Rautt á öllum tölum og krónan veikist Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. mars 2019 10:22 Kauphöllin á Laugavegi. fréttablaðið/anton brink Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. Nánast öll félög hafa lækkað, flest á bilinu 1 til 3 prósent, en hrap Icelandair er þó ívið meira. Í fyrstu viðskiptum dagsins nam lækkunin næstum 7 prósentum en er rúm 4,4 prósent sem stendur. Þá hafa hlutabréf í Arion banka, viðskiptabanka WOW air, lækkað um tæp 2,5 prósent. Að sama skapi hefur krónan veikst gegn öllum helstu viðskiptamyntum í morgun. Veikingin er þó innan við eitt prósent í flestum tilfellum, að frátaldri veikingu gagnvart sænsku og norsku krónunnar þar sem hún er um 1,3 prósent. Ætla má að margvíslegar ástæður séu fyrir þessari þróun mála. Til að mynda kom neikvætt hljóð í markaði fyrir helgi af ótta við að hægja muni á vexti bandarísks efnahagslífs. Asíumarkaðir lækkuðu til að mynda skarpt við opnun og gert er ráð fyrir að svipað gæti verið upp á teningnum þegar markaðir opna vestanhafs. Tíðindi helgarinnar af WOW air verða að sama skapi að teljast örlagavaldar. Framtíð félagsins er í lausu lofti eftir að Icelandair ákvað að slíta viðræðum sínum um aðkomu að rekstri félagsins. Fjárhagsstaðan væri einfaldlega of slæm. Skúli Mogensen, stofnandi WOW, reynir nú hvað hann getur til að halda lífi í flugfélaginu. Fá, áreiðanleg svör eru þó á takteinum og því ríkir enn töluverð óvissa um stöðu mála, með tilheyrandi skjálfta í íslensku efnahagslífi. Icelandair Íslenska krónan WOW Air Tengdar fréttir Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Sjá meira
Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. Nánast öll félög hafa lækkað, flest á bilinu 1 til 3 prósent, en hrap Icelandair er þó ívið meira. Í fyrstu viðskiptum dagsins nam lækkunin næstum 7 prósentum en er rúm 4,4 prósent sem stendur. Þá hafa hlutabréf í Arion banka, viðskiptabanka WOW air, lækkað um tæp 2,5 prósent. Að sama skapi hefur krónan veikst gegn öllum helstu viðskiptamyntum í morgun. Veikingin er þó innan við eitt prósent í flestum tilfellum, að frátaldri veikingu gagnvart sænsku og norsku krónunnar þar sem hún er um 1,3 prósent. Ætla má að margvíslegar ástæður séu fyrir þessari þróun mála. Til að mynda kom neikvætt hljóð í markaði fyrir helgi af ótta við að hægja muni á vexti bandarísks efnahagslífs. Asíumarkaðir lækkuðu til að mynda skarpt við opnun og gert er ráð fyrir að svipað gæti verið upp á teningnum þegar markaðir opna vestanhafs. Tíðindi helgarinnar af WOW air verða að sama skapi að teljast örlagavaldar. Framtíð félagsins er í lausu lofti eftir að Icelandair ákvað að slíta viðræðum sínum um aðkomu að rekstri félagsins. Fjárhagsstaðan væri einfaldlega of slæm. Skúli Mogensen, stofnandi WOW, reynir nú hvað hann getur til að halda lífi í flugfélaginu. Fá, áreiðanleg svör eru þó á takteinum og því ríkir enn töluverð óvissa um stöðu mála, með tilheyrandi skjálfta í íslensku efnahagslífi.
Icelandair Íslenska krónan WOW Air Tengdar fréttir Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Sjá meira
Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35
Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45
Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00