Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2019 13:19 Frá kröfugöngu hægriöfgamanna í Þýskalandi árið 2017. Stuðningsmenn Pegida-samtakanna veifa fána með tákn þjóðernishreyfingar hvíts fólks sem hefur dreift úr sér um Evrópu. Vísir/EPA Austurrísk stjórnvöld íhuga nú að banna starfsemi þarlends hægriöfgahóps eftir að í ljós kom að ástralskur karlmaður sem myrti tugi manna í tveimur moskum í Christchuch á Nýja-Sjálandi gaf leiðtoga hópsins fé. Saksóknarar í Austurríki hafa staðfest að 28 ára gamall karlmaður sem er grunaður um að hafa skotið fimmtíu manns til bana í Christchurch hafi gefið Martin Sellner, leiðtoga Þjóðernishreyfingar Austurríkis (Identitarian Movement (IBÖ)), 1.500 evrur, jafnvirði rúmlega 200.000 króna. Einnig hefur verið staðfest að ástralski morðinginn heimsótti Austurríki í nóvember. Sellner staðfestir að hann hafi fengið framlagið en hafnar því að hann tengist morðingjanum á nokkurn hátt. IBÖ eru hægriöfgasamtök sem eru andsnúin fjölmenningu og segjast „verja“ hvíta Evrópubúa fyrir innflytjendum frá Afríku og Miðausturlöndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hreyfingin hefur skotið rótum í nokkrum Evrópulöndum. Áhangendur hennar leigðu meðal annars skip til að reyna að stöðva för farandfólks yfir Miðjarðarhaf frá Líbíu árið 2017. Aðhyllast þeir rakalausa samsæriskenningu um að innflytjendur muni ryðja hvítu fólki úr vegi á Vesturlöndum og gera að minnihluta. Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, segir að yfirvöld rannsaki nú hvort að IBÖ teljist vera hryðjuverkasamtök. Leiði rannsókn það í ljós komi til greina að leysa samtökin upp. Sellner segir að lögreglumenn hafi gert húsleit í íbúð hans í Vín á mánudag og lagt hald á síma hans, tölvu og fleiri raftæki. Austurríki Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Moskan opnuð á ný Al-Noor moskan í Cristchurch, vettvangur mannskæðasta hryðjuverks í sögu Nýja-Sjálands, var opnuð á ný í nótt 23. mars 2019 08:53 Fyrirskipar sjálfstæða rannsókn á hryðjuverkaárásinni Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd til að rýna í hryðjuverkaárásina í borginni Christchurch föstudaginn 15. mars. 25. mars 2019 12:28 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Austurrísk stjórnvöld íhuga nú að banna starfsemi þarlends hægriöfgahóps eftir að í ljós kom að ástralskur karlmaður sem myrti tugi manna í tveimur moskum í Christchuch á Nýja-Sjálandi gaf leiðtoga hópsins fé. Saksóknarar í Austurríki hafa staðfest að 28 ára gamall karlmaður sem er grunaður um að hafa skotið fimmtíu manns til bana í Christchurch hafi gefið Martin Sellner, leiðtoga Þjóðernishreyfingar Austurríkis (Identitarian Movement (IBÖ)), 1.500 evrur, jafnvirði rúmlega 200.000 króna. Einnig hefur verið staðfest að ástralski morðinginn heimsótti Austurríki í nóvember. Sellner staðfestir að hann hafi fengið framlagið en hafnar því að hann tengist morðingjanum á nokkurn hátt. IBÖ eru hægriöfgasamtök sem eru andsnúin fjölmenningu og segjast „verja“ hvíta Evrópubúa fyrir innflytjendum frá Afríku og Miðausturlöndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hreyfingin hefur skotið rótum í nokkrum Evrópulöndum. Áhangendur hennar leigðu meðal annars skip til að reyna að stöðva för farandfólks yfir Miðjarðarhaf frá Líbíu árið 2017. Aðhyllast þeir rakalausa samsæriskenningu um að innflytjendur muni ryðja hvítu fólki úr vegi á Vesturlöndum og gera að minnihluta. Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, segir að yfirvöld rannsaki nú hvort að IBÖ teljist vera hryðjuverkasamtök. Leiði rannsókn það í ljós komi til greina að leysa samtökin upp. Sellner segir að lögreglumenn hafi gert húsleit í íbúð hans í Vín á mánudag og lagt hald á síma hans, tölvu og fleiri raftæki.
Austurríki Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Moskan opnuð á ný Al-Noor moskan í Cristchurch, vettvangur mannskæðasta hryðjuverks í sögu Nýja-Sjálands, var opnuð á ný í nótt 23. mars 2019 08:53 Fyrirskipar sjálfstæða rannsókn á hryðjuverkaárásinni Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd til að rýna í hryðjuverkaárásina í borginni Christchurch föstudaginn 15. mars. 25. mars 2019 12:28 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Moskan opnuð á ný Al-Noor moskan í Cristchurch, vettvangur mannskæðasta hryðjuverks í sögu Nýja-Sjálands, var opnuð á ný í nótt 23. mars 2019 08:53
Fyrirskipar sjálfstæða rannsókn á hryðjuverkaárásinni Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd til að rýna í hryðjuverkaárásina í borginni Christchurch föstudaginn 15. mars. 25. mars 2019 12:28
Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46