Bankasýslan krefst upplýsinga um laun bankastjóra Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. febrúar 2019 16:42 Íslenska ríkið á 98,2 prósent í Landsbankanum. VÍSIR/GVA Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. Stofnunin fer með 98,2% eignarhlut í Landsbankanum hf. og 100% eignarhlut í Íslandsbanka fyrir hönd ríkissjóðs. Í upplýsingabeiðni Bankasýslunnar til Landsbankans kemur fram að meðal annars sé óskað eftir sjónarmiðum bankaráðs í tengslum við margumfjallaða launahækkun bankastjórans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur. Mánaðarlaun hennar hækkuðu um 1,7 milljónir króna á milli 2017 og 2018. Það nemur 82 prósent hækkun á tíu mánaða tímabili. Þetta sjónarmið verði auk þess að vera sett í sérstakt samhengi við eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki. Í þeirri stefnu komi meðal annars fram áherslur um „hófsemi í launaákvörðunum hjá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins,“ - sem Landsbankinn fellur undir.Sjá einnig: Bankastjóri Íslandsbanka lækkaði eigin launBankasýslan telur sig að sama skapi ekki hafa fullnægjandi upplýsingar um launaþróun bankastjóra Íslandsbanka. Því kallar stofnunin eftir upplýsingum frá stjórn bankans um nákvæma þróun laun og annarra hlunninda bankastjórans frá og með 1. janúar 2016 til dagsins í dag. Auk þess er krafist afstöðu stjórnarinnar til umræddrar launaþróunar - aftur með tilliti til eigendastefnu ríkisins. Þá spyr Bankasýslan hvort fyrirhugað sé að endurskoða launakjör bankastjórans á næstu misserum, til dæmis vegna samningsbundinna ákvæða ráðningarsamnings hans. Bankarnir hafa til 19. febrúar næstkomandi til að verða við fyrirspurnum Bankasýslunnar. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Bankastjóri Íslandsbanka lækkaði eigin laun Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, voru lækkuð í nóvember, að hennar frumkvæði. 11. febrúar 2019 20:45 Segja hækkun launa bankastjóra í samræmi við starfskjarastefnu Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað um tæp 82 prósent frá árinu 2017. 11. febrúar 2019 18:41 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. Stofnunin fer með 98,2% eignarhlut í Landsbankanum hf. og 100% eignarhlut í Íslandsbanka fyrir hönd ríkissjóðs. Í upplýsingabeiðni Bankasýslunnar til Landsbankans kemur fram að meðal annars sé óskað eftir sjónarmiðum bankaráðs í tengslum við margumfjallaða launahækkun bankastjórans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur. Mánaðarlaun hennar hækkuðu um 1,7 milljónir króna á milli 2017 og 2018. Það nemur 82 prósent hækkun á tíu mánaða tímabili. Þetta sjónarmið verði auk þess að vera sett í sérstakt samhengi við eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki. Í þeirri stefnu komi meðal annars fram áherslur um „hófsemi í launaákvörðunum hjá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins,“ - sem Landsbankinn fellur undir.Sjá einnig: Bankastjóri Íslandsbanka lækkaði eigin launBankasýslan telur sig að sama skapi ekki hafa fullnægjandi upplýsingar um launaþróun bankastjóra Íslandsbanka. Því kallar stofnunin eftir upplýsingum frá stjórn bankans um nákvæma þróun laun og annarra hlunninda bankastjórans frá og með 1. janúar 2016 til dagsins í dag. Auk þess er krafist afstöðu stjórnarinnar til umræddrar launaþróunar - aftur með tilliti til eigendastefnu ríkisins. Þá spyr Bankasýslan hvort fyrirhugað sé að endurskoða launakjör bankastjórans á næstu misserum, til dæmis vegna samningsbundinna ákvæða ráðningarsamnings hans. Bankarnir hafa til 19. febrúar næstkomandi til að verða við fyrirspurnum Bankasýslunnar.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Bankastjóri Íslandsbanka lækkaði eigin laun Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, voru lækkuð í nóvember, að hennar frumkvæði. 11. febrúar 2019 20:45 Segja hækkun launa bankastjóra í samræmi við starfskjarastefnu Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað um tæp 82 prósent frá árinu 2017. 11. febrúar 2019 18:41 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15
Bankastjóri Íslandsbanka lækkaði eigin laun Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, voru lækkuð í nóvember, að hennar frumkvæði. 11. febrúar 2019 20:45
Segja hækkun launa bankastjóra í samræmi við starfskjarastefnu Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað um tæp 82 prósent frá árinu 2017. 11. febrúar 2019 18:41
Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30