Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2019 21:45 Inga Hrönn Georgsdóttir, bóndi á Kjörseyri og aðstoðarverslunarstjóri N1 í Staðarskála. Stöð 2/Einar Árnason. Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. Þótt hann sé ekki lengur í eigu heimamanna í Hrútafirði líta þeir samt á hann svolítið sem sína eign. Fjallað var um Staðarskála í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Í ljóði Þórarins Eldjárns frá árinu 1991, Staðarskáli er Ísland, segir að þessi miðstöð mannaferða sé Mekka allra þeirra sem á landið trúa. Ljóðið er nú greipt í glervegg í anddyri Staðarskála.Nýi Staðarskáli var opnaður árið 2008 þegar þjóðvegurinn um botn Hrútafjarðar var færður.Stöð 2/Einar Árnason.„Ætli meðaltalið hjá okkur í fyrrasumar hafi ekki verið á bilinu sex- til áttaþúsund manns á dag sem komu í húsið,“ segir Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála. Í afgreiðslunni og eldhúsinu mega starfsmenn hafa sig alla við að sinna óskum vegfarenda í þessari helstu umferðarmiðstöð þjóðveganna.Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.„Við höfum alveg farið upp í 100-150 lítra á góðum degi af kjötsúpu. Stærsti dagur í pylsum held ég hafi verð hátt í 800 pylsur á dag,“ segir Einar. Núverandi skáli er arftaki bæði gamla Staðarskála og gamla Brúarskála en þeir höfðu áður verið í eigu heimamanna; Staðarskáli í eigu Staðarmanna en Brúarskáli í eigu kaupfélagsins.Brúarskáli stóð við gatnamótin hjá gömlu símstöðinni á Brú. Hann var rifinn árið 2008 þegar hann þurfti að víkja fyrir nýja veginum.Mynd/Brúarhópurinn.Og enn í dag er Staðarskáli vinnustaður sem tengist nánast hverjum einasta bæ í sveitinni, en þar starfa 56 manns á sumrin og 26 manns yfir vetrartímann, margir úr Hrútafirði. En er erfitt fyrir Hrútfirðinga að Staðarskáli skuli ekki lengur vera í þeirra eigu heldur hlutafélags í Reykjavík?Gamli Staðarskáli árið 1995. Hann er í dag nýttur sem gistihús fyrir starfsmenn Staðarskála.Mynd/Staðarhópurinn.„Við lítum svolítið á þetta sem okkar eign, samt sem áður,“ segir Inga Hrönn Georgsdóttir, bóndi á Kjörseyri og aðstoðarverslunarstjóri, en hún byrjaði 16 ára gömul að vinna í Brúarskála. Staðarskáli er vinsælasti áningarstaður trukkabílstjóranna, eins og þeirra Ómars Sigurðssonar og Gunnlaugur Hjörvars Gunnlaugssonar, en þeir starfa hjá Ekju og Eimskip. Þeir segjast staldra þar við nánast daglega.Flutningabílstjórarnir Ómar Sigurðsson og Gunnlaugur Hjörvar Gunnlaugsson snæða kvöldverð í Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.Þeir voru að snæða lambalærissneiðar í raspi með kartöflum, rauðkáli og brúnsósu en þeir segja „mömmumatinn“ helstu ástæðu þess að trukkabílstjórar velja staðinn. „Þetta er svona félagsmiðstöðin okkar. Hérna verða sögurnar til og slúðrið,“ segir Gunnlaugur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Húnaþing vestra Samgöngur Um land allt Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. Þótt hann sé ekki lengur í eigu heimamanna í Hrútafirði líta þeir samt á hann svolítið sem sína eign. Fjallað var um Staðarskála í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Í ljóði Þórarins Eldjárns frá árinu 1991, Staðarskáli er Ísland, segir að þessi miðstöð mannaferða sé Mekka allra þeirra sem á landið trúa. Ljóðið er nú greipt í glervegg í anddyri Staðarskála.Nýi Staðarskáli var opnaður árið 2008 þegar þjóðvegurinn um botn Hrútafjarðar var færður.Stöð 2/Einar Árnason.„Ætli meðaltalið hjá okkur í fyrrasumar hafi ekki verið á bilinu sex- til áttaþúsund manns á dag sem komu í húsið,“ segir Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála. Í afgreiðslunni og eldhúsinu mega starfsmenn hafa sig alla við að sinna óskum vegfarenda í þessari helstu umferðarmiðstöð þjóðveganna.Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.„Við höfum alveg farið upp í 100-150 lítra á góðum degi af kjötsúpu. Stærsti dagur í pylsum held ég hafi verð hátt í 800 pylsur á dag,“ segir Einar. Núverandi skáli er arftaki bæði gamla Staðarskála og gamla Brúarskála en þeir höfðu áður verið í eigu heimamanna; Staðarskáli í eigu Staðarmanna en Brúarskáli í eigu kaupfélagsins.Brúarskáli stóð við gatnamótin hjá gömlu símstöðinni á Brú. Hann var rifinn árið 2008 þegar hann þurfti að víkja fyrir nýja veginum.Mynd/Brúarhópurinn.Og enn í dag er Staðarskáli vinnustaður sem tengist nánast hverjum einasta bæ í sveitinni, en þar starfa 56 manns á sumrin og 26 manns yfir vetrartímann, margir úr Hrútafirði. En er erfitt fyrir Hrútfirðinga að Staðarskáli skuli ekki lengur vera í þeirra eigu heldur hlutafélags í Reykjavík?Gamli Staðarskáli árið 1995. Hann er í dag nýttur sem gistihús fyrir starfsmenn Staðarskála.Mynd/Staðarhópurinn.„Við lítum svolítið á þetta sem okkar eign, samt sem áður,“ segir Inga Hrönn Georgsdóttir, bóndi á Kjörseyri og aðstoðarverslunarstjóri, en hún byrjaði 16 ára gömul að vinna í Brúarskála. Staðarskáli er vinsælasti áningarstaður trukkabílstjóranna, eins og þeirra Ómars Sigurðssonar og Gunnlaugur Hjörvars Gunnlaugssonar, en þeir starfa hjá Ekju og Eimskip. Þeir segjast staldra þar við nánast daglega.Flutningabílstjórarnir Ómar Sigurðsson og Gunnlaugur Hjörvar Gunnlaugsson snæða kvöldverð í Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.Þeir voru að snæða lambalærissneiðar í raspi með kartöflum, rauðkáli og brúnsósu en þeir segja „mömmumatinn“ helstu ástæðu þess að trukkabílstjórar velja staðinn. „Þetta er svona félagsmiðstöðin okkar. Hérna verða sögurnar til og slúðrið,“ segir Gunnlaugur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Húnaþing vestra Samgöngur Um land allt Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira