Sérfræðingar greina breytingar á hreim Meghan eftir að hún giftist Harry Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 16:44 Harry Bretaprins og Meghan Markle á viðburði í London þann 12. febrúar síðastliðinn. Getty/Samir Hussein Meghan Markle hertogaynja af Sussex hefur verið undir smásjá fjölmiðla síðan hún tók saman við Harry Bretaprins. Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvort bandarískur hreimur Meghan hafi orðið fyrir áhrifum af þeim breska og komast sumir að þeirri niðurstöðu að svo sé. Meghan er fædd í Kaliforníu í Bandaríkjunum og talar ensku með bandarískum hreim. Hún er nú búsett í Bretlandi með eiginmanni sínum, Harry Bretaprins, en þau gengu í hjónaband með pompi og prakt í maí í fyrra.Sjá einnig: Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC er rætt við nokkra sérfræðinga í málvísindum og þeir beðnir um að leggja mat á það hvort hreimur hertogaynjunnar hafi breyst eftir að hún flutti til Bretlands. Hljóðfræði- og framburðarsérfræðingurinn Geoff Lindsey segir í samtali við BBC að mál og framburður Meghan virðist hafa breyst, í það minnsta við ákveðin tilefni. Þar nefndi hann sérhljóða á stangli sem hafi orðið fyrir breskum áhrifum. Dæmi um þetta megi heyra í framburði Meghan á enska orðinu „all“. Þannig heyrist greinilegur breskur framburður á orðinu í máli Meghan þar sem hún ræðir við aðdáendur í Cheshire í júní í fyrra. Hann heyrist hins vegar ekki í framburði Meghan á sama orði í viðtali sem tekið var við hana og Harry í kjölfar trúlofunar þeirra árið áður.Meghan Markle's got a case of the Madonna! She's now speaking with a British accent! It happens! Have you heard Lindsay Lohan talk lately? pic.twitter.com/sexMnNlglc— Perez (@ThePerezHilton) July 6, 2018 Þá bendir Lindsey á framburð Meghan á spurningunni „Did you make that for us?“, eða „Bjóstu þetta til handa okkur?“, sem hún bar undir aðdáanda í Birkenhead í janúar síðastliðnum. Þar sé hreimurinn greinilega frekar breskur en bandarískur. View this post on Instagram#MeghanMarkle greeted well wishers in Birkenhead today - she even met two classmates called Megan and Harry! : @emilynashhello A post shared by HELLO! US (@hellomagus) on Jan 14, 2019 at 6:27am PST Marisa Brook, aðstoðarprófessor í málvísindum við Háskólann í Toronto, bendir jafnframt á að Meghan hafi þróað með sér sérstakan aðalshreim sem hún beiti í samskiptum við almenning í Bretlandi. Brook, sem hefur sérhæft sig í breytingum á talsmáta fólks í sviðsljósinu, segir að Meghan hafi tileinkað sér þessar bresku áherslur viljandi. Áherslunum megi jafnframt líkja við fínan kjól, þ.e. um sé að ræða eins konar búning sem Meghan bregði sér í til að passa inn í ákveðnar aðstæður. Flestir sérfræðinganna eru þó sammála um að breytingar á hinum bandaríska hreim hertogaynjunnar séu afar litlar. Sumir þeirra eru enn fremur á því að afar hæpið sé að halda því fram að nokkrar breytingar hafi orðið á hreim Meghan eftir að hún giftist Harry Bretaprins. Töluvert var fjallað um hreim bandarísku tónlistarkonunnar Madonnu snemma á öldinni en hún hefur dvalið langdvölum í Bretlandi. Madonna var sögð hafa smitast verulega af breskum hreim Lundúnabúa á sínum tíma en hér að neðan má sjá myndband þar sem farið er yfir þróunina. Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. 3. janúar 2019 21:30 Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30 Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. 12. febrúar 2019 21:19 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Sjá meira
Meghan Markle hertogaynja af Sussex hefur verið undir smásjá fjölmiðla síðan hún tók saman við Harry Bretaprins. Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvort bandarískur hreimur Meghan hafi orðið fyrir áhrifum af þeim breska og komast sumir að þeirri niðurstöðu að svo sé. Meghan er fædd í Kaliforníu í Bandaríkjunum og talar ensku með bandarískum hreim. Hún er nú búsett í Bretlandi með eiginmanni sínum, Harry Bretaprins, en þau gengu í hjónaband með pompi og prakt í maí í fyrra.Sjá einnig: Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC er rætt við nokkra sérfræðinga í málvísindum og þeir beðnir um að leggja mat á það hvort hreimur hertogaynjunnar hafi breyst eftir að hún flutti til Bretlands. Hljóðfræði- og framburðarsérfræðingurinn Geoff Lindsey segir í samtali við BBC að mál og framburður Meghan virðist hafa breyst, í það minnsta við ákveðin tilefni. Þar nefndi hann sérhljóða á stangli sem hafi orðið fyrir breskum áhrifum. Dæmi um þetta megi heyra í framburði Meghan á enska orðinu „all“. Þannig heyrist greinilegur breskur framburður á orðinu í máli Meghan þar sem hún ræðir við aðdáendur í Cheshire í júní í fyrra. Hann heyrist hins vegar ekki í framburði Meghan á sama orði í viðtali sem tekið var við hana og Harry í kjölfar trúlofunar þeirra árið áður.Meghan Markle's got a case of the Madonna! She's now speaking with a British accent! It happens! Have you heard Lindsay Lohan talk lately? pic.twitter.com/sexMnNlglc— Perez (@ThePerezHilton) July 6, 2018 Þá bendir Lindsey á framburð Meghan á spurningunni „Did you make that for us?“, eða „Bjóstu þetta til handa okkur?“, sem hún bar undir aðdáanda í Birkenhead í janúar síðastliðnum. Þar sé hreimurinn greinilega frekar breskur en bandarískur. View this post on Instagram#MeghanMarkle greeted well wishers in Birkenhead today - she even met two classmates called Megan and Harry! : @emilynashhello A post shared by HELLO! US (@hellomagus) on Jan 14, 2019 at 6:27am PST Marisa Brook, aðstoðarprófessor í málvísindum við Háskólann í Toronto, bendir jafnframt á að Meghan hafi þróað með sér sérstakan aðalshreim sem hún beiti í samskiptum við almenning í Bretlandi. Brook, sem hefur sérhæft sig í breytingum á talsmáta fólks í sviðsljósinu, segir að Meghan hafi tileinkað sér þessar bresku áherslur viljandi. Áherslunum megi jafnframt líkja við fínan kjól, þ.e. um sé að ræða eins konar búning sem Meghan bregði sér í til að passa inn í ákveðnar aðstæður. Flestir sérfræðinganna eru þó sammála um að breytingar á hinum bandaríska hreim hertogaynjunnar séu afar litlar. Sumir þeirra eru enn fremur á því að afar hæpið sé að halda því fram að nokkrar breytingar hafi orðið á hreim Meghan eftir að hún giftist Harry Bretaprins. Töluvert var fjallað um hreim bandarísku tónlistarkonunnar Madonnu snemma á öldinni en hún hefur dvalið langdvölum í Bretlandi. Madonna var sögð hafa smitast verulega af breskum hreim Lundúnabúa á sínum tíma en hér að neðan má sjá myndband þar sem farið er yfir þróunina.
Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. 3. janúar 2019 21:30 Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30 Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. 12. febrúar 2019 21:19 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Sjá meira
Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. 3. janúar 2019 21:30
Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30
Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. 12. febrúar 2019 21:19