Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2019 14:43 TF-ICE vél Icelandair af gerðinni Boeing 737 MAX 8. Fréttablaðið/Anton Brink Icelandair Group hefur ákveðið að taka allar Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Í tilkynningu segir að Icelandair fylgist náið með þróun mála og vinni áfram með flugmálayfirvöldum á Íslandi, í Evrópu og Bandaríkjunum varðandi næstu skref. Félagið gerir ekki ráð fyrir að kyrrsetningin hafi veruleg áhrif á rekstur félagsins. „Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir, þá öryggisferla sem félagið fylgir, sem og þjálfun áhafna þess, telur félagið vélarnar öruggar. Til skamms tíma mun þessi ráðstöfun hafa óveruleg áhrif á rekstur félagsins þar sem aðeins er um 3 vélar að ræða af 33 farþegavélum í flota félagsins og því hefur félagið svigrúm til að bregðast við á næstu vikum,“ segir í tilkynningu. Icelandair pantaði alls sextán flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX en aðeins þrjár höfðu verið teknar í notkun. Bresk flugmálayfirvöld bönnuðu Boeing 737 MAX-vélarnar í sinni lofthelgi í dag og hefur norska flugfélagið Norwegian Air einnig kyrrsett sínar vélar. Ákvörðun um kyrrsetningu í Bretlandi, Noregi og nú á Íslandi kemur í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu þar sem vél Ethiopian Airlines, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX 8, hrapaði skömmu eftir flugtak. Alls fórust 157 manns í slysinu. Þetta var annað mannskæða flugslysið á innan við fimm mánuðum þar sem umrædd flugvélagerð kemur við sögu, en 189 manns fórust þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhafi í október, einnig skömmu eftir flugtak.Fréttin hefur verið uppfærð. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Rúm 40 prósent allra 737 Max verið kyrrsettar Ástralir, Singapúrar og stærðarinnar flugfélög í Brasilíu og Mexikó hafa öll kyrrsett vélar af gerðinni Boeing 737 Max 8. 12. mars 2019 11:15 Icelandair með áætlun komi til kyrrsetningar Farþegar sem eiga bókað flug hjá Icelandair spyrjast fyrir um Boeing 737 Max 8 vélarnar. Tvær vélar hafa hrapað frá því í lok október. 12. mars 2019 07:00 Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Sjá meira
Icelandair Group hefur ákveðið að taka allar Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Í tilkynningu segir að Icelandair fylgist náið með þróun mála og vinni áfram með flugmálayfirvöldum á Íslandi, í Evrópu og Bandaríkjunum varðandi næstu skref. Félagið gerir ekki ráð fyrir að kyrrsetningin hafi veruleg áhrif á rekstur félagsins. „Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir, þá öryggisferla sem félagið fylgir, sem og þjálfun áhafna þess, telur félagið vélarnar öruggar. Til skamms tíma mun þessi ráðstöfun hafa óveruleg áhrif á rekstur félagsins þar sem aðeins er um 3 vélar að ræða af 33 farþegavélum í flota félagsins og því hefur félagið svigrúm til að bregðast við á næstu vikum,“ segir í tilkynningu. Icelandair pantaði alls sextán flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX en aðeins þrjár höfðu verið teknar í notkun. Bresk flugmálayfirvöld bönnuðu Boeing 737 MAX-vélarnar í sinni lofthelgi í dag og hefur norska flugfélagið Norwegian Air einnig kyrrsett sínar vélar. Ákvörðun um kyrrsetningu í Bretlandi, Noregi og nú á Íslandi kemur í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu þar sem vél Ethiopian Airlines, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX 8, hrapaði skömmu eftir flugtak. Alls fórust 157 manns í slysinu. Þetta var annað mannskæða flugslysið á innan við fimm mánuðum þar sem umrædd flugvélagerð kemur við sögu, en 189 manns fórust þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhafi í október, einnig skömmu eftir flugtak.Fréttin hefur verið uppfærð.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Rúm 40 prósent allra 737 Max verið kyrrsettar Ástralir, Singapúrar og stærðarinnar flugfélög í Brasilíu og Mexikó hafa öll kyrrsett vélar af gerðinni Boeing 737 Max 8. 12. mars 2019 11:15 Icelandair með áætlun komi til kyrrsetningar Farþegar sem eiga bókað flug hjá Icelandair spyrjast fyrir um Boeing 737 Max 8 vélarnar. Tvær vélar hafa hrapað frá því í lok október. 12. mars 2019 07:00 Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Sjá meira
Rúm 40 prósent allra 737 Max verið kyrrsettar Ástralir, Singapúrar og stærðarinnar flugfélög í Brasilíu og Mexikó hafa öll kyrrsett vélar af gerðinni Boeing 737 Max 8. 12. mars 2019 11:15
Icelandair með áætlun komi til kyrrsetningar Farþegar sem eiga bókað flug hjá Icelandair spyrjast fyrir um Boeing 737 Max 8 vélarnar. Tvær vélar hafa hrapað frá því í lok október. 12. mars 2019 07:00
Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43