Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar 16. september 2025 09:30 Á meðan við festum okkur í hatrömmum átökum hægri-vinstri stjórnmála, safnar ný stétt valdhafa hljóðlega að sér fordæmalausum völdum. Þeir beita gamalli en áhrifaríkri aðferð: beina athygli okkar að átökum sem skipta þá engu máli til að fela það sem raunverulega skiptir máli. Að deila og drottna Sesar fullkomnaði listina að deila og drottna. Machiavelli festi aðferðafræðina í sessi. Breska heimsveldið beitti henni á heimsvísu með því að kynda undir átök á milli trúar- og þjóðernishópa til að stjórna gríðarstórum þjóðum með tiltölulega fáum hermönnum. Meginreglan var alltaf sú sama: Látið fólkið berjast innbyrðis svo það sameinist aldrei gegn þér. Í dag hafa tæknirisarnir sjálfvirknivætt sundrungina. Þar sem heimsveldi fyrri tíma þurftu að dreifa áróðri handvirkt, gera algrím samfélagsmiðla það nú hraðar, skilvirkar og sérsniðnar en nokkrum einræðisherra sögunar hefði dreymt um að væri mögulegt. Algrím hneykslunar Samfélagsmiðlar eru ekki hannaðir til að upplýsa okkur eða tengja okkur saman. Þeir eru hannaðir til að hámarka athygli. Og ekkert heldur athygli betur en hneykslan og átök. Hver smellur, deiling og reið athugasemd þjálfar vélina í að mata okkur með meira af því sama. Við erum ekki bara neytendur heldur grunlausir kennarar gervigreindarinnar í því hvernig best er að stýra hegðun okkar. Þegar milljarðamæringur eins og Elon Musk nýtir áhrif sín til að magna upp orðræðu öfgahreyfinga víðsvegar um Evrópu og í Bandaríkjunum, þá snýst það ekki um stjórnmálaskoðanir heldur um peninga og völd. Miðillinn hans, X, verðlaunar ögrandi efni með mestri dreifingu vegna þess að Musk hagnast á því að halda athygli okkar. Þetta á þó ekki bara við um X. Facebook, TikTok, YouTube og fleiri virka á sama hátt. Rannsóknir sýna að efni sem vekur sterkar tilfinningar, einkum reiði og hneykslan, fær margfalt meiri dreifingu en hlutlausar staðreyndir. Vald og áhrif Þessi fyrirtæki hafa ekki aðeins áhrif á það sem við sjáum heldur hafa þau einnig bein áhrif á pólitík og samfélag. Forstjórar stærstu tæknifyrirtækja heims hafa veitt milljónir dollara til stjórnmálamanna. Þeir sátu allir í fremstu röð við seinustu innsetningarathöfn Donald Trump. Í Bretlandi kemur eitt af hverjum tíu pundum sem renna til stjórnmálaflokka frá óþekktum aðilum.Áhyggjur fara vaxandi af því, þrátt fyrir lög gegn erlendum áhrifum, að bandarísk tæknifyrirtæki noti glufur í löggjöf til að hafa áhrif á stjórnmálin í Bretlandi og víðar í Evrópu. Mynstrið er alþjóðlegt: valdið er að færast í auknum mæli frá almenningi til fámenns hóps auðmanna með tæknina að vopni. Lýðræði eða fámennisstjórn Það sem við erum að upplifa er eins konar stafræn nýlendustefna: við framleiðum efnið sem heldur miðlunum gangandi, athygli okkar og tilfinningar eru söluvaran, og á meðan við rífumst um innflytjendamál, sjálfsmynd og menningu, safna þessir fáu milljarðamæringar að sér pólitískum völdum og nýta þau til að móta stjórnmálakerfi okkar til að viðhalda þessari hringrás. Viltu veikburða regluverk um gervigreind? Fjármagnaðu stjórnmálamenn sem snúa umræðunni að málefnum jaðarhópa. Viltu borga minni skatta? Haltu kjósendum einbeittum að menningarstríði frekar en efnahagslegum ójöfnuði. Viltu forðast aðgerðir gegn einokun? Gakktu úr skugga um að almenningur sé of upptekinn við að berjast innbyrðis til að taka eftir samþjöppun valds. Þetta snýst ekki um vinstri gegn hægri lengur. Þetta snýst um lýðræði gegn fámennisstjórn. Þetta snýst um áframhaldandi rányrkju eða endurnýjun, stjórnun eða frelsi, einangrun eða tengsl. Að þekkja leikinn Fyrsta skrefið í átt að andspyrnu er að átta sig á leiknum. Í hvert skipti sem við finnum fyrir reiði yfir færslu á samfélagsmiðlum ættum við að spyrja okkur: hver hagnast á þessari reiði? Þegar við búum til óvini úr þeim sem eru okkur ósammála ættum við að velta fyrir okkur: hverra erinda er ég að ganga? Það eru engir óvinir. Flestir telja sig vera að gera það sem er rétt og gott – mótaðir af eigin sögu, áföllum og aðstæðum. Við erum flest hetjur í eigin sögu. Verum frekar forvitin en reið. Með því að spyrja: „Hvaðan kemur þessi skoðun? Hver er saga þessarar manneskju?“, getum við öðlast skilning. Úr skilningi sprettur traust. Úr trausti samstaða. Og úr samstöðu nýr möguleiki. Ef við látum algrímin stjórna, missum við tökin á lýðræðinu. En ef við áttum okkur á því hvernig verið er að spila með okkur, getum við hafið uppbyggingu á ný. Við getum endurbyggt tengsl, virkjað samtakamátt og unnið okkur í átt að framtíð sem er ekki söluvara fárra heldur sameign allra. Valið er okkar. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Á meðan við festum okkur í hatrömmum átökum hægri-vinstri stjórnmála, safnar ný stétt valdhafa hljóðlega að sér fordæmalausum völdum. Þeir beita gamalli en áhrifaríkri aðferð: beina athygli okkar að átökum sem skipta þá engu máli til að fela það sem raunverulega skiptir máli. Að deila og drottna Sesar fullkomnaði listina að deila og drottna. Machiavelli festi aðferðafræðina í sessi. Breska heimsveldið beitti henni á heimsvísu með því að kynda undir átök á milli trúar- og þjóðernishópa til að stjórna gríðarstórum þjóðum með tiltölulega fáum hermönnum. Meginreglan var alltaf sú sama: Látið fólkið berjast innbyrðis svo það sameinist aldrei gegn þér. Í dag hafa tæknirisarnir sjálfvirknivætt sundrungina. Þar sem heimsveldi fyrri tíma þurftu að dreifa áróðri handvirkt, gera algrím samfélagsmiðla það nú hraðar, skilvirkar og sérsniðnar en nokkrum einræðisherra sögunar hefði dreymt um að væri mögulegt. Algrím hneykslunar Samfélagsmiðlar eru ekki hannaðir til að upplýsa okkur eða tengja okkur saman. Þeir eru hannaðir til að hámarka athygli. Og ekkert heldur athygli betur en hneykslan og átök. Hver smellur, deiling og reið athugasemd þjálfar vélina í að mata okkur með meira af því sama. Við erum ekki bara neytendur heldur grunlausir kennarar gervigreindarinnar í því hvernig best er að stýra hegðun okkar. Þegar milljarðamæringur eins og Elon Musk nýtir áhrif sín til að magna upp orðræðu öfgahreyfinga víðsvegar um Evrópu og í Bandaríkjunum, þá snýst það ekki um stjórnmálaskoðanir heldur um peninga og völd. Miðillinn hans, X, verðlaunar ögrandi efni með mestri dreifingu vegna þess að Musk hagnast á því að halda athygli okkar. Þetta á þó ekki bara við um X. Facebook, TikTok, YouTube og fleiri virka á sama hátt. Rannsóknir sýna að efni sem vekur sterkar tilfinningar, einkum reiði og hneykslan, fær margfalt meiri dreifingu en hlutlausar staðreyndir. Vald og áhrif Þessi fyrirtæki hafa ekki aðeins áhrif á það sem við sjáum heldur hafa þau einnig bein áhrif á pólitík og samfélag. Forstjórar stærstu tæknifyrirtækja heims hafa veitt milljónir dollara til stjórnmálamanna. Þeir sátu allir í fremstu röð við seinustu innsetningarathöfn Donald Trump. Í Bretlandi kemur eitt af hverjum tíu pundum sem renna til stjórnmálaflokka frá óþekktum aðilum.Áhyggjur fara vaxandi af því, þrátt fyrir lög gegn erlendum áhrifum, að bandarísk tæknifyrirtæki noti glufur í löggjöf til að hafa áhrif á stjórnmálin í Bretlandi og víðar í Evrópu. Mynstrið er alþjóðlegt: valdið er að færast í auknum mæli frá almenningi til fámenns hóps auðmanna með tæknina að vopni. Lýðræði eða fámennisstjórn Það sem við erum að upplifa er eins konar stafræn nýlendustefna: við framleiðum efnið sem heldur miðlunum gangandi, athygli okkar og tilfinningar eru söluvaran, og á meðan við rífumst um innflytjendamál, sjálfsmynd og menningu, safna þessir fáu milljarðamæringar að sér pólitískum völdum og nýta þau til að móta stjórnmálakerfi okkar til að viðhalda þessari hringrás. Viltu veikburða regluverk um gervigreind? Fjármagnaðu stjórnmálamenn sem snúa umræðunni að málefnum jaðarhópa. Viltu borga minni skatta? Haltu kjósendum einbeittum að menningarstríði frekar en efnahagslegum ójöfnuði. Viltu forðast aðgerðir gegn einokun? Gakktu úr skugga um að almenningur sé of upptekinn við að berjast innbyrðis til að taka eftir samþjöppun valds. Þetta snýst ekki um vinstri gegn hægri lengur. Þetta snýst um lýðræði gegn fámennisstjórn. Þetta snýst um áframhaldandi rányrkju eða endurnýjun, stjórnun eða frelsi, einangrun eða tengsl. Að þekkja leikinn Fyrsta skrefið í átt að andspyrnu er að átta sig á leiknum. Í hvert skipti sem við finnum fyrir reiði yfir færslu á samfélagsmiðlum ættum við að spyrja okkur: hver hagnast á þessari reiði? Þegar við búum til óvini úr þeim sem eru okkur ósammála ættum við að velta fyrir okkur: hverra erinda er ég að ganga? Það eru engir óvinir. Flestir telja sig vera að gera það sem er rétt og gott – mótaðir af eigin sögu, áföllum og aðstæðum. Við erum flest hetjur í eigin sögu. Verum frekar forvitin en reið. Með því að spyrja: „Hvaðan kemur þessi skoðun? Hver er saga þessarar manneskju?“, getum við öðlast skilning. Úr skilningi sprettur traust. Úr trausti samstaða. Og úr samstöðu nýr möguleiki. Ef við látum algrímin stjórna, missum við tökin á lýðræðinu. En ef við áttum okkur á því hvernig verið er að spila með okkur, getum við hafið uppbyggingu á ný. Við getum endurbyggt tengsl, virkjað samtakamátt og unnið okkur í átt að framtíð sem er ekki söluvara fárra heldur sameign allra. Valið er okkar. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun