Vísindamenn varpa ljósi á tilurð Ryugu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. mars 2019 09:00 Yuichi Tsuda. frá JAXA, sýndi blaðamönnum mynd af lendingarstað Hayabusa2 á Ryugu. Vísir/AP Rannsóknir á skraufaþurri og grýttu yfirborði smástirnisins Ryugu hafa veitt vísindamönnum einstakt tækifæri til að lýsa aðstæðum í árdaga sólkerfisins. Leiðangurinn til Ryugu nær hámarki árið 2020 þegar sýni úr smástirninu skilar sér til Jarðar Rúmlega fjögur ár eru nsíðan geimfarinu Hayabusa2 var skotið á loft frá geimferðahöfninni í Tangeshima í suðvesturhlutahluta Japans. Förinni var heitið að smástirninu Ryugu en markmið verkefnisins var að kanna eiginleika smástirnisins.Hayabusa2 komst í návígi við Ryugu í júní á síðasta ári og í desember 2019 mun það haldaaftur heim til Jarðar með sýnishorn af smástirninu um borð. Í millitíðinni hafa japanskir vísindamenn hafið ítarlegar vísindarannsóknir á smástirninu og fyrstu niðurstöður þeirra liggja loks fyrir.Grafík/FréttablaðiðVísindamennirnir birtu niðurstöður sínar í þremur vísindagreinum í vísindaritinu Science fyrr í vikunni. Greinarnar veita hver um sig einstaka innsýn í samsetningu, tilurð og framtíð smástirnisins. Á meðal þess sem vísindamennirnir vita nú er að Ryugu er ekki heilsteyptberg, þvert á móti má lýsa smástirninu sem kílómetrabreiðri hrúgu af skraufaþurrum grjótmulningi. Raunar er það svo að 50 prósent af rúmmáli Ryugu eru tómarúm. Frá því í júní á síðasta ári hefur Hayabusa2 verið á sporbraut umsmástirnið og safnað gríðarlegu magni upplýsinga sem það sendir til Jarðar. Geimfarið hefur jafnframt gert nokkrar athuganir á yfirborði þess en til stendur að lenda stuttlega á smástirninu og safna sýnum af jarðvegsþekju þess. „Fljótlega eftir að Hayabusa2 kom að Ryugu hófum við vísindavinnunna og gerðum um leið nokkrar stórkostlegar uppgötvanir, “ segir Seiji Sugita, prófessor í reikistjörnufræði við háskólann í Tókýó. „Fyrst og fremst ber að nefna það sem snertir vatnsmagn Ryugu, eða algjöran skort á því öllu heldur. Ryugu af afar þurr staður. Smástirnið er jafnframt nokkuð ungt, kannski 100 milljón ára, og það gefur til kynna að það eigi því rætur að rekja til aðstæðna sem voru gjörsneyddar vatni.“ Jafnframt hefur litrófsriti um borð í Hayabusa2 rýnt í efnasamsetningu Ryugu. Þær niðurstöður gefa sterklega til kynna að smástirnið sé fyrst og fremst samsett úr kolefni. Með þessar upplýsingar um samsetningu Ryugu hefur vísindamönnunum tekist að rekja uppruna smástirnisins. Lítil smástirni, eins og Ryugu, eru talin hafa myndast þegar stærri smástirni eða reikistjörnur sundruðust í meiriháttar hamförum. Agnirnar sem myndast í hamförum sem þessum renna síðan saman yfir langan tíma. Japönsku vísindamennirnir undir strika mikilvægi þess að vatn sé ekki að finna á Ryugu. Þetta er mikilvægt vegna þess að allt vatn á Jörðinni kom frá smástirnum, halastjörnum og geimþokunni og rykskýinu sem síðar urðu að Sólinni. Þannig kallar tilvist þurra smástirna á endurskoðun á efnasamsetningu sólkerfisins þegar það var að myndast. „Þetta hefur víðtækar skírskotanir þegar kemur að leitinni að lífi handan Jarðarinnar,“ segir Sugita. „Það eru til óteljandi sólkerfi og leitin að lífi þarfnast skýrari veg vísa. Okkar niðurstöður munu hjálpa öðrum vísindamönnum að finna sólkerfi sem mögulega gætu verið lífvænleg.“ Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Lentu vélmennum á smástirni Japanska geimferðastofnunin JAXA, tilkynnti í dag að vélmenni þeirra hafi lent á smástirninu Ryugu. Þar munu þau safna sýnum og bera þau að lokum aftur heim til jarðar. 23. september 2018 18:55 Klettótt auðn á yfirborði smástirnisins Ryugu Könnunarförin lentu á Ryugu í síðustu viku eftir þriggja og hálfs árs ferðalag. 28. september 2018 06:30 Japanskt geimfar skaut smástirni Smástirnið Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. 22. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Rannsóknir á skraufaþurri og grýttu yfirborði smástirnisins Ryugu hafa veitt vísindamönnum einstakt tækifæri til að lýsa aðstæðum í árdaga sólkerfisins. Leiðangurinn til Ryugu nær hámarki árið 2020 þegar sýni úr smástirninu skilar sér til Jarðar Rúmlega fjögur ár eru nsíðan geimfarinu Hayabusa2 var skotið á loft frá geimferðahöfninni í Tangeshima í suðvesturhlutahluta Japans. Förinni var heitið að smástirninu Ryugu en markmið verkefnisins var að kanna eiginleika smástirnisins.Hayabusa2 komst í návígi við Ryugu í júní á síðasta ári og í desember 2019 mun það haldaaftur heim til Jarðar með sýnishorn af smástirninu um borð. Í millitíðinni hafa japanskir vísindamenn hafið ítarlegar vísindarannsóknir á smástirninu og fyrstu niðurstöður þeirra liggja loks fyrir.Grafík/FréttablaðiðVísindamennirnir birtu niðurstöður sínar í þremur vísindagreinum í vísindaritinu Science fyrr í vikunni. Greinarnar veita hver um sig einstaka innsýn í samsetningu, tilurð og framtíð smástirnisins. Á meðal þess sem vísindamennirnir vita nú er að Ryugu er ekki heilsteyptberg, þvert á móti má lýsa smástirninu sem kílómetrabreiðri hrúgu af skraufaþurrum grjótmulningi. Raunar er það svo að 50 prósent af rúmmáli Ryugu eru tómarúm. Frá því í júní á síðasta ári hefur Hayabusa2 verið á sporbraut umsmástirnið og safnað gríðarlegu magni upplýsinga sem það sendir til Jarðar. Geimfarið hefur jafnframt gert nokkrar athuganir á yfirborði þess en til stendur að lenda stuttlega á smástirninu og safna sýnum af jarðvegsþekju þess. „Fljótlega eftir að Hayabusa2 kom að Ryugu hófum við vísindavinnunna og gerðum um leið nokkrar stórkostlegar uppgötvanir, “ segir Seiji Sugita, prófessor í reikistjörnufræði við háskólann í Tókýó. „Fyrst og fremst ber að nefna það sem snertir vatnsmagn Ryugu, eða algjöran skort á því öllu heldur. Ryugu af afar þurr staður. Smástirnið er jafnframt nokkuð ungt, kannski 100 milljón ára, og það gefur til kynna að það eigi því rætur að rekja til aðstæðna sem voru gjörsneyddar vatni.“ Jafnframt hefur litrófsriti um borð í Hayabusa2 rýnt í efnasamsetningu Ryugu. Þær niðurstöður gefa sterklega til kynna að smástirnið sé fyrst og fremst samsett úr kolefni. Með þessar upplýsingar um samsetningu Ryugu hefur vísindamönnunum tekist að rekja uppruna smástirnisins. Lítil smástirni, eins og Ryugu, eru talin hafa myndast þegar stærri smástirni eða reikistjörnur sundruðust í meiriháttar hamförum. Agnirnar sem myndast í hamförum sem þessum renna síðan saman yfir langan tíma. Japönsku vísindamennirnir undir strika mikilvægi þess að vatn sé ekki að finna á Ryugu. Þetta er mikilvægt vegna þess að allt vatn á Jörðinni kom frá smástirnum, halastjörnum og geimþokunni og rykskýinu sem síðar urðu að Sólinni. Þannig kallar tilvist þurra smástirna á endurskoðun á efnasamsetningu sólkerfisins þegar það var að myndast. „Þetta hefur víðtækar skírskotanir þegar kemur að leitinni að lífi handan Jarðarinnar,“ segir Sugita. „Það eru til óteljandi sólkerfi og leitin að lífi þarfnast skýrari veg vísa. Okkar niðurstöður munu hjálpa öðrum vísindamönnum að finna sólkerfi sem mögulega gætu verið lífvænleg.“
Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Lentu vélmennum á smástirni Japanska geimferðastofnunin JAXA, tilkynnti í dag að vélmenni þeirra hafi lent á smástirninu Ryugu. Þar munu þau safna sýnum og bera þau að lokum aftur heim til jarðar. 23. september 2018 18:55 Klettótt auðn á yfirborði smástirnisins Ryugu Könnunarförin lentu á Ryugu í síðustu viku eftir þriggja og hálfs árs ferðalag. 28. september 2018 06:30 Japanskt geimfar skaut smástirni Smástirnið Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. 22. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Lentu vélmennum á smástirni Japanska geimferðastofnunin JAXA, tilkynnti í dag að vélmenni þeirra hafi lent á smástirninu Ryugu. Þar munu þau safna sýnum og bera þau að lokum aftur heim til jarðar. 23. september 2018 18:55
Klettótt auðn á yfirborði smástirnisins Ryugu Könnunarförin lentu á Ryugu í síðustu viku eftir þriggja og hálfs árs ferðalag. 28. september 2018 06:30
Japanskt geimfar skaut smástirni Smástirnið Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. 22. febrúar 2019 11:30