Andvaraleysi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. mars 2019 07:00 Til að viðhalda hjarðónæmi gegn mislingum þarf hlutfall ónæmra í hverju samfélagi – það er þeirra sem eru bólusettir og þeirra sem áður hafa smitast – að vera á bilinu 90 til 95%. Hjarðónæmi er dýrmætur og einstakur ábati sem rekja má til tveggja ólíkra, en þó nátengdra, þátta: annars vegar skilvirks bóluefnis og hins vegar öflugrar þátttöku í bólusetningu. Hjarðónæmi er, eins og svo margt sem er okkur dýrmætt, erfitt að öðlast en auðvelt að glata. Hér á Íslandi hefur öflug þátttaka í bólusetningum undanfarin ár skilað öflugri vernd fyrir þá sem ekki geta fengið bólusetningu sökum ungs aldurs eða veikinda. Þó svo að hér sé lítil hætta á víðtækri útbreiðslu mislinga, þá hefur þátttaka í bólusetningum farið minnkandi undanfarið. Í 18 mánaða bólusetningu fyrir mislingum, hettusótt og rauðum hundum (MMR) árið 2015 var þátttakan á bilinu 83 til 92 prósent eftir landshlutum. Augljóslega er þetta ekki viðunandi þátttaka, þá sérstaklega í ljósi þess sem nú er að gerast beggja vegna Atlantsála, og raunar í flestum heimshornum, þar sem á undanförnum árum hefur orðið ískyggileg aukning í mislingasmiti. Aukning sem í raun ógnar þeim góða árangri sem náðst hefur í baráttunni við mislinga. Tilfelli eins og það sem Fréttablaðið greinir frá í dag, þar sem 11 mánaða gamalt barn var greint með mislinga á Barnaspítala Hringsins eftir að hafa setið í flugvél með einstaklingi með smitberandi tilfelli sjúkdómsins, gefur ekki tilefni til hræðslu eða ótta um það sem koma skal í þessum efnum. Sem stendur eru varnir okkar gegn mislingum öflugar. En sá grunnur sem þessar varnir eru reistar á verður æ veikari. Þannig er tilfelli barnsins, sem nú er í góðum höndum lækna og heilsast vel, fyrst og fremst áminning um það nauðsynlega markmið að viðhalda öflugu hjarðónæmi hér á landi. Skiptar skoðanir eru um það hvaða leið sé best þegar kemur að því að tryggja góða þátttöku í bólusetningum. Sumir vilja neyða fólk til þátttöku, ýmist með lögum eða hótunum um félagslega útskúfun með því að gera bólusetningu skilyrði fyrir skólagöngu. Þó mikið sé í húfi þá ætti fyrst að beita öðrum og mildari aðferðum, eins og betri fræðslu um bólusetningar og smitsjúkdóma, og skilvirkari skráningu og eftirfylgni af hálfu heilsugæslunnar. Jafnframt þarf nauðsynlega að varpa ljósi á það af hverju þátttaka í bólusetningum á Vestfjörðum var aðeins 83 prósent árið 2015, og 89 prósent á Suðurnesjum. Þannig er markmiðið ekki aðeins það að halda tilfellum mislinga í lágmarki, heldur að bægja frá enn svæsnari sýkingu sem felst í andvaraleysi gagnvart þeim árangri sem náðst hefur. Til að varnir okkar gegn mislingum haldist viðunandi þá verður að fræða þá sem ekki vita að veiran er alvarlegur sjúkdómur sem enginn þarf að þjást af og að bóluefni er besta leiðin til að ná þeim árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Til að viðhalda hjarðónæmi gegn mislingum þarf hlutfall ónæmra í hverju samfélagi – það er þeirra sem eru bólusettir og þeirra sem áður hafa smitast – að vera á bilinu 90 til 95%. Hjarðónæmi er dýrmætur og einstakur ábati sem rekja má til tveggja ólíkra, en þó nátengdra, þátta: annars vegar skilvirks bóluefnis og hins vegar öflugrar þátttöku í bólusetningu. Hjarðónæmi er, eins og svo margt sem er okkur dýrmætt, erfitt að öðlast en auðvelt að glata. Hér á Íslandi hefur öflug þátttaka í bólusetningum undanfarin ár skilað öflugri vernd fyrir þá sem ekki geta fengið bólusetningu sökum ungs aldurs eða veikinda. Þó svo að hér sé lítil hætta á víðtækri útbreiðslu mislinga, þá hefur þátttaka í bólusetningum farið minnkandi undanfarið. Í 18 mánaða bólusetningu fyrir mislingum, hettusótt og rauðum hundum (MMR) árið 2015 var þátttakan á bilinu 83 til 92 prósent eftir landshlutum. Augljóslega er þetta ekki viðunandi þátttaka, þá sérstaklega í ljósi þess sem nú er að gerast beggja vegna Atlantsála, og raunar í flestum heimshornum, þar sem á undanförnum árum hefur orðið ískyggileg aukning í mislingasmiti. Aukning sem í raun ógnar þeim góða árangri sem náðst hefur í baráttunni við mislinga. Tilfelli eins og það sem Fréttablaðið greinir frá í dag, þar sem 11 mánaða gamalt barn var greint með mislinga á Barnaspítala Hringsins eftir að hafa setið í flugvél með einstaklingi með smitberandi tilfelli sjúkdómsins, gefur ekki tilefni til hræðslu eða ótta um það sem koma skal í þessum efnum. Sem stendur eru varnir okkar gegn mislingum öflugar. En sá grunnur sem þessar varnir eru reistar á verður æ veikari. Þannig er tilfelli barnsins, sem nú er í góðum höndum lækna og heilsast vel, fyrst og fremst áminning um það nauðsynlega markmið að viðhalda öflugu hjarðónæmi hér á landi. Skiptar skoðanir eru um það hvaða leið sé best þegar kemur að því að tryggja góða þátttöku í bólusetningum. Sumir vilja neyða fólk til þátttöku, ýmist með lögum eða hótunum um félagslega útskúfun með því að gera bólusetningu skilyrði fyrir skólagöngu. Þó mikið sé í húfi þá ætti fyrst að beita öðrum og mildari aðferðum, eins og betri fræðslu um bólusetningar og smitsjúkdóma, og skilvirkari skráningu og eftirfylgni af hálfu heilsugæslunnar. Jafnframt þarf nauðsynlega að varpa ljósi á það af hverju þátttaka í bólusetningum á Vestfjörðum var aðeins 83 prósent árið 2015, og 89 prósent á Suðurnesjum. Þannig er markmiðið ekki aðeins það að halda tilfellum mislinga í lágmarki, heldur að bægja frá enn svæsnari sýkingu sem felst í andvaraleysi gagnvart þeim árangri sem náðst hefur. Til að varnir okkar gegn mislingum haldist viðunandi þá verður að fræða þá sem ekki vita að veiran er alvarlegur sjúkdómur sem enginn þarf að þjást af og að bóluefni er besta leiðin til að ná þeim árangri.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar