Inga Sæland nánast á brókinni í gegnum hliðið í Leifsstöð Jakob Bjarnar skrifar 5. mars 2019 16:47 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, greindi frá persónulegri reynslu sinni, vandræðum í Leifsstöð í umræðum um Schengen-samninginn. Vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gefur ekki mikið fyrir það að Schengen-samstarfið auðveldi ferðalög fólks; hún þurfi að nánast að fara í gegnum hliðið í Leifsstöð á brókinni einni og þá greindi hún frá því að hún hafi tapað þar forláta hring. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi nú fyrr í dag. Þar var skýrsla ráðherra um Schengen-samninginn rædd. Inga steig í ræðustól og vildi tala um þetta út frá persónulegri reynslu fremur en tölum og hinu stóra samhengi hlutanna. Hún segir að Schengen-samningurinn hafi ekkert auðveldað flæði eins og til stóð með því að ekki þyrfti að hafa uppi vegabréf við öll tækifæri.Tapaði forláta hring á Leifsstöð „Við eigum öll að vera klár með passann. Ef við skyldum vera spurð. Ef við skyldum nú einhvern veginn vekja þannig athygli á flugvellinum að eftirlitsaðilar þar skyldu óska eftir því að við gerðum deili á okkur. En svo einkennilegt sem það nú er, þá hef ég verið að ferðast talsvert innan þessa Schengen-svæðis. Og það liggur við að maður sé beinlínis á brókinni þegar maður er að ganga í gegnum hliðið,“ sagði Inga. Og Inga hélt áfram að lýsa reynslu sinni af því að fara um flugstöðina, eflaust nokkuð sem margur getur tengt við sem þar hefur átt leið um. „Maður tekur af sér hringinn, maður fer úr skónum, þarf að taka af sér gleraugun liggur við, eyrnalokkarnir og allt saman og svo ég bæti því við að meira að segja skildi ég hringinn minn glæsilega eftir í dallinum í Keflavík. Ég einfaldlega gleymdi honum. Ég bjóst ekki við því að vera klædd úr hringunum líka. Þannig að hvað er svona merkilegt við það þó að bætt sé við vegabréfinu líka? Hver er það sem býður heim til sín án þess að vita hver það er sem kemur inn um dyrnar?“Þarf að sýna skilríki fljúgi hún innanlands Inga sagðist sannarlega vilja bjóða öllum í heimsókn, hingað komi hátt í þrjár milljónir ferðamanna á ári og þeir séu hjartanlega velkomnir. Að hjálpa okkur að byggja upp frábært hagkerfi. „Ekki megum við týna þessari öflugustu tekjulind. En, hamingjan sanna. Mér finnst þetta vera orðinn hálfgerður tvískinnungur. Ég þarf meira að segja að sýna skilríki þegar ég flýg til Akureyrar. Þó ég tali íslensku lýtalaust og harða norðlensku. Þá trúir því enginn að ég sé Íslendingur. Þá þarf ég að sýna skilríki þegar ég flýg til Akureyrar. Við verðum aðeins að fara að lempa þetta til.Ef það á að fara að strippa okkur svona eins og gert er alltaf þegar við þurfum að fljúga innan Schengen-svæðisins, þá finnst mér nú bara allt í lagi að sýna vegabréf. Ég get ekki séð neitt því til fyrirstöðu,“ sem telur einsýnt að Schengen-samningurinn er ekki að þjóna hlutverki sínu, ekki í því er snýr að því að auðvelda ferðalögin. Alþingi Flokkur fólksins Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gefur ekki mikið fyrir það að Schengen-samstarfið auðveldi ferðalög fólks; hún þurfi að nánast að fara í gegnum hliðið í Leifsstöð á brókinni einni og þá greindi hún frá því að hún hafi tapað þar forláta hring. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi nú fyrr í dag. Þar var skýrsla ráðherra um Schengen-samninginn rædd. Inga steig í ræðustól og vildi tala um þetta út frá persónulegri reynslu fremur en tölum og hinu stóra samhengi hlutanna. Hún segir að Schengen-samningurinn hafi ekkert auðveldað flæði eins og til stóð með því að ekki þyrfti að hafa uppi vegabréf við öll tækifæri.Tapaði forláta hring á Leifsstöð „Við eigum öll að vera klár með passann. Ef við skyldum vera spurð. Ef við skyldum nú einhvern veginn vekja þannig athygli á flugvellinum að eftirlitsaðilar þar skyldu óska eftir því að við gerðum deili á okkur. En svo einkennilegt sem það nú er, þá hef ég verið að ferðast talsvert innan þessa Schengen-svæðis. Og það liggur við að maður sé beinlínis á brókinni þegar maður er að ganga í gegnum hliðið,“ sagði Inga. Og Inga hélt áfram að lýsa reynslu sinni af því að fara um flugstöðina, eflaust nokkuð sem margur getur tengt við sem þar hefur átt leið um. „Maður tekur af sér hringinn, maður fer úr skónum, þarf að taka af sér gleraugun liggur við, eyrnalokkarnir og allt saman og svo ég bæti því við að meira að segja skildi ég hringinn minn glæsilega eftir í dallinum í Keflavík. Ég einfaldlega gleymdi honum. Ég bjóst ekki við því að vera klædd úr hringunum líka. Þannig að hvað er svona merkilegt við það þó að bætt sé við vegabréfinu líka? Hver er það sem býður heim til sín án þess að vita hver það er sem kemur inn um dyrnar?“Þarf að sýna skilríki fljúgi hún innanlands Inga sagðist sannarlega vilja bjóða öllum í heimsókn, hingað komi hátt í þrjár milljónir ferðamanna á ári og þeir séu hjartanlega velkomnir. Að hjálpa okkur að byggja upp frábært hagkerfi. „Ekki megum við týna þessari öflugustu tekjulind. En, hamingjan sanna. Mér finnst þetta vera orðinn hálfgerður tvískinnungur. Ég þarf meira að segja að sýna skilríki þegar ég flýg til Akureyrar. Þó ég tali íslensku lýtalaust og harða norðlensku. Þá trúir því enginn að ég sé Íslendingur. Þá þarf ég að sýna skilríki þegar ég flýg til Akureyrar. Við verðum aðeins að fara að lempa þetta til.Ef það á að fara að strippa okkur svona eins og gert er alltaf þegar við þurfum að fljúga innan Schengen-svæðisins, þá finnst mér nú bara allt í lagi að sýna vegabréf. Ég get ekki séð neitt því til fyrirstöðu,“ sem telur einsýnt að Schengen-samningurinn er ekki að þjóna hlutverki sínu, ekki í því er snýr að því að auðvelda ferðalögin.
Alþingi Flokkur fólksins Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?