Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2019 14:00 Alexandria Ocasio-Cortez og Michael Cohen í nefndarsal í gær. AP/Pablo Martinez Monsivais Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump til tíu ára, kallaði forsetann rasista, svikahrapp og bendlaði hann við lögbrot, eftir að hann tók við embætti, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Það var meðal nokkurra merkilegra hluta í vitnisburði Cohen en þingmenn Demókrataflokksins notuðu þó tækifærið einnig til að færast nær einu mikilvægu markmiði þeirra. Það er að fá afrit af skattskýrslum forsetans og mögulega opinbera þær. Saksóknarar og aðrir sérfræðingar hafa lýst því yfir við fjölmiðla ytra að vitnisburður Cohen sýni fram á að Trump hafi mögulega framið fjár- og skattsvik. Cohen var spurður út í skattskýrslur Trump og þá yfirlýsingar forsetans að hann gæti ekki opinberað þær þar sem þær væru í endurskoðun hjá Skattstofu Bandaríkjanna. Cohen sagðist telja að það væri ekki rétt. „Hann hefur sagt við mig að hann vilji ekki að fjölmargar hugveitur (Think tank) þar sem skattsérfræðingar vinni fari í gegnum skattskýrslur hans því þá myndi hann enda í alvöru endurskoðun. Að endingu myndi það hafa afleiðingar fyrir hann, sektir og slíkt,“ sagði Cohen.Spurður að því hvort hann vissi til þess að Trump hefði ýkt auð sinni í samskiptum við tryggingarfyrirtæki til að lækka iðgjöld sín, sagði Cohen svo vera. Cohen lýst þar að auki hvernig Trump beitti reiknibrellum til að greiða minni skatta. Þegar þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez spurði Cohen hvort skattskýrslur forsetans myndu varpa ljósi á málið sagði hann telja svo. Reyni Demókratar að koma höndum yfir skattskýrslur Trump er fastlega gert ráð fyrir því að Hvíta húsið myndi höfða mál til að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn fái aðgang að skattskýrslum Trump. Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa því stigið varlega til jarðar í þeim málum og voru nokkur slík skref tekin í gær. Demókratar hafa á undanförnum mánuðum verið að byggja upp málflutning sinn í komandi málaferlum um skattskýrslur Trump. Það ferli mun halda áfram á næstu vikum og mánuðum í annarri þingnefnd sem er yfir skattmálum Bandaríkjanna.Þingmenn segja þá þingnefnd eiga eftir að kafa dýpra í nokkur ummæli Cohen í gær. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump til tíu ára, kallaði forsetann rasista, svikahrapp og bendlaði hann við lögbrot, eftir að hann tók við embætti, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Það var meðal nokkurra merkilegra hluta í vitnisburði Cohen en þingmenn Demókrataflokksins notuðu þó tækifærið einnig til að færast nær einu mikilvægu markmiði þeirra. Það er að fá afrit af skattskýrslum forsetans og mögulega opinbera þær. Saksóknarar og aðrir sérfræðingar hafa lýst því yfir við fjölmiðla ytra að vitnisburður Cohen sýni fram á að Trump hafi mögulega framið fjár- og skattsvik. Cohen var spurður út í skattskýrslur Trump og þá yfirlýsingar forsetans að hann gæti ekki opinberað þær þar sem þær væru í endurskoðun hjá Skattstofu Bandaríkjanna. Cohen sagðist telja að það væri ekki rétt. „Hann hefur sagt við mig að hann vilji ekki að fjölmargar hugveitur (Think tank) þar sem skattsérfræðingar vinni fari í gegnum skattskýrslur hans því þá myndi hann enda í alvöru endurskoðun. Að endingu myndi það hafa afleiðingar fyrir hann, sektir og slíkt,“ sagði Cohen.Spurður að því hvort hann vissi til þess að Trump hefði ýkt auð sinni í samskiptum við tryggingarfyrirtæki til að lækka iðgjöld sín, sagði Cohen svo vera. Cohen lýst þar að auki hvernig Trump beitti reiknibrellum til að greiða minni skatta. Þegar þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez spurði Cohen hvort skattskýrslur forsetans myndu varpa ljósi á málið sagði hann telja svo. Reyni Demókratar að koma höndum yfir skattskýrslur Trump er fastlega gert ráð fyrir því að Hvíta húsið myndi höfða mál til að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn fái aðgang að skattskýrslum Trump. Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa því stigið varlega til jarðar í þeim málum og voru nokkur slík skref tekin í gær. Demókratar hafa á undanförnum mánuðum verið að byggja upp málflutning sinn í komandi málaferlum um skattskýrslur Trump. Það ferli mun halda áfram á næstu vikum og mánuðum í annarri þingnefnd sem er yfir skattmálum Bandaríkjanna.Þingmenn segja þá þingnefnd eiga eftir að kafa dýpra í nokkur ummæli Cohen í gær.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
„Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00
Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30
Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30