Færeyjum lokað vegna viðhalds Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2019 08:21 Ferðamönnum verður meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. Vísir/AFP Færeyingar hafa tekið þá ákvörðun að loka eyjunum fyrir ferðamönnum í apríl vegna viðhalds. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar segir að Færeyjum verði „lokað“ dagana 26. til 28. apríl og dagarnir nýttir til að viðhalds á vinsælum ferðamannastöðum. Ferðamálaráð Færeyinga hefur þess í stað boðið 100 erlendum sjálfboðaliðum fría gistingu gegn því að hjálpa til. Um 60 þúsund erlendir ferðamenn koma til Færeyja á ári hverju og hefur fjöldi þeirra aukist árlega um tíu prósent undanfarin fimm ár. Hugmyndin er að heimamenn og túristar vinni að merkingu stíga, búi til skilti og bæti aðgengi að náttúruperlum Færeyja sem hafa orðið fyrir miklum ágangi sökum vinsælda eftir að fjöldi mynda birtust af þeim á samfélagsmiðlinum Instagram. Guðrið Hojgaard er formaður ferðamálaráðs Færeyja en ráðið státar af afar vinsælli herferð sem fólst í því að festa vefmyndavél við sauðfé og gátu netverjar því skoðað eyjarnar með augum þeirra. Var þetta kallað hinu skemmtilega nafni „Sheep View“ sem er bein skírskotun í Google Street View. Fékk þessi herferð mikla athygli og um fimm milljarða áhorfa. Closed for maintenance, open for voluntourism from Visit Faroe Islands on Vimeo.Í fyrra hleyptu Færeyingar öðru átaki af stokkunum þar sem þeir þýddu frasa í beinni á netinu fyrir þá sem vildu heyra innfædda tala færeysku. Allt hefur þetta orðið til þess að fjölga ferðamönnum í landinu en Guardian segir Færeyinga vilja vernda landið fyrir ágangi þeirra og er horft til erfiðleika sem Íslendingar hafa þurft að glíma við vegna fjölda ferðamanna. The Guardian tekur fram að Færeyjar séu fjarri því að glíma við sömu vandamál og blasa við á Íslandi en þó er allt gistirými uppbókað í Færeyjum fyrir árið í ár. Tvö ný hótel eru í byggingu í Þórshöfn og hefur færeyska flugfélagið Atlantic Airwaves boðað að það muni fljúga þrisvar í viku til Parísar yfir sumarið. Flugfélagið flýgur tvisvar á dag til Kaupmannahafnar, tvisvar í viku til Edinborgar og þrisvar í viku til Íslands. Hojgaard hefur látið hafa eftir að meginstefna Færeyinga í ferðamannamálum sé ekki fjöldi þeirra heldur að varðveita og vernda eyjarnar. Færeyjar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Færeyingar hafa tekið þá ákvörðun að loka eyjunum fyrir ferðamönnum í apríl vegna viðhalds. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar segir að Færeyjum verði „lokað“ dagana 26. til 28. apríl og dagarnir nýttir til að viðhalds á vinsælum ferðamannastöðum. Ferðamálaráð Færeyinga hefur þess í stað boðið 100 erlendum sjálfboðaliðum fría gistingu gegn því að hjálpa til. Um 60 þúsund erlendir ferðamenn koma til Færeyja á ári hverju og hefur fjöldi þeirra aukist árlega um tíu prósent undanfarin fimm ár. Hugmyndin er að heimamenn og túristar vinni að merkingu stíga, búi til skilti og bæti aðgengi að náttúruperlum Færeyja sem hafa orðið fyrir miklum ágangi sökum vinsælda eftir að fjöldi mynda birtust af þeim á samfélagsmiðlinum Instagram. Guðrið Hojgaard er formaður ferðamálaráðs Færeyja en ráðið státar af afar vinsælli herferð sem fólst í því að festa vefmyndavél við sauðfé og gátu netverjar því skoðað eyjarnar með augum þeirra. Var þetta kallað hinu skemmtilega nafni „Sheep View“ sem er bein skírskotun í Google Street View. Fékk þessi herferð mikla athygli og um fimm milljarða áhorfa. Closed for maintenance, open for voluntourism from Visit Faroe Islands on Vimeo.Í fyrra hleyptu Færeyingar öðru átaki af stokkunum þar sem þeir þýddu frasa í beinni á netinu fyrir þá sem vildu heyra innfædda tala færeysku. Allt hefur þetta orðið til þess að fjölga ferðamönnum í landinu en Guardian segir Færeyinga vilja vernda landið fyrir ágangi þeirra og er horft til erfiðleika sem Íslendingar hafa þurft að glíma við vegna fjölda ferðamanna. The Guardian tekur fram að Færeyjar séu fjarri því að glíma við sömu vandamál og blasa við á Íslandi en þó er allt gistirými uppbókað í Færeyjum fyrir árið í ár. Tvö ný hótel eru í byggingu í Þórshöfn og hefur færeyska flugfélagið Atlantic Airwaves boðað að það muni fljúga þrisvar í viku til Parísar yfir sumarið. Flugfélagið flýgur tvisvar á dag til Kaupmannahafnar, tvisvar í viku til Edinborgar og þrisvar í viku til Íslands. Hojgaard hefur látið hafa eftir að meginstefna Færeyinga í ferðamannamálum sé ekki fjöldi þeirra heldur að varðveita og vernda eyjarnar.
Færeyjar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira