Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2019 08:22 Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air. Vísir/Egill „Ég les það út úr þessum aðstæðum að staða WOW hefur versnað frá því Icelandair gekk frá borðinu en staða Icelandair hefur sömuleiðis versnað vegna MAX-vélanna,“ segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird og fyrrverandi framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, um viðræður íslensku flugfélaganna tveggja sem ganga út á að Icelandair hafi aðkomu að rekstri WOW Air. Steinn Logi segir auðsýnt að Airbus-vélar WOW Air gætu nýst við að leysa úr vandanum sem Icelandair stendur frammi fyrir eftir að Boeing 737 MAX-vélar voru kyrrsettar. Icelandair er með þrjár slíkar í rekstri og sex til viðbótar væntanlegar í reksturinn. „Rekstur WOW Air skiptir því meira máli í dag,“ segir Steinn Logi og vísar þar til þess í hver munurinn verður á fyrri viðræðum Icelandair og WOW Air sem sigldu í strand undir lok síðasta árs og þeim sem eiga að standa yfir næstu daga.Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird.fbl/ValliSteinn segir mikla hagsmuni undir hjá íslenska ríkinu sem getur þó ekki komið að flugrekstrinum með beinum framlögum út af Evrópureglum. Hann segir það einnig spurning hvort að Icelandair geti einfaldlega keypt eigur úr rekstri WOW air, en þó sé óvíst hvað Icelandair ætli sér að fá út úr þessum viðræðum. Steinn segir að miðað við hversu mikið viðræður WOW Air og bandaríska fjárfestingarsjóðsins Indigo Partners drógust á langinn þá sé hægt að lesa úr því að Indigo hafi reynt að ganga ansi langt að Skúla Mogensen, forstjóra WOW. „Þeir virðast hafa algjörlega ætlað að slíta Skúla og hann fengi ekkert út úr þessu. Auðvitað reynir Skúli allar leiðir, það gera særð ljón. Það er mannlegt og eðlilegt og auðvitað hefur það áhrif,“ segir Skúli. Kröfur Indigo hafi aukist til muna um framlög í WOW ásamt því að reyna að kreista skuldabréfaeigendur WOW air enn frekar.Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli við hlið Boeing 757 í síðasta mánuði. Gert er ráð fyrir níu þotum af MAX-gerð í sumaráætlun félagsins.Mynd/Icelandair.Í tilkynningu frá Icelandair Group um viðræðurnar kom fram að þeim eigi að ljúka fyrir mánudaginn næsta, 25. mars. Steinn segir ljóst að um kapphlaup við tíma sé að ræða fyrir bæði félög. „Og hvað ætla menn að ná samkomulagi um. Ef Icelandair ætlar að kaupa fyrirtækið þá þarf að ná samkomulagi við skuldabréfaeigendur, flugvélaeigendur og stóra lánardrottna, flugvelli og Isavia og fleira. Þetta er kapphlaup við tímann enda setja þeir sér knappan tíma,“ segir Steinn. Í tilkynningu frá Icelandair kom fram að viðræðurnar fara fram í samráði við stjórnvöld og að vísað verði til ákvæða samkeppnislaga um fyrirtæki á fallandi fæti. Steinn segir það liggja í augum uppi miðað við tilkynninguna að staða WOW Air er ekki björt gangi viðræðurnar ekki eftir. Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
„Ég les það út úr þessum aðstæðum að staða WOW hefur versnað frá því Icelandair gekk frá borðinu en staða Icelandair hefur sömuleiðis versnað vegna MAX-vélanna,“ segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird og fyrrverandi framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, um viðræður íslensku flugfélaganna tveggja sem ganga út á að Icelandair hafi aðkomu að rekstri WOW Air. Steinn Logi segir auðsýnt að Airbus-vélar WOW Air gætu nýst við að leysa úr vandanum sem Icelandair stendur frammi fyrir eftir að Boeing 737 MAX-vélar voru kyrrsettar. Icelandair er með þrjár slíkar í rekstri og sex til viðbótar væntanlegar í reksturinn. „Rekstur WOW Air skiptir því meira máli í dag,“ segir Steinn Logi og vísar þar til þess í hver munurinn verður á fyrri viðræðum Icelandair og WOW Air sem sigldu í strand undir lok síðasta árs og þeim sem eiga að standa yfir næstu daga.Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird.fbl/ValliSteinn segir mikla hagsmuni undir hjá íslenska ríkinu sem getur þó ekki komið að flugrekstrinum með beinum framlögum út af Evrópureglum. Hann segir það einnig spurning hvort að Icelandair geti einfaldlega keypt eigur úr rekstri WOW air, en þó sé óvíst hvað Icelandair ætli sér að fá út úr þessum viðræðum. Steinn segir að miðað við hversu mikið viðræður WOW Air og bandaríska fjárfestingarsjóðsins Indigo Partners drógust á langinn þá sé hægt að lesa úr því að Indigo hafi reynt að ganga ansi langt að Skúla Mogensen, forstjóra WOW. „Þeir virðast hafa algjörlega ætlað að slíta Skúla og hann fengi ekkert út úr þessu. Auðvitað reynir Skúli allar leiðir, það gera særð ljón. Það er mannlegt og eðlilegt og auðvitað hefur það áhrif,“ segir Skúli. Kröfur Indigo hafi aukist til muna um framlög í WOW ásamt því að reyna að kreista skuldabréfaeigendur WOW air enn frekar.Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli við hlið Boeing 757 í síðasta mánuði. Gert er ráð fyrir níu þotum af MAX-gerð í sumaráætlun félagsins.Mynd/Icelandair.Í tilkynningu frá Icelandair Group um viðræðurnar kom fram að þeim eigi að ljúka fyrir mánudaginn næsta, 25. mars. Steinn segir ljóst að um kapphlaup við tíma sé að ræða fyrir bæði félög. „Og hvað ætla menn að ná samkomulagi um. Ef Icelandair ætlar að kaupa fyrirtækið þá þarf að ná samkomulagi við skuldabréfaeigendur, flugvélaeigendur og stóra lánardrottna, flugvelli og Isavia og fleira. Þetta er kapphlaup við tímann enda setja þeir sér knappan tíma,“ segir Steinn. Í tilkynningu frá Icelandair kom fram að viðræðurnar fara fram í samráði við stjórnvöld og að vísað verði til ákvæða samkeppnislaga um fyrirtæki á fallandi fæti. Steinn segir það liggja í augum uppi miðað við tilkynninguna að staða WOW Air er ekki björt gangi viðræðurnar ekki eftir.
Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira