Stærðarinnar sprenging í efnaverksmiðju í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2019 10:01 Verksmiðjan sem um ræðir er í borginni Yancheng og er skordýraeitur framleitt þar. Mynd/Weibo Stærðarinnar sprenging varð í verksmiðju í austurhluta Kína í morgun. Slys sem þessi þykja algeng í Kína. Verksmiðjan sem um ræðir er í borginni Yancheng og er skordýraeitur framleitt þar. Ekki er vitað hvort einhverjir hafi látið lífið en tólf eru sagðir hafa slasast. Slökkviliðsmenn vinna að því að slökkva elda í verksmiðjunni.Samkvæmt South China Morning Post olli sprengingin miklum skemmdum á nærliggjandi byggingum og öðrum hlutum og greindist þriggja stiga jarðskjálfti sem rakinn er til sprengingarinnar. Íbúi borgarinnar sem býr í um eins og hálfs kílómetra fjarlægð frá verksmiðjunni segir allar rúðurnar í íbúð sinni hafa sprungið.Myndbönd af sprengingunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Kína.视频转自微博 盐城市响水县化工厂爆炸 蘑菇云都炸出来了 第一件做的事是赶紧控制一下舆论??? 上一秒还可以看的视频 下一秒就不可见了??? pic.twitter.com/6UWZisYKo7 — Darren.Liu (@Darren2000Han) March 21, 2019 Eins og áður segir þykja iðnaðarslys algeng í Kína. AFP fréttaveitan rifjar upp að nú í nóvember sprakk gámabíll í loft upp við efnaverksmiðju í Zhanghiakou og 23 létu lífið. Í júlí varð sprenging í efnaverksmiðju í Sichuan og þar dóu 19 manns. Einnig má rifja upp brunann í birgðageymslu fyrir eldfim efni í Tianjin árið 2015. Gífurlega stórar sprengingar urðu þar og dóu minnst 165 manns. Sprengingarnar ollu einstaklega miklum skemmdum. Reiði Kínverja gagnvart þessum slysum hefur aukist á undanförnum árum og hafa yfirvöld heitið því að bæta öryggi og umsjón með efnaverksmiðjum í landinu. Deilt er þó um hve mikill árangur hefur náðst í þeim efnum. Til dæmis þá hefur fyrirtækið sem rekur verksmiðjuna verið sektað sex sinnum vegna mengunar, lélegs frágangs úrgangs og annarra mála sem snúa að öryggi og umhverfisskaða, samkvæmt SCMP. Hér að neðan má sjá samantekt af myndböndum frá brunanum og sprengingunum í Tianjin. Kína Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Stærðarinnar sprenging varð í verksmiðju í austurhluta Kína í morgun. Slys sem þessi þykja algeng í Kína. Verksmiðjan sem um ræðir er í borginni Yancheng og er skordýraeitur framleitt þar. Ekki er vitað hvort einhverjir hafi látið lífið en tólf eru sagðir hafa slasast. Slökkviliðsmenn vinna að því að slökkva elda í verksmiðjunni.Samkvæmt South China Morning Post olli sprengingin miklum skemmdum á nærliggjandi byggingum og öðrum hlutum og greindist þriggja stiga jarðskjálfti sem rakinn er til sprengingarinnar. Íbúi borgarinnar sem býr í um eins og hálfs kílómetra fjarlægð frá verksmiðjunni segir allar rúðurnar í íbúð sinni hafa sprungið.Myndbönd af sprengingunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Kína.视频转自微博 盐城市响水县化工厂爆炸 蘑菇云都炸出来了 第一件做的事是赶紧控制一下舆论??? 上一秒还可以看的视频 下一秒就不可见了??? pic.twitter.com/6UWZisYKo7 — Darren.Liu (@Darren2000Han) March 21, 2019 Eins og áður segir þykja iðnaðarslys algeng í Kína. AFP fréttaveitan rifjar upp að nú í nóvember sprakk gámabíll í loft upp við efnaverksmiðju í Zhanghiakou og 23 létu lífið. Í júlí varð sprenging í efnaverksmiðju í Sichuan og þar dóu 19 manns. Einnig má rifja upp brunann í birgðageymslu fyrir eldfim efni í Tianjin árið 2015. Gífurlega stórar sprengingar urðu þar og dóu minnst 165 manns. Sprengingarnar ollu einstaklega miklum skemmdum. Reiði Kínverja gagnvart þessum slysum hefur aukist á undanförnum árum og hafa yfirvöld heitið því að bæta öryggi og umsjón með efnaverksmiðjum í landinu. Deilt er þó um hve mikill árangur hefur náðst í þeim efnum. Til dæmis þá hefur fyrirtækið sem rekur verksmiðjuna verið sektað sex sinnum vegna mengunar, lélegs frágangs úrgangs og annarra mála sem snúa að öryggi og umhverfisskaða, samkvæmt SCMP. Hér að neðan má sjá samantekt af myndböndum frá brunanum og sprengingunum í Tianjin.
Kína Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira