Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 16. september 2025 18:02 Þegar „viljugu þjóðirnar,“ þar á meðal Ísland, studdu innrás Bandaríkjanna í Írak, var hrundið af stað hörmungum sem enn sér ekki fyrir endann á. Aldrei hafa fleiri manneskjur verið á flótta. Ástæðan er augljós. Bandaríkin hafa ítrekað ráðist inn í lönd til að tryggja sér olíu, gas og áhrif. Innrásin í Írak er skólabókardæmi: réttlætt með lygum um gereyðingarvopn en í raun háð til að ná stjórn á auðlindum og svæðinu sjálfu. Þetta þykjast nú margir sjá skýrt. Vesturlönd eru samsek. NATO-ríkin studdu þessar aðgerðir, hernaðarlega, diplómatískt eða fjárhagslega – og Ísland með yfirlýstum stuðningi. Þannig bera Vesturlönd sameiginlega ábyrgð á flóttamannavandanum. Þetta er ekki bara saga um einstaka stríð. Þetta er heimskerfið sjálft sem fórnar heilu svæðunum fyrir auðlindaupptöku og gróða. Miðausturlönd, Afganistan, stórir hlutar Afríku – öllu hefur verið raskað, stríð framlengd, einræðisherrar ýmist studdir eða felldir – til að tryggja völd og auð fárra. Fólkið sjálft er afgangsstærð og einskis virt. Hræsnisfull gestrisni Angela Merkel var hyllt fyrir að opna faðminn, en að baki lá bæði þýskt samviskubit og þörf á vinnuafli. Margar aðrar þjóðir fylgdu, ekki af hjartahlýju heldur skyldu. Gestrisnin var því víða leikrit og ekkert annað. Að vera sannur gestgjafi krefst fjárfestingar og skipulags. Það var aldrei ætlunin. Vesturlönd hafa lengi dregið úr fjárfestingum í eigin samfélögum. Þessu hafa Íslendingar fundið fyrir og mun verða minnisvarði um þann skaða sem ríkisstjórn Íslands vann á síðasta áratugi þar sem verulega var dregið úr almannaþjónustu og frekara brask með auðæfi þjóðarinnar var grimmilega ástundað. Vesturlönd, þar á meðal Ísland, þjóna nú fjármagninu og stríðsherrum heimsins – ekki fólkinu sjálfu. Svo sorglegt er það. Þegar viðskiptalíkanið er stríð Að taka á móti flóttafólki krefst gríðarlegs fjármagns, skipulags og innviða. Vesturlönd gætu auðveldlega staðið undir því – eins og sést á vilja og getu þeirra til að eyða milljörðum í hervæðingu Evrópu. Hér er engin tilviljun á ferðinni: vestrænar ríkisstjórnir styðja stríð heimsins af fúsum vilja með því að tryggja að þeir sem græða á stríði ráði ferðinni. Stríð eru ekki aukaverkun af stefnu þeirra – stríð eru viðskiptalíkan þeirra. Almenningur svikinn – tvisvar Í stað þess að byggja upp samfélög hafa stjórnvöld grafið undan velferð og afhent fáum völd og auð. Flóttamannamóttaka varð víða aðeins feluleikur um peningastefnu sem brýtur samfélög niður og kveikir sundrungu. Afleiðingarnar voru fyrirsjáanlegar: ótti, gremja, rasismi og blórabögglar búnir til. Bæði heimamenn og flóttafólk er því svikið. Réttindum flaggað og baráttunni stolið Hræsnin birtist svona: stjórnvöld sem hafa skorið niður áður almenna grunnþjónustu flagga nú réttindum minnihlutahópa og kynfrelsis til að laga ímynd sína. Þau þagga niður í borgurum með því að stimpla alla gagnrýni sem hatur – jafnvel þegar bent er á handónýta grunnþjónustu, húsnæðisvanda og yfirfulla og undirmannaða skóla. Hvernig geta Bretar varpað fólki í fangelsi fyrir „rasisma“ á meðan bæði heimamenn og flóttafólk sitja eftir sviknir í ónýtum innviðum og samfélagi á heljarþröm? Hvernig getur Ísland flaggað stuðningi við kynsegin réttindi en deilt rúmi með Donaldi Trump – karlrembu, andófsmanni kynfrelsi sem fjöldi kvenna hefur að auki sakað um kynferðisofbeldi og áreitni? Styðjum Úkraínu – Svíkjum Palestínu Vesturlönd flagga stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Úkraínu. Þau tala um frelsi, lýðræði og rétt fólks til að verja sig. En þegar kemur að Palestínu er annað uppi á teningnum. Þar er sömu orðunum snúið gegn þolendum – palestínsku þjóðinni. Þar er andóf gegn kerfisbundinni útrýmingu þjóðar kallað hryðjuverk. Vesturlönd styðja sjálfstæðisbaráttu Úkraínu – en fylgispekt þeirra við Bandaríkin og Ísrael kemur í veg fyrir að palestínsku þjóðinni sé bjargað frá útrýmingu. Þetta er óboðleg hræsni sem engin heiðarleg manneskja getur horft fram hjá. Hinn raunverulegi glæpur Baráttan snýst ekki um flóttafólk gegn heimafólki. Hún snýst um stjórnvöld sem brjóta innviði samfélaga niður og láta okkur berjast innbyrðis – svo við séum ófær að krefjast ábyrgðar þeirra. Þetta er hin sanna svívirða: kerfislægur rasismi dulbúinn sem velvild. Að bjóða skjól án aðlögunar, að veita lágmarksaðstoð án virðingar – og hundskamma svo almenning fyrir að sjá í gegnum leikritið. Evrópa kallar sig lýðræðislega og framsækna. En hvaða lýðræði er það, þegar borgurum er bannað að nefna hið augljósa? Sannleikurinn er þessi: skattgreiðendur borga tvisvar – fyrst með hruni grunnþjónustunnar, síðan með útgjöldum til hervæðingar. Flóttafólk situr eftir í ófullnægjandi aðstæðum. Borgarar sitja eftir yfirgefnir. Þörfum engra er mætt. Ósjálfstæð stjórnvöld Vesturlanda hafa fyrir löngu tapað trúverðugleika sínum en reyna engu að síður að halda borgurunum blindum gagnvart fylgispekt þeirra við raunvaldhafa heimsins. Þannig sitja þau sjálf sem leppar stríðsmangara og fjármagnseigenda sem í raun stjórna hinum „fínu lýðræðislegu“ vestrænu þjóðum. Þetta var allt fyrirsjáanlegt og þetta er glæpur. Höfundur er leikkona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Þegar „viljugu þjóðirnar,“ þar á meðal Ísland, studdu innrás Bandaríkjanna í Írak, var hrundið af stað hörmungum sem enn sér ekki fyrir endann á. Aldrei hafa fleiri manneskjur verið á flótta. Ástæðan er augljós. Bandaríkin hafa ítrekað ráðist inn í lönd til að tryggja sér olíu, gas og áhrif. Innrásin í Írak er skólabókardæmi: réttlætt með lygum um gereyðingarvopn en í raun háð til að ná stjórn á auðlindum og svæðinu sjálfu. Þetta þykjast nú margir sjá skýrt. Vesturlönd eru samsek. NATO-ríkin studdu þessar aðgerðir, hernaðarlega, diplómatískt eða fjárhagslega – og Ísland með yfirlýstum stuðningi. Þannig bera Vesturlönd sameiginlega ábyrgð á flóttamannavandanum. Þetta er ekki bara saga um einstaka stríð. Þetta er heimskerfið sjálft sem fórnar heilu svæðunum fyrir auðlindaupptöku og gróða. Miðausturlönd, Afganistan, stórir hlutar Afríku – öllu hefur verið raskað, stríð framlengd, einræðisherrar ýmist studdir eða felldir – til að tryggja völd og auð fárra. Fólkið sjálft er afgangsstærð og einskis virt. Hræsnisfull gestrisni Angela Merkel var hyllt fyrir að opna faðminn, en að baki lá bæði þýskt samviskubit og þörf á vinnuafli. Margar aðrar þjóðir fylgdu, ekki af hjartahlýju heldur skyldu. Gestrisnin var því víða leikrit og ekkert annað. Að vera sannur gestgjafi krefst fjárfestingar og skipulags. Það var aldrei ætlunin. Vesturlönd hafa lengi dregið úr fjárfestingum í eigin samfélögum. Þessu hafa Íslendingar fundið fyrir og mun verða minnisvarði um þann skaða sem ríkisstjórn Íslands vann á síðasta áratugi þar sem verulega var dregið úr almannaþjónustu og frekara brask með auðæfi þjóðarinnar var grimmilega ástundað. Vesturlönd, þar á meðal Ísland, þjóna nú fjármagninu og stríðsherrum heimsins – ekki fólkinu sjálfu. Svo sorglegt er það. Þegar viðskiptalíkanið er stríð Að taka á móti flóttafólki krefst gríðarlegs fjármagns, skipulags og innviða. Vesturlönd gætu auðveldlega staðið undir því – eins og sést á vilja og getu þeirra til að eyða milljörðum í hervæðingu Evrópu. Hér er engin tilviljun á ferðinni: vestrænar ríkisstjórnir styðja stríð heimsins af fúsum vilja með því að tryggja að þeir sem græða á stríði ráði ferðinni. Stríð eru ekki aukaverkun af stefnu þeirra – stríð eru viðskiptalíkan þeirra. Almenningur svikinn – tvisvar Í stað þess að byggja upp samfélög hafa stjórnvöld grafið undan velferð og afhent fáum völd og auð. Flóttamannamóttaka varð víða aðeins feluleikur um peningastefnu sem brýtur samfélög niður og kveikir sundrungu. Afleiðingarnar voru fyrirsjáanlegar: ótti, gremja, rasismi og blórabögglar búnir til. Bæði heimamenn og flóttafólk er því svikið. Réttindum flaggað og baráttunni stolið Hræsnin birtist svona: stjórnvöld sem hafa skorið niður áður almenna grunnþjónustu flagga nú réttindum minnihlutahópa og kynfrelsis til að laga ímynd sína. Þau þagga niður í borgurum með því að stimpla alla gagnrýni sem hatur – jafnvel þegar bent er á handónýta grunnþjónustu, húsnæðisvanda og yfirfulla og undirmannaða skóla. Hvernig geta Bretar varpað fólki í fangelsi fyrir „rasisma“ á meðan bæði heimamenn og flóttafólk sitja eftir sviknir í ónýtum innviðum og samfélagi á heljarþröm? Hvernig getur Ísland flaggað stuðningi við kynsegin réttindi en deilt rúmi með Donaldi Trump – karlrembu, andófsmanni kynfrelsi sem fjöldi kvenna hefur að auki sakað um kynferðisofbeldi og áreitni? Styðjum Úkraínu – Svíkjum Palestínu Vesturlönd flagga stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Úkraínu. Þau tala um frelsi, lýðræði og rétt fólks til að verja sig. En þegar kemur að Palestínu er annað uppi á teningnum. Þar er sömu orðunum snúið gegn þolendum – palestínsku þjóðinni. Þar er andóf gegn kerfisbundinni útrýmingu þjóðar kallað hryðjuverk. Vesturlönd styðja sjálfstæðisbaráttu Úkraínu – en fylgispekt þeirra við Bandaríkin og Ísrael kemur í veg fyrir að palestínsku þjóðinni sé bjargað frá útrýmingu. Þetta er óboðleg hræsni sem engin heiðarleg manneskja getur horft fram hjá. Hinn raunverulegi glæpur Baráttan snýst ekki um flóttafólk gegn heimafólki. Hún snýst um stjórnvöld sem brjóta innviði samfélaga niður og láta okkur berjast innbyrðis – svo við séum ófær að krefjast ábyrgðar þeirra. Þetta er hin sanna svívirða: kerfislægur rasismi dulbúinn sem velvild. Að bjóða skjól án aðlögunar, að veita lágmarksaðstoð án virðingar – og hundskamma svo almenning fyrir að sjá í gegnum leikritið. Evrópa kallar sig lýðræðislega og framsækna. En hvaða lýðræði er það, þegar borgurum er bannað að nefna hið augljósa? Sannleikurinn er þessi: skattgreiðendur borga tvisvar – fyrst með hruni grunnþjónustunnar, síðan með útgjöldum til hervæðingar. Flóttafólk situr eftir í ófullnægjandi aðstæðum. Borgarar sitja eftir yfirgefnir. Þörfum engra er mætt. Ósjálfstæð stjórnvöld Vesturlanda hafa fyrir löngu tapað trúverðugleika sínum en reyna engu að síður að halda borgurunum blindum gagnvart fylgispekt þeirra við raunvaldhafa heimsins. Þannig sitja þau sjálf sem leppar stríðsmangara og fjármagnseigenda sem í raun stjórna hinum „fínu lýðræðislegu“ vestrænu þjóðum. Þetta var allt fyrirsjáanlegt og þetta er glæpur. Höfundur er leikkona
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun