er að nefna að vörugjald á sykur var afnumið 1. janúar 2015 auk þess sem breytingar hafa orðið á tímabilinu á virðisaukaskatti. Í alþjóðlegum verðsamanburði hefur verðlag á Íslandi þróast mjög í takt við þróun gengis krónunnar. Þegar krónan hefur verið sterk eins og á árunum fyrir hrun hefur Ísland trónað á toppnum í verðsamanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. Þannig var hlutfallslegt verð á matvörum 164 fyrir Ísland árið 2006 (það er 64% hærra en meðaltalið), þegar meðaltal ESB landanna 28 var = 100. Þremur árum var hlutfallslegt verðlag á Íslandi 104 árið 2009 og lægst á Norðurlöndunum. Árið 2012 var Ísland lægst Norðurlandanna, hlutfallslegt verðlag 117. Síðan hefur hlutfallslegt verðlag á Íslandi farið hækkandi og var árið 2018 57% hærra en að meðaltali innan ESB. Verðlag á matvöru mældist þó hærra í Noregi eða 64% hærra en að meðaltali. Það hefði verið forvitnilegt að sjá niðurstöður könnunar ASÍ þegar gengi krónunnar var sem veikast, til dæmis árin 2009 eða 2012, í stað þess að láta 12 ár líða á milli kannana. Mun nær lagi er að skoða hlutfall útgjalda neytenda til kaupa á nauðsynjavörum til að leggja mat á kaupmátt launa og lífskjör. Meðaltal ESB landa var 12,2% árið 2017 (samkvæmt Eurostat) en samkvæmt Hagstofu Íslands nam þetta hlutfall hér á landi 13,07% árið 2017 og í janúar 2018 var það komið niður í 12,19%. Verðlag tekur eðlilega alltaf mið af launum í viðkomandi landi. Samanburður milli landa og gjaldmiðla er vandmeðfarinn en þegar upp er staðið er það kaupmátturinn sem raunverulega skiptir máli. Umræðan um áhrif tolla á verðlag hér á landi er fremur villandi þegar rýnt er í tölur um Evrópskan verðsamanburð fyrir árið 2017. Þannig var hlutfallslegt verð hæst á Íslandi af öllum löndum sem Eurostat tók með í sínum samanburði árið 2017, á húsgögnum og gólfefnum (+31%), heimilistækjum (+59%) og raftækjum (+48%). Sömu sögu er að segja af fatnaði (+71%) og skóm (+81%) sama ár. Engir tollar eru lagðir á þessar vörur við innflutning. Vissulega nýtur landbúnaður tollverndar til að jafna stöðu innlendrar framleiðslu gagnvart innflutningi en yrði hún afnumin er engin trygging fyrir því að hún skili sér til neytenda ef taka má hliðsjón af öðrum innfluttum vörum.
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar