Gott kynlíf Bjarni Karlsson skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Í síðustu viku var áhugaverð grein hér á síðum Fréttablaðsins þar sem fjallað var um breytingar á kynhegðun landans og vísbendingar um rénandi kynlíf ungs fólks. Þá var fullyrt að pör hugi í auknum mæli að opnum samböndum. Hugmyndir um kynlíf taka breytingum en vissir þættir eru líklegir til að vera þeir sömu á öllum tímum. Hvort sem við eigum kynlíf með sjálfum okkur eða öðru fólki er grundvöllur þess alltaf sá að þekkja og virða eigin þarfir. Persóna sem annast og elskar sjálfa sig og laðast að fólki sem hugsar vel um sig er að öllu jöfnu líkleg til að vera góður kynlífsfélagi. Ég hef séð það í mínu sálgæslustarfi að vanræksla í æsku er sennilega ein höfuðmeinsemdin í kynlífi fólks. Þau sem hafa lifað við vanrækslu eiga oft erfitt með að gera sér grein fyrir eigin þrám og þörfum, eru ekki vön að hlúa að sjálfum sér og eiga því margt ólært er kemur að kynferðislegu samspili við aðra. En öll getum við lært. Gott kynlíf byggir á heilbrigðri sjálfsást. Eins er mikilvægt að sjá að kynferðisleg samskipti lúta sömu lögmálum og önnur samskipti. Góð samskipti byggja á því að fólk ber ábyrgð á sjálfu sér og reiknar með því sama af öðrum. Sá sem nálgast aðra í þeim tilgangi að nota eða stjórna mun alltaf tapa á endanum. Neikvæð stjórnun er léleg samskiptatækni sem oft veldur miklu tjóni. Það versta sem maður gerir er að skaða aðra. Gott kynlíf þróast í gagnkvæmri virðingu og opnu samtali. Öll þjáumst við á sviði ástar og kynlífs og gerum alls kyns mistök. En á meðan við drögum andann er líkami okkar uppspretta óþrjótandi gæða og hæfileikinn til þess að teygja sig út fyrir sjálfan sig og gera sáttmála um kynferðislega ást er stórkostleg Guðs gjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var áhugaverð grein hér á síðum Fréttablaðsins þar sem fjallað var um breytingar á kynhegðun landans og vísbendingar um rénandi kynlíf ungs fólks. Þá var fullyrt að pör hugi í auknum mæli að opnum samböndum. Hugmyndir um kynlíf taka breytingum en vissir þættir eru líklegir til að vera þeir sömu á öllum tímum. Hvort sem við eigum kynlíf með sjálfum okkur eða öðru fólki er grundvöllur þess alltaf sá að þekkja og virða eigin þarfir. Persóna sem annast og elskar sjálfa sig og laðast að fólki sem hugsar vel um sig er að öllu jöfnu líkleg til að vera góður kynlífsfélagi. Ég hef séð það í mínu sálgæslustarfi að vanræksla í æsku er sennilega ein höfuðmeinsemdin í kynlífi fólks. Þau sem hafa lifað við vanrækslu eiga oft erfitt með að gera sér grein fyrir eigin þrám og þörfum, eru ekki vön að hlúa að sjálfum sér og eiga því margt ólært er kemur að kynferðislegu samspili við aðra. En öll getum við lært. Gott kynlíf byggir á heilbrigðri sjálfsást. Eins er mikilvægt að sjá að kynferðisleg samskipti lúta sömu lögmálum og önnur samskipti. Góð samskipti byggja á því að fólk ber ábyrgð á sjálfu sér og reiknar með því sama af öðrum. Sá sem nálgast aðra í þeim tilgangi að nota eða stjórna mun alltaf tapa á endanum. Neikvæð stjórnun er léleg samskiptatækni sem oft veldur miklu tjóni. Það versta sem maður gerir er að skaða aðra. Gott kynlíf þróast í gagnkvæmri virðingu og opnu samtali. Öll þjáumst við á sviði ástar og kynlífs og gerum alls kyns mistök. En á meðan við drögum andann er líkami okkar uppspretta óþrjótandi gæða og hæfileikinn til þess að teygja sig út fyrir sjálfan sig og gera sáttmála um kynferðislega ást er stórkostleg Guðs gjöf.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar