Framkvæmdastjóri Evrópuútgerðar Samherja hættir Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2019 10:07 Óskar Ævarsson Samherji Óskar Ævarsson hefur ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Evrópuútgerðar Samherja. Greint er frá þessu á vef Samherja en þar kemur fram að Óskar hafi starfað hjá Samherja í rúma þrjá áratugi. Óskar hóf störf hjá Samherja í maí 1989 sem yfirvélstjóri á Hjalteyrinni EA310 og var síðan yfirvélstjóri á ýmsum skipum Samherja allt þar til hann kom í land árið 1997. Hann flutti til Grindavíkur og tók við rekstri Fiskimjöls & Lýsis, en það fyrirtæki var þá í eigu Samherja en rann síðar inn í Samherjasamstæðuna, meðan Óskar hafði yfirumsjón með rekstrinum. Árið 2006 lagði Óskar síðan land undir fót og flutti með fjölskylduna í nágrenni Cuxhaven í Þýskalandi, þar sem hann réð sig sem framkvæmdastjóra útgerðasviðs EU útgerðar Samherja. Þar hefur Óskar staðið í brúnni í nærri 14 ár og meðal annars haft yfirumsjón með nýsmíðaverkefnum á sama tíma og hann hefur verið vakinn og sofinn yfir daglegri útgerð skipa Samherja, sem eru gerð út undir mismunandi þjóðfánum Evrópusambandsríkja. Tveir starfsmenn koma til með að taka við yfirstjórn útgerðasviðs EU útgerðar Samherja af Óskari Ævarssyni sem lætur af störfum 1. ágúst næstkomandi. Pétur Þór Erlingsson hefur búið í nágrenni Cuxhaven frá árinu 2016 og verið aðstoðarmaður framkvæmdastjóra útgerðarsviðs EU útgerðar frá þeim tíma. Pétur er vélfræðingur og rafvirki að mennt ásamt því að hafa lokið véla- og rekstrariðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Skrifstofunni í Cuxhaven berst liðstyrkur frá Akureyri, þar sem Guðmundur Óli Hilmisson hefur ákveðið að flytja til Cuxhaven með fjölskyldu sinni. Guðmundur hefur verið Gæðastjóri hjá Samherja frá árinu 2015 en mun hefja störf sem framkvæmdastjóri útgerðasviðs EU útgerðar Samherja við hlið Péturs Þórs. Guðmundur Óli er sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Í september á síðasta ári réð Elísabet Ýr Sveinsdóttir sig til EU útgerðar Samherja. Elísabet er Viðskipafræðingur frá Bifröst og með meistaragráðu í Stjórnunarreikningsskilum og viðskiptagreind ( MABI - Management accounting and business intelligence) frá Háskólanum í Reykjavík. Elísabet mun vinna við þróun kerfis þar sem rauntímagögn úr rekstri, veiðum, framleiðslu og sölu eru vistuð í lotur og að þannig verði hægt að bera saman kennitölur úr rekstri í rauntíma við sögulegar rekstrartölur. Sjávarútvegur Vistaskipti Þýskaland Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Óskar Ævarsson hefur ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Evrópuútgerðar Samherja. Greint er frá þessu á vef Samherja en þar kemur fram að Óskar hafi starfað hjá Samherja í rúma þrjá áratugi. Óskar hóf störf hjá Samherja í maí 1989 sem yfirvélstjóri á Hjalteyrinni EA310 og var síðan yfirvélstjóri á ýmsum skipum Samherja allt þar til hann kom í land árið 1997. Hann flutti til Grindavíkur og tók við rekstri Fiskimjöls & Lýsis, en það fyrirtæki var þá í eigu Samherja en rann síðar inn í Samherjasamstæðuna, meðan Óskar hafði yfirumsjón með rekstrinum. Árið 2006 lagði Óskar síðan land undir fót og flutti með fjölskylduna í nágrenni Cuxhaven í Þýskalandi, þar sem hann réð sig sem framkvæmdastjóra útgerðasviðs EU útgerðar Samherja. Þar hefur Óskar staðið í brúnni í nærri 14 ár og meðal annars haft yfirumsjón með nýsmíðaverkefnum á sama tíma og hann hefur verið vakinn og sofinn yfir daglegri útgerð skipa Samherja, sem eru gerð út undir mismunandi þjóðfánum Evrópusambandsríkja. Tveir starfsmenn koma til með að taka við yfirstjórn útgerðasviðs EU útgerðar Samherja af Óskari Ævarssyni sem lætur af störfum 1. ágúst næstkomandi. Pétur Þór Erlingsson hefur búið í nágrenni Cuxhaven frá árinu 2016 og verið aðstoðarmaður framkvæmdastjóra útgerðarsviðs EU útgerðar frá þeim tíma. Pétur er vélfræðingur og rafvirki að mennt ásamt því að hafa lokið véla- og rekstrariðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Skrifstofunni í Cuxhaven berst liðstyrkur frá Akureyri, þar sem Guðmundur Óli Hilmisson hefur ákveðið að flytja til Cuxhaven með fjölskyldu sinni. Guðmundur hefur verið Gæðastjóri hjá Samherja frá árinu 2015 en mun hefja störf sem framkvæmdastjóri útgerðasviðs EU útgerðar Samherja við hlið Péturs Þórs. Guðmundur Óli er sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Í september á síðasta ári réð Elísabet Ýr Sveinsdóttir sig til EU útgerðar Samherja. Elísabet er Viðskipafræðingur frá Bifröst og með meistaragráðu í Stjórnunarreikningsskilum og viðskiptagreind ( MABI - Management accounting and business intelligence) frá Háskólanum í Reykjavík. Elísabet mun vinna við þróun kerfis þar sem rauntímagögn úr rekstri, veiðum, framleiðslu og sölu eru vistuð í lotur og að þannig verði hægt að bera saman kennitölur úr rekstri í rauntíma við sögulegar rekstrartölur.
Sjávarútvegur Vistaskipti Þýskaland Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent