Icelandair með áætlun komi til kyrrsetningar Ari Brynjólfsson skrifar 12. mars 2019 07:00 TF-ICE vél Icelandair af gerðinni Boeing 737 MAX 8. Fréttablaðið/Anton Brink Icelandair er með tilbúna aðgerðaáætlun ef flugmálayfirvöld ákveða að kyrrsetja Boeing 737 Max 8 vélar flugfélagsins. Á tæplega fjórum og hálfum mánuði hafa tvær slíkar þotur hrapað stuttu eftir flugtak, önnur í Indónesíu í fyrra og hin í Eþíópíu í fyrradag. Flugmálayfirvöld í tveimur löndum hafa kyrrsett vélar hjá alls á annan tug flugfélaga. Mörg flugfélög munu þó halda áfram að nota sínar vélar, þar á meðal American Airlines, Southwest og Icelandair. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, á ekki von á því að vélarnar þrjár verði kyrrsettar en það verði þungt fyrir flugfélagið ef til þess kemur. „Við höfum fengið ýmsar fyrirspurnir frá farþegum um þetta atvik. Fólk er að spyrja um vélartegundir,“ segir Jens. Hann þekkir ekki dæmi þess að farþegar hafi afbókað flug. Ekki er búið að ákveða hvort þrjár vélar Icelandair verði kyrrsettar. „Við þurfum að vera með áætlun fyrir allt sem getur gerst,“ segir Jens. Hann gat ekki svarað í hverju áætlunin felst, hvort notast verði við aðrar vélar eða flug felld niður. „Það yrði auðvitað þungt fyrir okkur ef vélarnar verða kyrrsettar. Við vonumst bara til þess, og erum ágætlega bjartsýn, að svo verði ekki. Við vinnum út frá því.“ Málið hefur verið rætt hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna. „Við teljum okkur ekki hafa nógu miklar forsendur til að gefa neitt út. Það liggur ekkert fyrir,“ segir Lára Sif Christiansen, framkvæmdastjóri FÍA. 737 Max 8 vélarnar eru nýjar, fyrsta vélin var afhent árið 2017. Alls er búið að afhenda 350 vélar en nú hafa um 100 þeirra verið kyrrsettar. Um helgina hrapaði vél Ethiopian Airlines sex mínútum eftir flugtak, allir 157 um borð fórust. Vél indónesíska flugfélagsins Lion Air hrapaði á svipaðan máta í október í fyrra. Vélin hrapaði í Jövuhaf tólf mínútum eftir flugtak, 189 létu lífið. Niðurstöður rannsakenda hafa ekki verið gerðar opinberar en talið er að hreyflarnir hafi enn verið í gangi þegar vélin skall í hafið. Veður og skyggni var gott. Farþegar sem voru um borð í næstsíðasta flugi vélarinnar sögðu að þeir hefðu fundið lykt af brenndu gúmmíi ásamt því að vélin átti í erfiðleikum með að halda flughæð. Vél norska flugfélagsins Norwegian nauðlenti í Íran á leið frá Dúbaí til Óslóar 14. desember síðastliðinn eftir að bilun kom upp í hreyfli. Flugfélagið mun ekki kyrrsetja sínar 18 vélar að svo stöddu. Jens segir að Icelandair sé í stöðugu sambandi við Boeing, líka vegna þessa máls. Hann segir það ekki liggja fyrir hvert vélarnar fljúgi á næstunni. „Þeim er raðað svolítið niður eftir hentisemi. Það liggur ekki fyrir. Það kemur fram í bókunum fólks hver vélartegundin er.“ Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Farþegar Icelandair hringja inn vegna slyssins Þrjár slíkar þotur eru í íslenska flugflotanum og segir framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair ekkert benda til þess að Icelandair muni kyrrsetja sínar vélar. 11. mars 2019 14:51 Icelandair segir nýjar vélar sínar öruggar þrátt fyrir tvö mannskæð flugslys véla af sömu gerð Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Boeing 737-MAX 8 flugvélar Icelandair verði kyrrsettar eftir hörmulegt flugslys flugvélar sömu gerðar í Eþíópíu í gær. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir vélarnar öruggar. 11. mars 2019 21:10 Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Icelandair er með tilbúna aðgerðaáætlun ef flugmálayfirvöld ákveða að kyrrsetja Boeing 737 Max 8 vélar flugfélagsins. Á tæplega fjórum og hálfum mánuði hafa tvær slíkar þotur hrapað stuttu eftir flugtak, önnur í Indónesíu í fyrra og hin í Eþíópíu í fyrradag. Flugmálayfirvöld í tveimur löndum hafa kyrrsett vélar hjá alls á annan tug flugfélaga. Mörg flugfélög munu þó halda áfram að nota sínar vélar, þar á meðal American Airlines, Southwest og Icelandair. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, á ekki von á því að vélarnar þrjár verði kyrrsettar en það verði þungt fyrir flugfélagið ef til þess kemur. „Við höfum fengið ýmsar fyrirspurnir frá farþegum um þetta atvik. Fólk er að spyrja um vélartegundir,“ segir Jens. Hann þekkir ekki dæmi þess að farþegar hafi afbókað flug. Ekki er búið að ákveða hvort þrjár vélar Icelandair verði kyrrsettar. „Við þurfum að vera með áætlun fyrir allt sem getur gerst,“ segir Jens. Hann gat ekki svarað í hverju áætlunin felst, hvort notast verði við aðrar vélar eða flug felld niður. „Það yrði auðvitað þungt fyrir okkur ef vélarnar verða kyrrsettar. Við vonumst bara til þess, og erum ágætlega bjartsýn, að svo verði ekki. Við vinnum út frá því.“ Málið hefur verið rætt hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna. „Við teljum okkur ekki hafa nógu miklar forsendur til að gefa neitt út. Það liggur ekkert fyrir,“ segir Lára Sif Christiansen, framkvæmdastjóri FÍA. 737 Max 8 vélarnar eru nýjar, fyrsta vélin var afhent árið 2017. Alls er búið að afhenda 350 vélar en nú hafa um 100 þeirra verið kyrrsettar. Um helgina hrapaði vél Ethiopian Airlines sex mínútum eftir flugtak, allir 157 um borð fórust. Vél indónesíska flugfélagsins Lion Air hrapaði á svipaðan máta í október í fyrra. Vélin hrapaði í Jövuhaf tólf mínútum eftir flugtak, 189 létu lífið. Niðurstöður rannsakenda hafa ekki verið gerðar opinberar en talið er að hreyflarnir hafi enn verið í gangi þegar vélin skall í hafið. Veður og skyggni var gott. Farþegar sem voru um borð í næstsíðasta flugi vélarinnar sögðu að þeir hefðu fundið lykt af brenndu gúmmíi ásamt því að vélin átti í erfiðleikum með að halda flughæð. Vél norska flugfélagsins Norwegian nauðlenti í Íran á leið frá Dúbaí til Óslóar 14. desember síðastliðinn eftir að bilun kom upp í hreyfli. Flugfélagið mun ekki kyrrsetja sínar 18 vélar að svo stöddu. Jens segir að Icelandair sé í stöðugu sambandi við Boeing, líka vegna þessa máls. Hann segir það ekki liggja fyrir hvert vélarnar fljúgi á næstunni. „Þeim er raðað svolítið niður eftir hentisemi. Það liggur ekki fyrir. Það kemur fram í bókunum fólks hver vélartegundin er.“
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Farþegar Icelandair hringja inn vegna slyssins Þrjár slíkar þotur eru í íslenska flugflotanum og segir framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair ekkert benda til þess að Icelandair muni kyrrsetja sínar vélar. 11. mars 2019 14:51 Icelandair segir nýjar vélar sínar öruggar þrátt fyrir tvö mannskæð flugslys véla af sömu gerð Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Boeing 737-MAX 8 flugvélar Icelandair verði kyrrsettar eftir hörmulegt flugslys flugvélar sömu gerðar í Eþíópíu í gær. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir vélarnar öruggar. 11. mars 2019 21:10 Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Farþegar Icelandair hringja inn vegna slyssins Þrjár slíkar þotur eru í íslenska flugflotanum og segir framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair ekkert benda til þess að Icelandair muni kyrrsetja sínar vélar. 11. mars 2019 14:51
Icelandair segir nýjar vélar sínar öruggar þrátt fyrir tvö mannskæð flugslys véla af sömu gerð Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Boeing 737-MAX 8 flugvélar Icelandair verði kyrrsettar eftir hörmulegt flugslys flugvélar sömu gerðar í Eþíópíu í gær. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir vélarnar öruggar. 11. mars 2019 21:10
Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15