Huawei neitaði alfarið sök fyrir dómi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. mars 2019 10:45 Það er nokkuð dimmt yfir Huawei þessa dagana. Nordicphotos/Getty James Cole, lögmaður kínverska tæknirisans Huawei, sagði fyrirtækið alfarið saklaust þegar þrettán liða ákæra bandaríska dómsmálaráðuneytisins fór fyrir alríkisdómstól í New York í gær. Fyrirtækið er sakað um til að mynda bankasvindl og brot á viðskiptaþvingunum gegn Íran. Þá er Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, ákærð í öðru máli fyrir sams konar brot en það er ekki komið fyrir dóm. Meng og Huawei eiga að hafa logið að HSBC og öðrum bönkum um tengsl Huawei við fyrirtækið Skycom Tech, sem sagt er leppfyrirtæki Huawei í Íran. Huawei hefur þó haldið því fram að Skycom sé hefðbundinn viðskiptafélagi. Samkvæmt ákærunni á Huawei að hafa notað Skycom til að selja bandarískar vörur, tækni og þjónustu en það brýtur gegn þvingununum. Peningarnir eiga svo að hafa verið sendir til Huawei með því að ljúga að bönkum. Bandarískar leyniþjónustu-, öryggis- og heimavarnastofnanir hafa sömuleiðis sakað Huawei um að stunda njósnir fyrir hönd kínverska ríkisins. Engin slík ákæra hefur verið gefin út og Huawei hafnar þessu sömuleiðis. Kenneth Fredriksen, forstjóri Huawei í Svíþjóð, sagði í viðtali við Fréttablaðið í febrúar að þær ásakanir væru órökstuddar. Birtist í Fréttablaðinu Kína Tækni Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
James Cole, lögmaður kínverska tæknirisans Huawei, sagði fyrirtækið alfarið saklaust þegar þrettán liða ákæra bandaríska dómsmálaráðuneytisins fór fyrir alríkisdómstól í New York í gær. Fyrirtækið er sakað um til að mynda bankasvindl og brot á viðskiptaþvingunum gegn Íran. Þá er Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, ákærð í öðru máli fyrir sams konar brot en það er ekki komið fyrir dóm. Meng og Huawei eiga að hafa logið að HSBC og öðrum bönkum um tengsl Huawei við fyrirtækið Skycom Tech, sem sagt er leppfyrirtæki Huawei í Íran. Huawei hefur þó haldið því fram að Skycom sé hefðbundinn viðskiptafélagi. Samkvæmt ákærunni á Huawei að hafa notað Skycom til að selja bandarískar vörur, tækni og þjónustu en það brýtur gegn þvingununum. Peningarnir eiga svo að hafa verið sendir til Huawei með því að ljúga að bönkum. Bandarískar leyniþjónustu-, öryggis- og heimavarnastofnanir hafa sömuleiðis sakað Huawei um að stunda njósnir fyrir hönd kínverska ríkisins. Engin slík ákæra hefur verið gefin út og Huawei hafnar þessu sömuleiðis. Kenneth Fredriksen, forstjóri Huawei í Svíþjóð, sagði í viðtali við Fréttablaðið í febrúar að þær ásakanir væru órökstuddar.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Tækni Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira