Börnin sem hafa ekki rödd Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 14. mars 2019 07:45 Fljótlega kemur frumvarp um kynrænt sjálfræði á dagskrá Alþingis. Í drögunum sem birtust á samráðsgátt stjórnvalda var upphaflegt ákvæði um bann við óafturkræfum skurðaðgerðum á kynfærum barna látið fjúka, en í stað þess á að skipa samráðshóp um efnið. Þetta eru mikil vonbrigði, enda þýðir þetta að langt er að bíða þar til löngu tímabærar breytingar nást fram. Á meðan fremjum við mannréttindabrot á litlum börnum. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að þegar málefni intersex fólks eru rædd, þá erum við að tala um alvöru börn og alvöru fjölskyldur. Á Íslandi dagsins í dag eru fullkomlega heilbrigð smábörn látin ganga í gegnum oft endurteknar aðgerðir á kynfærum með öllum þeim sársauka, óvissu og áhættu sem þeim fylgja. Þetta eru lítil börn sem hafa ekki rödd í samfélaginu og engar forsendur til þess að ákveða hvað er gert við þau og hvað ekki. Ég á þriggja ára dóttur. Bara það að fara í einfalda læknisskoðun finnst henni erfitt og það veldur henni vanlíðan. Ég útskýri alltaf fyrir henni að það sé nauðsynlegt, vegna þess að það er það sem foreldrar gera. Við útskýrum fyrir börnunum okkar að þau inngrip sem þau þurfa að þola séu mikilvæg og að þeim muni líða betur á eftir. Börnin okkar treysta okkur og við treystum því jafnframt að börnin okkar séu ekki látin þjást að óþörfu. Lítil börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni, t.d. óræð ytri kynfæri, eru látin ganga í gegnum ónauðsynlegar skurðaðgerðir hér á landi. Þau þjást að óþörfu. Eins og fram hefur komið í skýrslu Amnesty International um stöðu intersex fólks á Íslandi er stór hluti þessara aðgerða fyrst og fremst gerður á grundvelli félagslegra hugmynda um það hvernig líkamar eiga að líta út. Inngripin snúast m.ö.o. ekki um líkamlegt heilbrigði, heldur að láta börn passa inn í kynjakassa samfélagsins. Tekin er ákvörðun um það hvoru kyninu barnið á að tilheyra og líkama þess síðan breytt til samræmis við það, löngu áður en barnið sjálft getur haft nokkuð um málið að segja. Þetta er gert þrátt fyrir að flest intersex fólk sé fullkomlega heilbrigt. Þegar intersex fólk glímir við heilsufarsvandamál sem krefjast læknisfræðilegra inngripa er á sama tíma gjarnan gripið til róttækra inngripa sem ekki er hægt að rökstyðja á grundvelli heilsufars. Börn eiga að hafa frelsi til þess að fá að taka upplýsta ákvörðun um eigin líkama. Það þarf ekki sérfræðing í hinsegin málefnum til þess að átta sig á því að mögulega er verið að gera breytingar á líkama barna sem þeim mun ekki hugnast í framtíðinni, en til eru fjölmörg dæmi um að kynvitund barna passi ekki við það kyn sem er valið. Þessar skurðaðgerðir geta beðið. Á meðan íslensk stjórnvöld draga lappirnar í málefnum fólks með ódæmigerð kyneinkenni samþykkti Evrópuþingið þingsályktun á dögunum þar sem ónauðsynleg inngrip í líkama intersex fólks eru fordæmd. Þeim tilmælum var jafnframt beint til aðildarríkja Evrópusambandsins að smíða lög til verndar þessum hópi. Frumvarp um kynrænt sjálfræði, eins og það lítur út núna, tryggir rétt fullorðinna til líkamlegrar friðhelgi en því miður ekki hinn sama rétt barna. Barna sem ekki geta tjáð sig um þau inngrip sem þau sæta. Ef stjórnvöld vilja endilega efna til víðtæks samráðs um löggjöf til verndar intersex fólki blasir við að best væri að banna öll óþörf og óafturkræf inngrip í líkama barna á meðan samráðinu stendur. Það er það minnsta sem við getum gert. Intersex fólk er fólk sem fæðist með ódæmigerð kyneinkenni en þessi breytileiki getur verið af ýmsum toga. Við bendum foreldrum intersex barna eða foreldrum sem telja sig eiga intersex barn á að alltaf er hægt að hafa samband við Intersex Ísland og Samtökin ´78 og leita ráðgjafar. Þið eruð ekki ein. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fljótlega kemur frumvarp um kynrænt sjálfræði á dagskrá Alþingis. Í drögunum sem birtust á samráðsgátt stjórnvalda var upphaflegt ákvæði um bann við óafturkræfum skurðaðgerðum á kynfærum barna látið fjúka, en í stað þess á að skipa samráðshóp um efnið. Þetta eru mikil vonbrigði, enda þýðir þetta að langt er að bíða þar til löngu tímabærar breytingar nást fram. Á meðan fremjum við mannréttindabrot á litlum börnum. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að þegar málefni intersex fólks eru rædd, þá erum við að tala um alvöru börn og alvöru fjölskyldur. Á Íslandi dagsins í dag eru fullkomlega heilbrigð smábörn látin ganga í gegnum oft endurteknar aðgerðir á kynfærum með öllum þeim sársauka, óvissu og áhættu sem þeim fylgja. Þetta eru lítil börn sem hafa ekki rödd í samfélaginu og engar forsendur til þess að ákveða hvað er gert við þau og hvað ekki. Ég á þriggja ára dóttur. Bara það að fara í einfalda læknisskoðun finnst henni erfitt og það veldur henni vanlíðan. Ég útskýri alltaf fyrir henni að það sé nauðsynlegt, vegna þess að það er það sem foreldrar gera. Við útskýrum fyrir börnunum okkar að þau inngrip sem þau þurfa að þola séu mikilvæg og að þeim muni líða betur á eftir. Börnin okkar treysta okkur og við treystum því jafnframt að börnin okkar séu ekki látin þjást að óþörfu. Lítil börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni, t.d. óræð ytri kynfæri, eru látin ganga í gegnum ónauðsynlegar skurðaðgerðir hér á landi. Þau þjást að óþörfu. Eins og fram hefur komið í skýrslu Amnesty International um stöðu intersex fólks á Íslandi er stór hluti þessara aðgerða fyrst og fremst gerður á grundvelli félagslegra hugmynda um það hvernig líkamar eiga að líta út. Inngripin snúast m.ö.o. ekki um líkamlegt heilbrigði, heldur að láta börn passa inn í kynjakassa samfélagsins. Tekin er ákvörðun um það hvoru kyninu barnið á að tilheyra og líkama þess síðan breytt til samræmis við það, löngu áður en barnið sjálft getur haft nokkuð um málið að segja. Þetta er gert þrátt fyrir að flest intersex fólk sé fullkomlega heilbrigt. Þegar intersex fólk glímir við heilsufarsvandamál sem krefjast læknisfræðilegra inngripa er á sama tíma gjarnan gripið til róttækra inngripa sem ekki er hægt að rökstyðja á grundvelli heilsufars. Börn eiga að hafa frelsi til þess að fá að taka upplýsta ákvörðun um eigin líkama. Það þarf ekki sérfræðing í hinsegin málefnum til þess að átta sig á því að mögulega er verið að gera breytingar á líkama barna sem þeim mun ekki hugnast í framtíðinni, en til eru fjölmörg dæmi um að kynvitund barna passi ekki við það kyn sem er valið. Þessar skurðaðgerðir geta beðið. Á meðan íslensk stjórnvöld draga lappirnar í málefnum fólks með ódæmigerð kyneinkenni samþykkti Evrópuþingið þingsályktun á dögunum þar sem ónauðsynleg inngrip í líkama intersex fólks eru fordæmd. Þeim tilmælum var jafnframt beint til aðildarríkja Evrópusambandsins að smíða lög til verndar þessum hópi. Frumvarp um kynrænt sjálfræði, eins og það lítur út núna, tryggir rétt fullorðinna til líkamlegrar friðhelgi en því miður ekki hinn sama rétt barna. Barna sem ekki geta tjáð sig um þau inngrip sem þau sæta. Ef stjórnvöld vilja endilega efna til víðtæks samráðs um löggjöf til verndar intersex fólki blasir við að best væri að banna öll óþörf og óafturkræf inngrip í líkama barna á meðan samráðinu stendur. Það er það minnsta sem við getum gert. Intersex fólk er fólk sem fæðist með ódæmigerð kyneinkenni en þessi breytileiki getur verið af ýmsum toga. Við bendum foreldrum intersex barna eða foreldrum sem telja sig eiga intersex barn á að alltaf er hægt að hafa samband við Intersex Ísland og Samtökin ´78 og leita ráðgjafar. Þið eruð ekki ein. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun