Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Andri Eysteinsson skrifar 16. febrúar 2019 23:30 Blaðamannafundur var haldinn stuttu eftir komuna til Kólumbíu EPA/Schneyder Mendoza Bandarískar herflugvélar lentu í dag í bænum Cucuta á landamærum Venesúela og Kólumbíu. Flugvélarnar eru svar bandarískra yfirvald við ákalli þingforsetans Juan Guaidó, sem lýsti nýverið sjálfan sig forseta til bráðabirgða, um að ríki aðstoði Venesúela og færi þeim hjálpargögn og vistir. Reuters greinir frá. Tvær af þremur áætluðum vélum hafa lent í Cucuta. Ástandið í Venesúela hefur verið eldfimt undanfarið. Miklir efnahagslegir örðugleikar hafa hrjáð ríkið og rekja flestir ástandið til stjórnar sósíalistans Nicolas Maduro sem gegnt hefur embætti forseta landsins frá andláti læriföður síns Hugo Chavez árið 2013. Mikil verðbólga hefur verið í landinu og matar- og lyfjaskortur hefur leikið íbúa grátt.Sjá einnig: Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til Maduro sór í janúar embættiseið að nýju eftir kosningar sem stjórnarandstaðan hefur kallað ólöglegar. Í kjölfar þess lýsti þingið því yfir að Juan Guaidó væri réttur forseti landsins. Fjöldi vestrænna ríkja, þar með talin Ísland og Bandaríkin hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó. Forsetinn Nicolás Maduro gefur lítið fyrir aðstoð Bandaríkjamanna og sakar þá um að leynimakk. Maduro hefur skipað venesúelska hernum að vera á verði fyrir þessu hernaðarbrölti Bandaríkjanna, eins og hann kýs að kalla það. Herinn hefur til að mynda lokað fyrir ýmsar leiðir inn í landið, til dæmis hafa gámar verið settir þvert yfir vegi nærri landamærunum. Maduro hefur ekki leyft flugvélum sem bera með sér hjálpargögn og vistir að lenda í ríkinu. Því hefur verið leitað til nærliggjandi svæða og hafa stöðvar til að safna saman hjálpargögnum verið opnaðar í Kólumbíu, Brasilíu og víðar.Í bænum Cucuta, þar sem flugvélarnar lentu í dag, talaði Mark Green, stjórnandi hjá Þróunarstofnun Bandaríkjanna (USAID) við fjölmiðla. Green sagði Guaidó hafa óskað eftir aðstoð vegna ástandsins í landinu sem versnaði með hverjum deginum. „Börn svelta og nær öll sjúkrahús landsins glíma við alvarlegan lyfjaskort“ sagði Green. Ástandið hefur nú, samkvæmt Green, áhrif á álfuna í heild sinni en ekki bara Venesúela. Vegna ástandsins hafa um þrjár milljónir flúið Venesúela í leit að betra lífi. Starfsmenn úr röðum Guaidó sögðu að unnið væri að því að semja við brasilísk stjórnvöld, með það að markmiði að herflugvélar fengu þar lendingarleyfi. Einnig verður flogið með vistar frá Miami til hollensku eyjarinnar Curacao í Karíbahafi. Enn er þó óvíst hvort vistirnar komist inn í landið. Eins og áður sagði hefur Maduro látið loka fyrir leiðir inn í landið og mun ekki hleypa sendingunum inn fyrir landamærin. Guaidó hefur þó biðlað til hermanna um að sýna umburðarlyndi og stöðva ekki sendingarnar. Guaidó áætlar að aðgerðir til að flytja vistirnar inn í Venesúela hefjist 23. febrúar næstkomandi, til aðstoðar hefur Guaidó hundruð þúsunda sjálfboðaliða. Bandaríkin Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Maduro segir ríkisstjórn Trumps vera öfgasamtök hvítra þjóðernissinna Nicolás Maduro forseti Venesúela vill að alþjóðasamfélagið opni augun og sjái að Bandaríkjaforseti sé að leiða það í ógöngur með framferði sínu gagnvart Venesúela. 12. febrúar 2019 19:18 Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30 Bandaríkjastjórn í viðræðum við venesúelska herinn Bandaríkjastjórn á í viðræðum við nokkra einstaklinga innan venesúelska hersins en markmiðið er að fá herinn til að snúa baki við Nicolas Maduro sem hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013. 9. febrúar 2019 18:58 Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10 Loka landamærunum með gámum og olíubílum Nicolás Maduro hefur neitað stjórnarandstöðunni í Venesúela um að flytja hjálpargögn inn í landið. 6. febrúar 2019 22:52 Allt útlit fyrir að Evrópuríki viðurkenni Guaidó sem forseta Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir morgundaginn. 3. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira
Bandarískar herflugvélar lentu í dag í bænum Cucuta á landamærum Venesúela og Kólumbíu. Flugvélarnar eru svar bandarískra yfirvald við ákalli þingforsetans Juan Guaidó, sem lýsti nýverið sjálfan sig forseta til bráðabirgða, um að ríki aðstoði Venesúela og færi þeim hjálpargögn og vistir. Reuters greinir frá. Tvær af þremur áætluðum vélum hafa lent í Cucuta. Ástandið í Venesúela hefur verið eldfimt undanfarið. Miklir efnahagslegir örðugleikar hafa hrjáð ríkið og rekja flestir ástandið til stjórnar sósíalistans Nicolas Maduro sem gegnt hefur embætti forseta landsins frá andláti læriföður síns Hugo Chavez árið 2013. Mikil verðbólga hefur verið í landinu og matar- og lyfjaskortur hefur leikið íbúa grátt.Sjá einnig: Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til Maduro sór í janúar embættiseið að nýju eftir kosningar sem stjórnarandstaðan hefur kallað ólöglegar. Í kjölfar þess lýsti þingið því yfir að Juan Guaidó væri réttur forseti landsins. Fjöldi vestrænna ríkja, þar með talin Ísland og Bandaríkin hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó. Forsetinn Nicolás Maduro gefur lítið fyrir aðstoð Bandaríkjamanna og sakar þá um að leynimakk. Maduro hefur skipað venesúelska hernum að vera á verði fyrir þessu hernaðarbrölti Bandaríkjanna, eins og hann kýs að kalla það. Herinn hefur til að mynda lokað fyrir ýmsar leiðir inn í landið, til dæmis hafa gámar verið settir þvert yfir vegi nærri landamærunum. Maduro hefur ekki leyft flugvélum sem bera með sér hjálpargögn og vistir að lenda í ríkinu. Því hefur verið leitað til nærliggjandi svæða og hafa stöðvar til að safna saman hjálpargögnum verið opnaðar í Kólumbíu, Brasilíu og víðar.Í bænum Cucuta, þar sem flugvélarnar lentu í dag, talaði Mark Green, stjórnandi hjá Þróunarstofnun Bandaríkjanna (USAID) við fjölmiðla. Green sagði Guaidó hafa óskað eftir aðstoð vegna ástandsins í landinu sem versnaði með hverjum deginum. „Börn svelta og nær öll sjúkrahús landsins glíma við alvarlegan lyfjaskort“ sagði Green. Ástandið hefur nú, samkvæmt Green, áhrif á álfuna í heild sinni en ekki bara Venesúela. Vegna ástandsins hafa um þrjár milljónir flúið Venesúela í leit að betra lífi. Starfsmenn úr röðum Guaidó sögðu að unnið væri að því að semja við brasilísk stjórnvöld, með það að markmiði að herflugvélar fengu þar lendingarleyfi. Einnig verður flogið með vistar frá Miami til hollensku eyjarinnar Curacao í Karíbahafi. Enn er þó óvíst hvort vistirnar komist inn í landið. Eins og áður sagði hefur Maduro látið loka fyrir leiðir inn í landið og mun ekki hleypa sendingunum inn fyrir landamærin. Guaidó hefur þó biðlað til hermanna um að sýna umburðarlyndi og stöðva ekki sendingarnar. Guaidó áætlar að aðgerðir til að flytja vistirnar inn í Venesúela hefjist 23. febrúar næstkomandi, til aðstoðar hefur Guaidó hundruð þúsunda sjálfboðaliða.
Bandaríkin Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Maduro segir ríkisstjórn Trumps vera öfgasamtök hvítra þjóðernissinna Nicolás Maduro forseti Venesúela vill að alþjóðasamfélagið opni augun og sjái að Bandaríkjaforseti sé að leiða það í ógöngur með framferði sínu gagnvart Venesúela. 12. febrúar 2019 19:18 Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30 Bandaríkjastjórn í viðræðum við venesúelska herinn Bandaríkjastjórn á í viðræðum við nokkra einstaklinga innan venesúelska hersins en markmiðið er að fá herinn til að snúa baki við Nicolas Maduro sem hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013. 9. febrúar 2019 18:58 Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10 Loka landamærunum með gámum og olíubílum Nicolás Maduro hefur neitað stjórnarandstöðunni í Venesúela um að flytja hjálpargögn inn í landið. 6. febrúar 2019 22:52 Allt útlit fyrir að Evrópuríki viðurkenni Guaidó sem forseta Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir morgundaginn. 3. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira
Maduro segir ríkisstjórn Trumps vera öfgasamtök hvítra þjóðernissinna Nicolás Maduro forseti Venesúela vill að alþjóðasamfélagið opni augun og sjái að Bandaríkjaforseti sé að leiða það í ógöngur með framferði sínu gagnvart Venesúela. 12. febrúar 2019 19:18
Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30
Bandaríkjastjórn í viðræðum við venesúelska herinn Bandaríkjastjórn á í viðræðum við nokkra einstaklinga innan venesúelska hersins en markmiðið er að fá herinn til að snúa baki við Nicolas Maduro sem hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013. 9. febrúar 2019 18:58
Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10
Loka landamærunum með gámum og olíubílum Nicolás Maduro hefur neitað stjórnarandstöðunni í Venesúela um að flytja hjálpargögn inn í landið. 6. febrúar 2019 22:52
Allt útlit fyrir að Evrópuríki viðurkenni Guaidó sem forseta Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir morgundaginn. 3. febrúar 2019 22:30