Plastið og heilsan Teitur Guðmundsson skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Veruleg umræða hefur skapast vegna plastnotkunar, umhverfisáhrifa þess og þá núna upp á síðkastið heilsu og líðan einstaklinga. Plastmengun virðist hafa áhrif á nokkuð margvíslegan hátt, plastagnir og þá sérstaklega efni sem eru notuð við framleiðslu eru að hluta eitruð og því ástæða til að hafa áhyggjur. Það eru til möguleikar á að mæla hleðslu slíkra efna í líkamanum, en þær eru flóknar og almennt ekki á færi venjulegra rannsóknarstofa. Helst er verið að nefna þalöt og BPA sem þau efni sem eru talin skaðleg og geta komist í snertingu við líkamann í gegnum húð, með innöndun og einnig inntöku svo leiðirnar eru margar og talið er líklegt að við verðum fyrir samtímaáreiti í raun. Umræðan um áhrif þessara efna er enn að hluta til þess eðlis að erfitt er að staðhæfa nákvæmlega eða magnsetja áhrif og toxísk mörk. Ljóst er að efnin hafa áhrif á efnaskiptakerfi, hormónastarfsemi, hafa áhrif á fóstur og svo framvegis. Nokkrar rannsóknir hafa verið að sýna fram á tengingu við frjósemi karla, sáðfrumuframleiðslu og magn testósteróns. Þessu til viðbótar er talið að áhrif á lifur og starfsemi hennar, bris og þar með insúlín séu einhver og geti haft neikvæð áhrif á þróun sykursýki. Hjarta- og æðasjúkdómar eru einnig nefndir sem og breytingar sem menn hafa séð í heilavef og tengjast minnisstöðvum hans. Erfitt er eins og kom fram að tengja saman öll púslin og má segja að rannsóknir á þessu sviði séu enn aðeins of skammt á veg komnar til að fullyrða nákvæmlega um orsakasamhengi og öryggismörk sem er mikilvægt í umræðu sem þessari. Hagsmunatengsl eru augljós og plast er allt um kring í okkar daglega lífi og neyslumynstri. Það þarf hins vegar ekki að horfa langt til að átta sig á því að við erum þegar búin að valda töluverðum skaða á umhverfinu í kringum okkur og þá líklega heilsu okkar í leiðinni þó það sé ekki eins sjáanlegt. Mikilvægt verður að fylgjast með framleiðslu og innihaldi í tengslum við plastiðnað og að reyna eftir fremsta megni að skýra orsakasamhengi. Ef þau verða augljós þá er engin önnur leið en að reyna að finna aðrar nálganir en plast og plastefni eða íblöndunarefni þeirra. Grænni leiðir verða lykilatriði hér og að breyta notkun plastefna almennt en ekki síst fyrir heilsu okkar og líðan. Mest vitum við eins og fram kom um þau efni sem notuð eru í iðnaði, míkróplast er svo önnur umræða þar sem litlar agnir safnast saman og geta með þeim hætti haft áhrif á líkamann með ýmsum hætti. Míkróplast er aðskotahlutur í líkamanum og sem slíkur veldur það bólgusvari og ónæmiskerfið bregst við því. Þá dregur plast að sér ýmis efni og getur bundið þau, efni sem geta verið skaðleg eða eitruð fyrir líkamann líkt og kvikasilfur, díoxín og önnur efni sem við vitum í dag að eru krabbameinsvaldandi. Það er því að mörgu að huga en í dag er líklega besta leiðin, sem einstaklingar geta farið til að verja sig, að vera meðvitaður um þetta og breyta neyslumynstri sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Veruleg umræða hefur skapast vegna plastnotkunar, umhverfisáhrifa þess og þá núna upp á síðkastið heilsu og líðan einstaklinga. Plastmengun virðist hafa áhrif á nokkuð margvíslegan hátt, plastagnir og þá sérstaklega efni sem eru notuð við framleiðslu eru að hluta eitruð og því ástæða til að hafa áhyggjur. Það eru til möguleikar á að mæla hleðslu slíkra efna í líkamanum, en þær eru flóknar og almennt ekki á færi venjulegra rannsóknarstofa. Helst er verið að nefna þalöt og BPA sem þau efni sem eru talin skaðleg og geta komist í snertingu við líkamann í gegnum húð, með innöndun og einnig inntöku svo leiðirnar eru margar og talið er líklegt að við verðum fyrir samtímaáreiti í raun. Umræðan um áhrif þessara efna er enn að hluta til þess eðlis að erfitt er að staðhæfa nákvæmlega eða magnsetja áhrif og toxísk mörk. Ljóst er að efnin hafa áhrif á efnaskiptakerfi, hormónastarfsemi, hafa áhrif á fóstur og svo framvegis. Nokkrar rannsóknir hafa verið að sýna fram á tengingu við frjósemi karla, sáðfrumuframleiðslu og magn testósteróns. Þessu til viðbótar er talið að áhrif á lifur og starfsemi hennar, bris og þar með insúlín séu einhver og geti haft neikvæð áhrif á þróun sykursýki. Hjarta- og æðasjúkdómar eru einnig nefndir sem og breytingar sem menn hafa séð í heilavef og tengjast minnisstöðvum hans. Erfitt er eins og kom fram að tengja saman öll púslin og má segja að rannsóknir á þessu sviði séu enn aðeins of skammt á veg komnar til að fullyrða nákvæmlega um orsakasamhengi og öryggismörk sem er mikilvægt í umræðu sem þessari. Hagsmunatengsl eru augljós og plast er allt um kring í okkar daglega lífi og neyslumynstri. Það þarf hins vegar ekki að horfa langt til að átta sig á því að við erum þegar búin að valda töluverðum skaða á umhverfinu í kringum okkur og þá líklega heilsu okkar í leiðinni þó það sé ekki eins sjáanlegt. Mikilvægt verður að fylgjast með framleiðslu og innihaldi í tengslum við plastiðnað og að reyna eftir fremsta megni að skýra orsakasamhengi. Ef þau verða augljós þá er engin önnur leið en að reyna að finna aðrar nálganir en plast og plastefni eða íblöndunarefni þeirra. Grænni leiðir verða lykilatriði hér og að breyta notkun plastefna almennt en ekki síst fyrir heilsu okkar og líðan. Mest vitum við eins og fram kom um þau efni sem notuð eru í iðnaði, míkróplast er svo önnur umræða þar sem litlar agnir safnast saman og geta með þeim hætti haft áhrif á líkamann með ýmsum hætti. Míkróplast er aðskotahlutur í líkamanum og sem slíkur veldur það bólgusvari og ónæmiskerfið bregst við því. Þá dregur plast að sér ýmis efni og getur bundið þau, efni sem geta verið skaðleg eða eitruð fyrir líkamann líkt og kvikasilfur, díoxín og önnur efni sem við vitum í dag að eru krabbameinsvaldandi. Það er því að mörgu að huga en í dag er líklega besta leiðin, sem einstaklingar geta farið til að verja sig, að vera meðvitaður um þetta og breyta neyslumynstri sínu.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun