Maðurinn sem sendi andstæðingum Trump sprengjur játar sök Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2019 23:03 Sendibíll mannsins fluttur á brott eftir að hann var handtekinn í október. Vísir/Getty Karlmaður sem sendi rörsprengjur til fjölda pólitískra andstæðinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta játaði sök fyrir dómi í New York í dag. Hann gæti átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér þegar refsing hans verður ákvörðuð í september. Barack Obama, fyrrverandi forseti, Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins árið 2016 og George Soros, milljarðamæringur og fjárhagslegur bakhjarl demókrata, voru á meðal þeirra sem Cesar Sayoc sendi sextán tæki sem hann hannaði til að líta út eins og rörasprengjur. Í þeim voru flugeldapúður, áburður, starfræn klukka og vírar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Pakkana sendi maðurinn í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum í október. Sendingarnar voru allar stöðvaðar áður en þær komust í hendur þeirra sem þær voru stílaðar á og engin þeirra sprakk. Hann var handtekinn eftir fjögurra daga leit yfirvalda. Þegar dómari spurði manninn hvort að hann hafi ætlað sér að drepa eða særa viðtakendurna með sprengjum neitaði hann því. Viðurkenndi hann þó að hafa gert sér grein fyrir að mögulegt væri að þær spryngju. „Ég veit að þessar gjörðir voru rangar og mér þykir það gríðarlega leitt,“ sagði maðurinn sem kjökraði eftir að hann lýsti því hvernig hann sendi pakkana. Þegar maðurinn var handtekinn á Flórída bjó hann í hvítum sendiferðabíl sem hann hafði límt fjölda límmiða með skilaboðum til stuðnings Trump forseta og slagorðinu „CNN sýgur“ á hliðinni. Þá voru myndir af andlitum leiðtoga Demókrataflokksins með krosslínum byssusjónauka yfir þeim. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00 Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15 Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. 26. október 2018 17:30 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Karlmaður sem sendi rörsprengjur til fjölda pólitískra andstæðinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta játaði sök fyrir dómi í New York í dag. Hann gæti átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér þegar refsing hans verður ákvörðuð í september. Barack Obama, fyrrverandi forseti, Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins árið 2016 og George Soros, milljarðamæringur og fjárhagslegur bakhjarl demókrata, voru á meðal þeirra sem Cesar Sayoc sendi sextán tæki sem hann hannaði til að líta út eins og rörasprengjur. Í þeim voru flugeldapúður, áburður, starfræn klukka og vírar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Pakkana sendi maðurinn í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum í október. Sendingarnar voru allar stöðvaðar áður en þær komust í hendur þeirra sem þær voru stílaðar á og engin þeirra sprakk. Hann var handtekinn eftir fjögurra daga leit yfirvalda. Þegar dómari spurði manninn hvort að hann hafi ætlað sér að drepa eða særa viðtakendurna með sprengjum neitaði hann því. Viðurkenndi hann þó að hafa gert sér grein fyrir að mögulegt væri að þær spryngju. „Ég veit að þessar gjörðir voru rangar og mér þykir það gríðarlega leitt,“ sagði maðurinn sem kjökraði eftir að hann lýsti því hvernig hann sendi pakkana. Þegar maðurinn var handtekinn á Flórída bjó hann í hvítum sendiferðabíl sem hann hafði límt fjölda límmiða með skilaboðum til stuðnings Trump forseta og slagorðinu „CNN sýgur“ á hliðinni. Þá voru myndir af andlitum leiðtoga Demókrataflokksins með krosslínum byssusjónauka yfir þeim.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00 Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15 Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. 26. október 2018 17:30 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00
Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15
Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. 26. október 2018 17:30