Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2019 12:58 Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. Vísir/EPA Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch lét hægrisinnuðu fréttastöðina Fox News sitja á frétt um meint kynferðislegt samband Donalds Trump við klámmyndastjörnu vegna þess að hann vildi að Trump ynni forsetakosningarnar árið 2016. Þá er þáverandi stjórnandi stöðvarinnar sagður hafa látið framboð Trump vita af spurningu í sjónvarpskappræðum fyrir fram. Í ítarlegri umfjöllun tímaritsins New Yorker um náin tengsl Trump og Fox News, sem er í eigu Murdoch, er haft eftir heimildarmönnum innan sjónvarpsstöðvarinnar að Diana Falzone, fréttamaður hennar, hafi fengið sannanir fyrir því að Trump hefði átt í kynferðislegu sambandi við Stephanie Clifford, þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, á meðan kosningabaráttan var í gangi. Falzone hafi fengið fréttina staðfesta og séð tölvupósta á milli lögmanna Daniels og Michaels Cohen, þáverandi lögmanns Trump. Í póstunum ræddu þeir um greiðslu fyrir þögn Daniels um samband hennar við Trump. Hún hafi unnið fréttina frá mars til október árið 2016. Fréttin hafi hins vegar gengið á milli ritstjóra hjá Fox News sem frestuðu því að birta hana. Falzone á að hafa sagt samstarfsmönnum sínum að Ken LaCorte, yfirmaður fréttavefs Fox News hafi sagt henni: „Góð blaðamennska, krakki, en Rupert vill að Donald Trump vinni. Slepptu þessu bara.“ LaCorte neitar því að hafa sagt þetta við Falzone. Samstarfsmenn hennar staðfestu þó við New Yorker að hafa heyrt hana lýsa samtali þeirra á þennan hátt á sínum tíma.Spurningum lekið Þetta var þó ekki eina hjálpin sem framboð Trump á að hafa borist frá Fox News í kosningabaráttunni, að sögn New Yorker. Starfsmenn stöðvarinnar eru þannig sagðir hafa látið Trump vita af því að Megyn Kelly, stjórnandi sjónvarpskappræðna frambjóðenda í forvali Repúblikanaflokksins, ætlaði sér að spyrja hann krefjandi spurninga, þar á meðal um ásakanir um illa meðferð hans á konum. Talsmaður Fox News hafnaði alfarið að nokkur þaðan hefði látið Trump vita af spurningum í kappræðunum. Blaðamaður New Yorker segir erfitt að staðfesta eða hrekja frásögnina. Roger Ailes, einn stofnenda og forstjóri Fox News, sem á að hafa haft frumkvæði að því að láta Trump vita um spurningarnar lést árið 2017. Trump gagnrýndi sjálfur CNN-fréttastöðina harðlega þegar Donna Brazile, þáverandi starfsmaður stöðvarinnar, sagði af sér eftir ásakanir um að hún hafi látið framboð Hillary Clinton fá spurningar í sjónvarpskappræðum fyrir fram. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch lét hægrisinnuðu fréttastöðina Fox News sitja á frétt um meint kynferðislegt samband Donalds Trump við klámmyndastjörnu vegna þess að hann vildi að Trump ynni forsetakosningarnar árið 2016. Þá er þáverandi stjórnandi stöðvarinnar sagður hafa látið framboð Trump vita af spurningu í sjónvarpskappræðum fyrir fram. Í ítarlegri umfjöllun tímaritsins New Yorker um náin tengsl Trump og Fox News, sem er í eigu Murdoch, er haft eftir heimildarmönnum innan sjónvarpsstöðvarinnar að Diana Falzone, fréttamaður hennar, hafi fengið sannanir fyrir því að Trump hefði átt í kynferðislegu sambandi við Stephanie Clifford, þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, á meðan kosningabaráttan var í gangi. Falzone hafi fengið fréttina staðfesta og séð tölvupósta á milli lögmanna Daniels og Michaels Cohen, þáverandi lögmanns Trump. Í póstunum ræddu þeir um greiðslu fyrir þögn Daniels um samband hennar við Trump. Hún hafi unnið fréttina frá mars til október árið 2016. Fréttin hafi hins vegar gengið á milli ritstjóra hjá Fox News sem frestuðu því að birta hana. Falzone á að hafa sagt samstarfsmönnum sínum að Ken LaCorte, yfirmaður fréttavefs Fox News hafi sagt henni: „Góð blaðamennska, krakki, en Rupert vill að Donald Trump vinni. Slepptu þessu bara.“ LaCorte neitar því að hafa sagt þetta við Falzone. Samstarfsmenn hennar staðfestu þó við New Yorker að hafa heyrt hana lýsa samtali þeirra á þennan hátt á sínum tíma.Spurningum lekið Þetta var þó ekki eina hjálpin sem framboð Trump á að hafa borist frá Fox News í kosningabaráttunni, að sögn New Yorker. Starfsmenn stöðvarinnar eru þannig sagðir hafa látið Trump vita af því að Megyn Kelly, stjórnandi sjónvarpskappræðna frambjóðenda í forvali Repúblikanaflokksins, ætlaði sér að spyrja hann krefjandi spurninga, þar á meðal um ásakanir um illa meðferð hans á konum. Talsmaður Fox News hafnaði alfarið að nokkur þaðan hefði látið Trump vita af spurningum í kappræðunum. Blaðamaður New Yorker segir erfitt að staðfesta eða hrekja frásögnina. Roger Ailes, einn stofnenda og forstjóri Fox News, sem á að hafa haft frumkvæði að því að láta Trump vita um spurningarnar lést árið 2017. Trump gagnrýndi sjálfur CNN-fréttastöðina harðlega þegar Donna Brazile, þáverandi starfsmaður stöðvarinnar, sagði af sér eftir ásakanir um að hún hafi látið framboð Hillary Clinton fá spurningar í sjónvarpskappræðum fyrir fram.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira