Ætla að stefna Mueller verði skýrslan ekki gerð opinber Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2019 10:40 Rannsókn Mueller hefur vofað yfir forsetatíð Trump forseta í hátt á annað ár. Vísir/EPA Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings segjast tilbúnir að stefna Robert Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, til að bera vitni fyrir þingnefnd ef ráðuneytið kýs að birta ekki skýrslu hans. Talið er að rannsókn Mueller á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump sé á lokametrunum. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Mueller gæti skilað skýrslu um rannsókn sína á næstu vikum. Það væri ákvörðun dómsmálaráðuneytisins hvort hún yrði birt opinberlega. William Barr, nýr dómsmálaráðherra sem Trump forseti tilnefndi, tók nýlega við völdum í ráðuneytinu. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar, segir að ef ráðuneytið veitir Bandaríkjaþingi ekki aðgang að niðurstöðum Mueller í heild sinni séu demókratar bæði tilbúnir að stefna Mueller til að koma fyrir nefndina og krefjast birtingar hennar fyrir dómi. „Á endanum held ég að ráðuneytið skilji að þau verða að gera þetta opinbert. Ég held að Barr muni skilja það á endanum líka,“ sagði Schiff í sjónvarpsviðtali í gær. Samkvæmt reglum dómsmálaráðuneytisins á skýrsla Mueller að vera trúnaðarskjal um alla þá sem voru ákærðir í rannsókninni en einnig aðra sem komu við sögu en voru ekki ákærðir. Eftir að skýrslan berst er það ráðherrans að láta þingið vita af því að rannsókninni sé lokið, að sögn Washington Post. Þegar Barr kom fyrir þingnefnd áður en hann var staðfestur í embætti sagði hann það markmið sitt að veita „eins mikið gegnsæi og ég get í samræmi við lög“. Rannsókn Mueller hefur staðið yfir í tæp tvö ár. Hann var skipaður sérstakur rannsakandi ráðuneytisins í kjölfar þess að Trump forseti rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í maí árið 2017. FBI hafði þá rannsakað meint samráð framboðs Trump við Rússa. Mueller-rannsóknin hefur einnig beinst að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15 Eiga von á að Mueller skili skýrslu sinni í næstu viku CNN greinir frá því að dómsmálaráðherrann William Barr muni greina frá skilum á skýrslunni í næstu viku. 20. febrúar 2019 19:28 Mueller ekki við það að klára Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, mun ekki skila skýrslu um rannsókn sína í næstu viku. 23. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings segjast tilbúnir að stefna Robert Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, til að bera vitni fyrir þingnefnd ef ráðuneytið kýs að birta ekki skýrslu hans. Talið er að rannsókn Mueller á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump sé á lokametrunum. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Mueller gæti skilað skýrslu um rannsókn sína á næstu vikum. Það væri ákvörðun dómsmálaráðuneytisins hvort hún yrði birt opinberlega. William Barr, nýr dómsmálaráðherra sem Trump forseti tilnefndi, tók nýlega við völdum í ráðuneytinu. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar, segir að ef ráðuneytið veitir Bandaríkjaþingi ekki aðgang að niðurstöðum Mueller í heild sinni séu demókratar bæði tilbúnir að stefna Mueller til að koma fyrir nefndina og krefjast birtingar hennar fyrir dómi. „Á endanum held ég að ráðuneytið skilji að þau verða að gera þetta opinbert. Ég held að Barr muni skilja það á endanum líka,“ sagði Schiff í sjónvarpsviðtali í gær. Samkvæmt reglum dómsmálaráðuneytisins á skýrsla Mueller að vera trúnaðarskjal um alla þá sem voru ákærðir í rannsókninni en einnig aðra sem komu við sögu en voru ekki ákærðir. Eftir að skýrslan berst er það ráðherrans að láta þingið vita af því að rannsókninni sé lokið, að sögn Washington Post. Þegar Barr kom fyrir þingnefnd áður en hann var staðfestur í embætti sagði hann það markmið sitt að veita „eins mikið gegnsæi og ég get í samræmi við lög“. Rannsókn Mueller hefur staðið yfir í tæp tvö ár. Hann var skipaður sérstakur rannsakandi ráðuneytisins í kjölfar þess að Trump forseti rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í maí árið 2017. FBI hafði þá rannsakað meint samráð framboðs Trump við Rússa. Mueller-rannsóknin hefur einnig beinst að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15 Eiga von á að Mueller skili skýrslu sinni í næstu viku CNN greinir frá því að dómsmálaráðherrann William Barr muni greina frá skilum á skýrslunni í næstu viku. 20. febrúar 2019 19:28 Mueller ekki við það að klára Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, mun ekki skila skýrslu um rannsókn sína í næstu viku. 23. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15
Eiga von á að Mueller skili skýrslu sinni í næstu viku CNN greinir frá því að dómsmálaráðherrann William Barr muni greina frá skilum á skýrslunni í næstu viku. 20. febrúar 2019 19:28
Mueller ekki við það að klára Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, mun ekki skila skýrslu um rannsókn sína í næstu viku. 23. febrúar 2019 09:00