Risaákvörðun hjá Risunum í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2019 09:30 Odell Beckham Jr. Getty/Mitchell Leff NFL-liðið New York Giants ákvað í nótt að skipta frá sér stærstu stjörnu félagsins og það er óhætt að segja að þar hafi verið á ferðinni risaákvörðun hjá New York félaginu. Risarnir frá New York tóku þá risaákvörðun að senda Odell Beckham yngri til Cleveland Browns í skiptum fyrir tvo valrétti og varnarmanninn Jabrill Pepper. Útherjinn Odell Beckham Jr. hefur verið stærsta stjarna New York Giants undanfarin ár og skiptin koma mikið á óvart því kappinn skrifaði undir nýjan fimm ára og 95 milljón dollara samning á síðasta ári. Hann sló algjörlega í gegn þegar hann greip sendingu með annarri hendi í leik með New York Giants og hefur síðan margoft sýnt og sannað að hann er í hópi þeirra allra bestu í NFL-deildinni. Beckham var duglegur að gagnrýna það sem var í gangi hjá félaginu og eigandinn var greinilega búinn að fá nóg af honum. Hæfileikarnir eru vissulega til staðar en það fylgir þeim líka mikill aukafarangur því Beckham er vanur að koma sér á forsíður blaðanna. Odell Beckham Jr. er enn bara 26 ára gamall og á því mörg af sínum bestu árum eftir. Hann mun styrkja Cleveland Browns liðið mikið. Beckham var þriðji besti útherji NFL-deildarinnar tölfræðilega með 77 gripna bolta fyrir 1052 jarda og sex snertimörk. Beckham skoraði alls 44 snertimörk í 59 leikjum með New York Giants. Nýliðavalið fer fram 26. apríl næstkomandi. New York Giants fékk valrétti í fyrstu og þriðju umferð frá Cleveland Browns. NFL Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Sjá meira
NFL-liðið New York Giants ákvað í nótt að skipta frá sér stærstu stjörnu félagsins og það er óhætt að segja að þar hafi verið á ferðinni risaákvörðun hjá New York félaginu. Risarnir frá New York tóku þá risaákvörðun að senda Odell Beckham yngri til Cleveland Browns í skiptum fyrir tvo valrétti og varnarmanninn Jabrill Pepper. Útherjinn Odell Beckham Jr. hefur verið stærsta stjarna New York Giants undanfarin ár og skiptin koma mikið á óvart því kappinn skrifaði undir nýjan fimm ára og 95 milljón dollara samning á síðasta ári. Hann sló algjörlega í gegn þegar hann greip sendingu með annarri hendi í leik með New York Giants og hefur síðan margoft sýnt og sannað að hann er í hópi þeirra allra bestu í NFL-deildinni. Beckham var duglegur að gagnrýna það sem var í gangi hjá félaginu og eigandinn var greinilega búinn að fá nóg af honum. Hæfileikarnir eru vissulega til staðar en það fylgir þeim líka mikill aukafarangur því Beckham er vanur að koma sér á forsíður blaðanna. Odell Beckham Jr. er enn bara 26 ára gamall og á því mörg af sínum bestu árum eftir. Hann mun styrkja Cleveland Browns liðið mikið. Beckham var þriðji besti útherji NFL-deildarinnar tölfræðilega með 77 gripna bolta fyrir 1052 jarda og sex snertimörk. Beckham skoraði alls 44 snertimörk í 59 leikjum með New York Giants. Nýliðavalið fer fram 26. apríl næstkomandi. New York Giants fékk valrétti í fyrstu og þriðju umferð frá Cleveland Browns.
NFL Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Sjá meira