Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2019 10:20 Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, ætlar að halda sínum hlut en SalMar var að auka sinn hlut um sem nemur 2,5 milljörðum íslenskra króna. Fréttablaðið/Stefán Norska stórfyrirtækið SalMar hefur gert samning um kaup á 3.268.670 hlutum í Arnarlax á verði 55 NOK á hlut, samtals 179.776.850 NOK eða um 2,5 milljarða ISK. Þetta kemur fram í Fiskeldisblaðinu. Í morgun var tilkynnt um kaupin, að SalMar hafi gert samning um kaup en SalMar átti fyrir 41,95% hlutafjár í Arnarlax. Eignarhlutur eykst í rúm 54 prósent. Fyrirhugað er að SalMar muni bjóða öðrum hluthöfum 55,50 norskar krónur á hlut og þá í þeim tilgangi að eignast félagið alfarið. Í Fiskeldisblaðinu er sagt að heildarvirði eftirstandandi hlutabréfa sé samkvæmt því 676 milljónir norskar krónur. Sem leggur sig á rétt tæpar 9,5 milljarða. Ljóst er að um gríðarlega fjármuni er að tefla. Samkvæmt Fréttablaðinu er fyrirtækið metið á 21 milljarð króna. „Stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, hefur staðfest að hann vilji halda sínum eignarhlut í Arnarlaxi AS og mun því ekki selja hlutabréf sín,“ segir í tilkynningu frá SalMar. Ekki kemur fram hversu stór hlutur Kjartans er í félaginu.Árið 2013 fór Kristján Már Unnarsson fréttamaður vestur og ræddi þá við Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuð frá Noregi sem sagði þá að laxeldi myndi valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum. Hann var kominn til Íslands gagngert til að byggja upp fiskeldisfyrirtæki í Bíldudal. Óhætt er að segja að það hafi gengið eftir. Þar segir að Fjarðarlax sé bara „byrjunin á laxeldisævintýrinu á sunnanverðum Vestfjörðum“ annað fyrirtæki, undir forystu þeirra Matthíasar Garðarssonar og Víkings Gunnarssonar, eru sömuleiðis „að hefja mikla uppbyggingu. Matthías segist gera ráð fyrir að heildarfjárfesting Arnarlax í verksmiðju á Bíldudal, lífmassa, skipum og öðru muni nálgast þrjá milljarða króna þar til framleiðsla hefst á árunum 2015-2016.“ Fiskeldi Tengdar fréttir Reiknar með frekari skærum veiðirétthafa þrátt fyrir málalok í Landsrétti Landsréttur staðfesti í síðustu viku niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði frá kröfu veiðirétthafa í Haffjarðará um að ógilda eigi starfs- og rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax. 11. febrúar 2019 16:00 Enn á ný gat hjá Arnarlaxi Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá Arnarlaxi um gat á nótarpoka einnar sjókvíar fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. 23. janúar 2019 06:45 Gat á sjókví Arnarlax Unnið er að athugun á hvort slysaslepping hafi átt sér stað. 22. janúar 2019 17:54 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Norska stórfyrirtækið SalMar hefur gert samning um kaup á 3.268.670 hlutum í Arnarlax á verði 55 NOK á hlut, samtals 179.776.850 NOK eða um 2,5 milljarða ISK. Þetta kemur fram í Fiskeldisblaðinu. Í morgun var tilkynnt um kaupin, að SalMar hafi gert samning um kaup en SalMar átti fyrir 41,95% hlutafjár í Arnarlax. Eignarhlutur eykst í rúm 54 prósent. Fyrirhugað er að SalMar muni bjóða öðrum hluthöfum 55,50 norskar krónur á hlut og þá í þeim tilgangi að eignast félagið alfarið. Í Fiskeldisblaðinu er sagt að heildarvirði eftirstandandi hlutabréfa sé samkvæmt því 676 milljónir norskar krónur. Sem leggur sig á rétt tæpar 9,5 milljarða. Ljóst er að um gríðarlega fjármuni er að tefla. Samkvæmt Fréttablaðinu er fyrirtækið metið á 21 milljarð króna. „Stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, hefur staðfest að hann vilji halda sínum eignarhlut í Arnarlaxi AS og mun því ekki selja hlutabréf sín,“ segir í tilkynningu frá SalMar. Ekki kemur fram hversu stór hlutur Kjartans er í félaginu.Árið 2013 fór Kristján Már Unnarsson fréttamaður vestur og ræddi þá við Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuð frá Noregi sem sagði þá að laxeldi myndi valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum. Hann var kominn til Íslands gagngert til að byggja upp fiskeldisfyrirtæki í Bíldudal. Óhætt er að segja að það hafi gengið eftir. Þar segir að Fjarðarlax sé bara „byrjunin á laxeldisævintýrinu á sunnanverðum Vestfjörðum“ annað fyrirtæki, undir forystu þeirra Matthíasar Garðarssonar og Víkings Gunnarssonar, eru sömuleiðis „að hefja mikla uppbyggingu. Matthías segist gera ráð fyrir að heildarfjárfesting Arnarlax í verksmiðju á Bíldudal, lífmassa, skipum og öðru muni nálgast þrjá milljarða króna þar til framleiðsla hefst á árunum 2015-2016.“
Fiskeldi Tengdar fréttir Reiknar með frekari skærum veiðirétthafa þrátt fyrir málalok í Landsrétti Landsréttur staðfesti í síðustu viku niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði frá kröfu veiðirétthafa í Haffjarðará um að ógilda eigi starfs- og rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax. 11. febrúar 2019 16:00 Enn á ný gat hjá Arnarlaxi Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá Arnarlaxi um gat á nótarpoka einnar sjókvíar fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. 23. janúar 2019 06:45 Gat á sjókví Arnarlax Unnið er að athugun á hvort slysaslepping hafi átt sér stað. 22. janúar 2019 17:54 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Reiknar með frekari skærum veiðirétthafa þrátt fyrir málalok í Landsrétti Landsréttur staðfesti í síðustu viku niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði frá kröfu veiðirétthafa í Haffjarðará um að ógilda eigi starfs- og rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax. 11. febrúar 2019 16:00
Enn á ný gat hjá Arnarlaxi Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá Arnarlaxi um gat á nótarpoka einnar sjókvíar fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. 23. janúar 2019 06:45
Gat á sjókví Arnarlax Unnið er að athugun á hvort slysaslepping hafi átt sér stað. 22. janúar 2019 17:54