Útskýringar á uppsögn Hólmfríðar standist ekki nánari skoðun Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. febrúar 2019 13:45 Hólmfríði Sveinsdóttur var sagt upp hjá IceProtein og Protis á dögunum. Aðsend Fyrrverandi stjórnarformaður IceProtein og Protis segir útreikninga framkvæmdastjóra Fisk Seafood ekki halda vatni. Ársreikningar félaganna sanni að enginn fótur sé fyrir yfirlýsingum um hundruð milljóna taprekstur þeirra á síðustu árum, sem notaðar voru til að réttlæta uppsögn Hólmfríðar Sveinsdóttur. Hólmfríður tók við starfi framkvæmdastjóra IceProtein og Protis á Sauðárkróki árið 2013 - en var var sagt upp um síðastliðna helgi. Stöðugildið var lagt niður í framhaldi og sagði Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Fisk Seafood sem eignaðist allt hlutafé í félögunum tveimur árið 2012, það hafa verið lið í ýmsum skipulagsbreytingum sem hafi verið gerðar innan félagsins undanfarna mánuði. Uppsögn Hólmfríðar vakti töluverða athygli, ekki síst í ljósi þess að hún er margverðlaunuð á sínu sviði og hefur leikið lykilhlutverk í uppgangi fyrirtækisins á síðustu árum. Vegna hinnar „talsverðu umræðu“ sem skapaðist um málið ákvað fyrrnefndur Friðbjörn því að senda frá sér ítarlegri skýringu á uppsögninni, sem birt var í gærkvöldi á vefsíðu Feykis.Sjá einnig: Hólmfríði sagt upp hjá IceProtein og ProtisÞar ítrekar hann að uppsögnina megi rekja til skipulagsbreytinga. Vísindastarf Fisk Seafood sé kostnaðarsamt og fyrir vikið hafi „taprekstur undanfarinna ára mælist í hundruðum milljóna króna þegar allt er talið.“ Ekki sé hægt að halda lengi áfram á þeirri vegferð án þess að reynt sé að leita leiða til að koma betra jafnvægi á reksturinn. „Eðlilegar rekstrarforsendur verða að finnast og langtímamarkmiðið í þeim efnum er að sjálfsögðu í þessari starfsemi eins og annarri að viðunandi arðsemi fáist frá rekstrinum,“ segir Friðbjörn. Hann undirstrikar að uppsögnin hafi verið sársaukafull, eins og allar hagræðingaraðgerðir, en bætir við að hann hafi ekki einn komið að þessari ákvörðun. „Það er hins vegar bæði í mínum verkahring að gera tillögur um breytingar og framkvæma þær ef um þær er samstaða. Það reyni ég að gera eins vel og mér er frekast unnt og vissulega hefði ég kosið að atburðarásin í þessu tilfelli hefði verið önnur en raun varð á,“ segir Friðbjörn um leið og hann óskar Hólmfríði velfarnaðar á nýjum vettvangi.Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um starfsemi fyrirtækjanna frá í apríl síðastliðinn.Tölurnar tali öðru máli Jón Eðvald Friðriksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Fisk Seafood og stjórnarformaður IceProtein og Protis, dregur þessar skýringar eftirmanns síns hins vegar í efa. Í grein sem hann birti á Feyki í hádeginu, og ber yfirskriftina Sannleikurinn er sagna bestur, rekur hann rekstrarniðurstöður IceProtein áranna 2013 til 2017, árin sem Hólmfríður var framkvæmdastjóri. Félagið hafi samanlagt verið rekið með alls 7,5 milljóna króna hagnaði og heildartekjur IceProteins numið um 276,8 milljónum. Jón Eðvald segir að því sé þó ekki að neita að tap hafi verið á rekstri Protis frá 2016, sem var fyrsta rekstraár félagsins. Samanlagt tap ársins 2016 og 2017 nemi þó ekki nema 4,9 milljónum króna - víðsfjarri þeim „hundruðum milljóna“ sem Friðbjörn vísaði til í útskýringu sinni. „Heildartekjur Protis þessi tvö ár voru kr. 86,3 milljónir og samanstóðu af sölu afurða, þjónustu, styrkja úr hinum ýmsu sjóðum þar með talið þróunarsjóði KS til ýmissa verkefna. Ef afkoma beggja fyrirtækjanna er lögð saman, kemur út hagnaður sem nemur kr. 2,6 milljónum króna. Eigið fé Iceproteins var í árslok 2017 kr. 22,6 milljónir og eigið fé Protís var í árslok 2017 neikvætt að fjárhæð kr. 4,3 milljónir,“ skrifar Jón Eðvald til frekari útskýringar.Uppsögn verði endurskoðuð „Athygli skal vakin á því að kostnaður við vöruþróun og markaðsmál hefur verið gjaldfærður öll árin og því ekki neinar eignir skráðar í efnahagsreikningi félaganna, sem ekki eru áþreifanlegar. Færa má sterk rök fyrir því að ef sú leið hefði verið valin að halda fullum dampi í rekstri fyrirtækjanna og þeim mannauði, þekkingu og búnaði sem þar var til staðar, hefði eigandinn þ.e. FISK-Seafood ehf., ef hann hefði svo kosið, við sölu og eða sameiningu fyrirtækjanna við önnur fyrrtæki, fengið sinn eignarhlut metinn upp á tugi eða hundruða milljóna,“ segir Jón Eðvald ennfremur á Feyki. Að endingu hvetur hann stjórnir Fisk Seafood og Kaupfélags Skagfirðinga til að endurskoða uppsögn Hólmfríðar - „og efla þessi fyrirtæki enn frekar til hagsbóta fyrir íbúa þessa héraðs.“ Hólmfríður segist sjálf í samskiptum við Vísi ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Sjávarútvegur Skagafjörður Vistaskipti Tengdar fréttir Hólmfríði sagt upp hjá IceProtein og Protis Hólmfríði Sveinsdóttur hefur verið sagt upp sem framkvæmdastjóra IceProtein og Protis á Sauðárkróki. 6. febrúar 2019 23:55 Framkvæmdastjóri FISK Seafood hættir Friðbjörn Ásbjörnsson aðstoðarframkvæmdastjóri Fisk Seafood hefur tekið við sem framkvæmdastjóri félagsins og er honum óskað velfarnaðar í nýju starfi. 2. nóvember 2018 11:39 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Fyrrverandi stjórnarformaður IceProtein og Protis segir útreikninga framkvæmdastjóra Fisk Seafood ekki halda vatni. Ársreikningar félaganna sanni að enginn fótur sé fyrir yfirlýsingum um hundruð milljóna taprekstur þeirra á síðustu árum, sem notaðar voru til að réttlæta uppsögn Hólmfríðar Sveinsdóttur. Hólmfríður tók við starfi framkvæmdastjóra IceProtein og Protis á Sauðárkróki árið 2013 - en var var sagt upp um síðastliðna helgi. Stöðugildið var lagt niður í framhaldi og sagði Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Fisk Seafood sem eignaðist allt hlutafé í félögunum tveimur árið 2012, það hafa verið lið í ýmsum skipulagsbreytingum sem hafi verið gerðar innan félagsins undanfarna mánuði. Uppsögn Hólmfríðar vakti töluverða athygli, ekki síst í ljósi þess að hún er margverðlaunuð á sínu sviði og hefur leikið lykilhlutverk í uppgangi fyrirtækisins á síðustu árum. Vegna hinnar „talsverðu umræðu“ sem skapaðist um málið ákvað fyrrnefndur Friðbjörn því að senda frá sér ítarlegri skýringu á uppsögninni, sem birt var í gærkvöldi á vefsíðu Feykis.Sjá einnig: Hólmfríði sagt upp hjá IceProtein og ProtisÞar ítrekar hann að uppsögnina megi rekja til skipulagsbreytinga. Vísindastarf Fisk Seafood sé kostnaðarsamt og fyrir vikið hafi „taprekstur undanfarinna ára mælist í hundruðum milljóna króna þegar allt er talið.“ Ekki sé hægt að halda lengi áfram á þeirri vegferð án þess að reynt sé að leita leiða til að koma betra jafnvægi á reksturinn. „Eðlilegar rekstrarforsendur verða að finnast og langtímamarkmiðið í þeim efnum er að sjálfsögðu í þessari starfsemi eins og annarri að viðunandi arðsemi fáist frá rekstrinum,“ segir Friðbjörn. Hann undirstrikar að uppsögnin hafi verið sársaukafull, eins og allar hagræðingaraðgerðir, en bætir við að hann hafi ekki einn komið að þessari ákvörðun. „Það er hins vegar bæði í mínum verkahring að gera tillögur um breytingar og framkvæma þær ef um þær er samstaða. Það reyni ég að gera eins vel og mér er frekast unnt og vissulega hefði ég kosið að atburðarásin í þessu tilfelli hefði verið önnur en raun varð á,“ segir Friðbjörn um leið og hann óskar Hólmfríði velfarnaðar á nýjum vettvangi.Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um starfsemi fyrirtækjanna frá í apríl síðastliðinn.Tölurnar tali öðru máli Jón Eðvald Friðriksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Fisk Seafood og stjórnarformaður IceProtein og Protis, dregur þessar skýringar eftirmanns síns hins vegar í efa. Í grein sem hann birti á Feyki í hádeginu, og ber yfirskriftina Sannleikurinn er sagna bestur, rekur hann rekstrarniðurstöður IceProtein áranna 2013 til 2017, árin sem Hólmfríður var framkvæmdastjóri. Félagið hafi samanlagt verið rekið með alls 7,5 milljóna króna hagnaði og heildartekjur IceProteins numið um 276,8 milljónum. Jón Eðvald segir að því sé þó ekki að neita að tap hafi verið á rekstri Protis frá 2016, sem var fyrsta rekstraár félagsins. Samanlagt tap ársins 2016 og 2017 nemi þó ekki nema 4,9 milljónum króna - víðsfjarri þeim „hundruðum milljóna“ sem Friðbjörn vísaði til í útskýringu sinni. „Heildartekjur Protis þessi tvö ár voru kr. 86,3 milljónir og samanstóðu af sölu afurða, þjónustu, styrkja úr hinum ýmsu sjóðum þar með talið þróunarsjóði KS til ýmissa verkefna. Ef afkoma beggja fyrirtækjanna er lögð saman, kemur út hagnaður sem nemur kr. 2,6 milljónum króna. Eigið fé Iceproteins var í árslok 2017 kr. 22,6 milljónir og eigið fé Protís var í árslok 2017 neikvætt að fjárhæð kr. 4,3 milljónir,“ skrifar Jón Eðvald til frekari útskýringar.Uppsögn verði endurskoðuð „Athygli skal vakin á því að kostnaður við vöruþróun og markaðsmál hefur verið gjaldfærður öll árin og því ekki neinar eignir skráðar í efnahagsreikningi félaganna, sem ekki eru áþreifanlegar. Færa má sterk rök fyrir því að ef sú leið hefði verið valin að halda fullum dampi í rekstri fyrirtækjanna og þeim mannauði, þekkingu og búnaði sem þar var til staðar, hefði eigandinn þ.e. FISK-Seafood ehf., ef hann hefði svo kosið, við sölu og eða sameiningu fyrirtækjanna við önnur fyrrtæki, fengið sinn eignarhlut metinn upp á tugi eða hundruða milljóna,“ segir Jón Eðvald ennfremur á Feyki. Að endingu hvetur hann stjórnir Fisk Seafood og Kaupfélags Skagfirðinga til að endurskoða uppsögn Hólmfríðar - „og efla þessi fyrirtæki enn frekar til hagsbóta fyrir íbúa þessa héraðs.“ Hólmfríður segist sjálf í samskiptum við Vísi ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu.
Sjávarútvegur Skagafjörður Vistaskipti Tengdar fréttir Hólmfríði sagt upp hjá IceProtein og Protis Hólmfríði Sveinsdóttur hefur verið sagt upp sem framkvæmdastjóra IceProtein og Protis á Sauðárkróki. 6. febrúar 2019 23:55 Framkvæmdastjóri FISK Seafood hættir Friðbjörn Ásbjörnsson aðstoðarframkvæmdastjóri Fisk Seafood hefur tekið við sem framkvæmdastjóri félagsins og er honum óskað velfarnaðar í nýju starfi. 2. nóvember 2018 11:39 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hólmfríði sagt upp hjá IceProtein og Protis Hólmfríði Sveinsdóttur hefur verið sagt upp sem framkvæmdastjóra IceProtein og Protis á Sauðárkróki. 6. febrúar 2019 23:55
Framkvæmdastjóri FISK Seafood hættir Friðbjörn Ásbjörnsson aðstoðarframkvæmdastjóri Fisk Seafood hefur tekið við sem framkvæmdastjóri félagsins og er honum óskað velfarnaðar í nýju starfi. 2. nóvember 2018 11:39