Bandaríkjastjórn leggur refsiaðgerðir á starfsmenn Alþjóðasakamáladómstólsins Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2019 16:18 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þegar hann tilkynnti um aðgerðirnar í dag. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Bandaríkjanna tilkynnti í dag að bandarísk yfirvöld ætli að takmarka landvistarleyfi einstaklinga sem tengjast mögulegum rannsóknum Alþjóðasakamáladómstólsins á stríðsglæpum bandarísks herliðs eða bandalagsríkja. Dómarar Alþjóðasakamáladómstólsins ígrunda nú kröfu saksóknara við dóminn um að rannsaka meinta stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu sem hafa verið framdir í Afganistan frá því að Bandaríkin og bandalagsríki þeirra réðust þar inn árið 2003. Í september lýsti ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta því yfir að ef dómstóllinn hæfi rannsókn á stríðsglæpum í Afganistan íhugaði hún að bann dómara og saksóknara frá því að koma til Bandaríkjanna, frysta fjármuni þeirra og sækja þá til saka fyrir bandarískum dómstólum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, fylgdi þeirri hótun eftir í dag þegar hann tilkynnti um að landvistarheimildir hvers þess sem ætti þátt í rannsókn dómstólsins á bandarísku herliði yrðu takmarkaðar. Þær aðgerðir gætu einnig beinst að þeim sem hæfu rannsókn á bandalagsríkjum eins og Ísrael. „Þessar landvistarleyfistakmarkanir verða ekki síðasta orð okkar í þessum efnum. Við erum tilbúin að grípa til frekari aðgerða, þar á meðal efnahagsþvingana, ef Alþjóðasakamáladómstóllinn skiptir ekki um stefnu,“ sagði Pompeo. Andrea Prasow, einn stjórnandi mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar, segir að tilkynning Bandaríkjastjórnar sé „óþokkaleg tilraun til þess að refsa rannsakendum“. Hún sendi pyntingarmeisturum og morðingjum skilaboð um að þeir geti haldið glæpum sínum áfram áhyggjulausir. Alþjóðasakamáladómstóllinn var stofnaður árið 2002 og var ætlað að sækja til saka þá sem gerast sekir um stríðsglæpi, þjóðarmorð eða glæpi gegn mannkyninu þegar ríki annað hvort geta ekki eða vilja ekki ákæra þá sjálf. Bandaríkin, Kína og Rússland eru ekki aðilar að dómstólnum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna tilkynnti í dag að bandarísk yfirvöld ætli að takmarka landvistarleyfi einstaklinga sem tengjast mögulegum rannsóknum Alþjóðasakamáladómstólsins á stríðsglæpum bandarísks herliðs eða bandalagsríkja. Dómarar Alþjóðasakamáladómstólsins ígrunda nú kröfu saksóknara við dóminn um að rannsaka meinta stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu sem hafa verið framdir í Afganistan frá því að Bandaríkin og bandalagsríki þeirra réðust þar inn árið 2003. Í september lýsti ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta því yfir að ef dómstóllinn hæfi rannsókn á stríðsglæpum í Afganistan íhugaði hún að bann dómara og saksóknara frá því að koma til Bandaríkjanna, frysta fjármuni þeirra og sækja þá til saka fyrir bandarískum dómstólum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, fylgdi þeirri hótun eftir í dag þegar hann tilkynnti um að landvistarheimildir hvers þess sem ætti þátt í rannsókn dómstólsins á bandarísku herliði yrðu takmarkaðar. Þær aðgerðir gætu einnig beinst að þeim sem hæfu rannsókn á bandalagsríkjum eins og Ísrael. „Þessar landvistarleyfistakmarkanir verða ekki síðasta orð okkar í þessum efnum. Við erum tilbúin að grípa til frekari aðgerða, þar á meðal efnahagsþvingana, ef Alþjóðasakamáladómstóllinn skiptir ekki um stefnu,“ sagði Pompeo. Andrea Prasow, einn stjórnandi mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar, segir að tilkynning Bandaríkjastjórnar sé „óþokkaleg tilraun til þess að refsa rannsakendum“. Hún sendi pyntingarmeisturum og morðingjum skilaboð um að þeir geti haldið glæpum sínum áfram áhyggjulausir. Alþjóðasakamáladómstóllinn var stofnaður árið 2002 og var ætlað að sækja til saka þá sem gerast sekir um stríðsglæpi, þjóðarmorð eða glæpi gegn mannkyninu þegar ríki annað hvort geta ekki eða vilja ekki ákæra þá sjálf. Bandaríkin, Kína og Rússland eru ekki aðilar að dómstólnum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira