Samþykktu samhljóða að krefjast birtingar Mueller-skýrslunnar Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2019 16:16 Rannsókn Roberts Muellers hefur nú staðið yfir í tæp tvö ár. Vísir/EPA Þingmenn beggja flokka í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddu atkvæði með því að krefjast þess af dómsmálaráðuneytinu að það birti skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, í dag. Talið er að rannsókn Mueller, sem hann tók við í maí árið 2017, ljúki á næstu vikum. Politico greindi frá því í dag að einn nánasti samstarfsmaður hans, saksóknarinnar Andrew Weissman, láti brátt af störfum fyrir embættið. Það sé til marks um að rannsóknin sé á lokametrunum. Samkvæmt lögum um sérstaka rannsakendur á Mueller að skila dómsmálaráðuneytinu trúnaðarskýrslu um rannsóknina og þær ákvarðanir sem hann tók, bæði um hvers vegna ákveðið var að ákæra tiltekna einstaklinga og hvers vegna aðrir voru ekki ákærðir. Það er hins vegar í höndum dómsmálaráðherrans hvort skýrslan verður gerð opinber að hluta eða í heild. Trump forseti skipaði nýlega William Barr sem dómsmálaráðherra. Hann hefur sagst ætla að vera eins gegnsær með rannsóknina og lög leyfa honum. Mögulegt er því að hann myndi ekki birta skýrsluna í heild, meðal annars vegna persónuverndarsjónarmiða þeirra sem ekki voru ákærðir en voru rannsakaðir. Atkvæðagreiðslan í fulltrúadeildinni í dag er talin tilraun demókrata, sem eru með meirihluta í deildinni, til þess að setja þrýsting á ráðherrann um að birta skýrsluna þegar að því kemur. New York Times segir að repúblikanar í deildinni hafi sagt ályktunina tilgangslausa en að þeir hafi ekki viljað greiða atkvæði gegn henni. Þannig var ályktunin samþykkt með 420 atkvæðum gegn engu. Hún felur í sér að ráðuneytið veiti bæði þinginu og almenningi aðgang að skýrslunni þegar hún verður tilbúin. Ályktunin er ekki lagalega bindandi fyrir dómsmálaráðherrann. Ólíklegt er talið að sambærileg ályktun verði borin upp í öldungadeildinni þar sem repúblikanar fara með meirihluta. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Þingmenn beggja flokka í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddu atkvæði með því að krefjast þess af dómsmálaráðuneytinu að það birti skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, í dag. Talið er að rannsókn Mueller, sem hann tók við í maí árið 2017, ljúki á næstu vikum. Politico greindi frá því í dag að einn nánasti samstarfsmaður hans, saksóknarinnar Andrew Weissman, láti brátt af störfum fyrir embættið. Það sé til marks um að rannsóknin sé á lokametrunum. Samkvæmt lögum um sérstaka rannsakendur á Mueller að skila dómsmálaráðuneytinu trúnaðarskýrslu um rannsóknina og þær ákvarðanir sem hann tók, bæði um hvers vegna ákveðið var að ákæra tiltekna einstaklinga og hvers vegna aðrir voru ekki ákærðir. Það er hins vegar í höndum dómsmálaráðherrans hvort skýrslan verður gerð opinber að hluta eða í heild. Trump forseti skipaði nýlega William Barr sem dómsmálaráðherra. Hann hefur sagst ætla að vera eins gegnsær með rannsóknina og lög leyfa honum. Mögulegt er því að hann myndi ekki birta skýrsluna í heild, meðal annars vegna persónuverndarsjónarmiða þeirra sem ekki voru ákærðir en voru rannsakaðir. Atkvæðagreiðslan í fulltrúadeildinni í dag er talin tilraun demókrata, sem eru með meirihluta í deildinni, til þess að setja þrýsting á ráðherrann um að birta skýrsluna þegar að því kemur. New York Times segir að repúblikanar í deildinni hafi sagt ályktunina tilgangslausa en að þeir hafi ekki viljað greiða atkvæði gegn henni. Þannig var ályktunin samþykkt með 420 atkvæðum gegn engu. Hún felur í sér að ráðuneytið veiti bæði þinginu og almenningi aðgang að skýrslunni þegar hún verður tilbúin. Ályktunin er ekki lagalega bindandi fyrir dómsmálaráðherrann. Ólíklegt er talið að sambærileg ályktun verði borin upp í öldungadeildinni þar sem repúblikanar fara með meirihluta.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira