Vísir vinsælasti vefur landsins Tinni Sveinsson skrifar 19. febrúar 2019 18:30 Nokkrar þeirra frétta sem vöktu mesta athygli á Vísi í síðustu viku. Vísir er í fyrsta sæti yfir vinsælustu vefi landsins samkvæmt nýjum topplista Gallup. Vísir mældist með ríflega 167 þúsund íslenska notendur á dag að meðaltali yfir vikuna, sem náði frá 11. til 17. febrúar. Virku dagana sóttu 177 þúsund íslenskir notendur vefinn að meðaltali á dag og um helgina voru þeir 143 þúsund á dag. Þá lásu einnig tæplega 24 þúsund erlendir notendur Vísi á dag. Næsti vefur á listanum er mbl.is með um 166 þúsund notendur á dag. Því næst kemur DV með tæp 124 þúsund, RÚV með 64 þúsund, Já með 45 þúsund, Fréttablaðið með 32 þúsund og Stundin með 22 þúsund notendur á dag. „Þetta er tveggja turna tal og mikil barátta í hverri einustu viku að vera fyrst með bestu fréttirnar. Lestrartölurnar eru svo góður bónus. Þetta er fyrst og fremst hvatning um að halda okkar striki á fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis og færa lesendum áfram vandaðar fréttir, auk þess að gefa afþreyingu og skemmtun sitt rúm líka,“ segir Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis.Á vef Gallup birtast nýjar mælingar yfir vinsælustu vefi landsins á þriðjudagsmorgnum.Mörg fréttamál Yfir 800 fréttir birtust á Vísi þessa daga auk tæplega 400 sjónvarps- og útvarpsklippa og má rekja þennan mikla lesendafjölda til margra fréttamála sem dreifðu sér jafnt yfir vikuna. Meðal þeirra frétta sem vöktu mesta athygli á Vísi var frásögn bandarískrar listakonu sem brenndist illa þegar hún datt í sjóðandi heitan hver í grennd við Hveragerði, viðtal ísraelskra sjónvarpsmanna við hljómsveitina Hatara og fækkun í röðum Zúista eftir að þeir fengu skráningu sem trúfélag. Einnig frásögn kaffihúsaeiganda á Týsgötu sem skellti í lás eftir hækkun leigusala og ævintýralegt fjársvikamál fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu.81% landsmanna í viku hverri Gallup heldur utan um mælinguna og er hægt að rýna nánar í tölurnar á síðunni topplistar.gallup.is. Á síðunni er einnig hægt að skoða dekkun þeirra netmiðla sem taka þátt í mælingunni eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og tekjum. Þar má meðal annars sjá að síðustu misseri hefur Vísir tryggt sig í sessi sem vinsælasti vefur landsins í aldurshópnum 18-49 ára. Einnig að í viku hverri lesa 81% landsmanna á aldrinum 12 til 80 ára Vísi. Nánari markhópagreiningar má einnig finna á síðu auglýsingadeildar Vísis. Ritstjórn Vísis þakkar lesendum sínum kærlega fyrir heimsóknirnar og lesturinn. Við tökum fagnandi við fréttaskotum, innsendum greinum og ábendingum á ritstjorn@visir.is og minnum á að nýjustu og helstu fréttir okkar eru birtar jafnóðum á Twitter, Instagram og Facebook-síðu Vísis þar sem samtal við lesendur er einnig virkt allan sólarhringinn. Fjölmiðlar Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Vísir er í fyrsta sæti yfir vinsælustu vefi landsins samkvæmt nýjum topplista Gallup. Vísir mældist með ríflega 167 þúsund íslenska notendur á dag að meðaltali yfir vikuna, sem náði frá 11. til 17. febrúar. Virku dagana sóttu 177 þúsund íslenskir notendur vefinn að meðaltali á dag og um helgina voru þeir 143 þúsund á dag. Þá lásu einnig tæplega 24 þúsund erlendir notendur Vísi á dag. Næsti vefur á listanum er mbl.is með um 166 þúsund notendur á dag. Því næst kemur DV með tæp 124 þúsund, RÚV með 64 þúsund, Já með 45 þúsund, Fréttablaðið með 32 þúsund og Stundin með 22 þúsund notendur á dag. „Þetta er tveggja turna tal og mikil barátta í hverri einustu viku að vera fyrst með bestu fréttirnar. Lestrartölurnar eru svo góður bónus. Þetta er fyrst og fremst hvatning um að halda okkar striki á fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis og færa lesendum áfram vandaðar fréttir, auk þess að gefa afþreyingu og skemmtun sitt rúm líka,“ segir Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis.Á vef Gallup birtast nýjar mælingar yfir vinsælustu vefi landsins á þriðjudagsmorgnum.Mörg fréttamál Yfir 800 fréttir birtust á Vísi þessa daga auk tæplega 400 sjónvarps- og útvarpsklippa og má rekja þennan mikla lesendafjölda til margra fréttamála sem dreifðu sér jafnt yfir vikuna. Meðal þeirra frétta sem vöktu mesta athygli á Vísi var frásögn bandarískrar listakonu sem brenndist illa þegar hún datt í sjóðandi heitan hver í grennd við Hveragerði, viðtal ísraelskra sjónvarpsmanna við hljómsveitina Hatara og fækkun í röðum Zúista eftir að þeir fengu skráningu sem trúfélag. Einnig frásögn kaffihúsaeiganda á Týsgötu sem skellti í lás eftir hækkun leigusala og ævintýralegt fjársvikamál fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu.81% landsmanna í viku hverri Gallup heldur utan um mælinguna og er hægt að rýna nánar í tölurnar á síðunni topplistar.gallup.is. Á síðunni er einnig hægt að skoða dekkun þeirra netmiðla sem taka þátt í mælingunni eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og tekjum. Þar má meðal annars sjá að síðustu misseri hefur Vísir tryggt sig í sessi sem vinsælasti vefur landsins í aldurshópnum 18-49 ára. Einnig að í viku hverri lesa 81% landsmanna á aldrinum 12 til 80 ára Vísi. Nánari markhópagreiningar má einnig finna á síðu auglýsingadeildar Vísis. Ritstjórn Vísis þakkar lesendum sínum kærlega fyrir heimsóknirnar og lesturinn. Við tökum fagnandi við fréttaskotum, innsendum greinum og ábendingum á ritstjorn@visir.is og minnum á að nýjustu og helstu fréttir okkar eru birtar jafnóðum á Twitter, Instagram og Facebook-síðu Vísis þar sem samtal við lesendur er einnig virkt allan sólarhringinn.
Fjölmiðlar Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira