Gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmælin á Austurvelli Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2019 22:06 Sigríður María Egilsdóttir sagði í þingræðu að við lifum á tímum sundrungar. Fréttablaðið/Eyþór/Vilhelm Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmæli síðustu daga á Austurvelli, í ræðu á þingi í dag. Sigríður María kvaddi sér hljóðs undir liðnum „Störf þingsins“ og sagði að á Austurvelli hafi verið haldin friðsamleg mótmæli í nokkra daga. „[En] í stað þess að þingmenn ræddu kröfugerðina sjálfa á efnislegum nótum var varpað fram undarlegum spurningum um hvort mótmælendur mættu nota kirkjuklósett eða ekki.“ Vísaði Sigríður María þar í orð Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins, sem gagnrýndi borgaryfirvöld fyrir að hafa gefið leyfi fyrir „tjaldbúð“ mótmælenda, auk þess að hann lýsti yfir áhyggjum af því að Þjóðkirkjan skyldi hafa breytt Dómirkjunni í „almenningsnáðhús“. Mótmælendurnir á Austurvelli mótmæltu aðstæðum hælisleitenda, en fyrir mótmælunum stóðu hópur hælisleitenda og samtökin No Borders. Var krafist stöðvunar brottvísana, að mál allra hælisleitenda fái efnislega meðferð, að hælisleitendur fái rétt til að vinna, jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og að „flóttamannabúðunum“ á Ásbrú verði lokað.Stendur og fellur með lýðræðinu sjálfu Sigríður María sagði að þingmenn eigi að vita betur en að gera upp á milli stjórnarskrárvarins réttar fólks eftir því hvort þeir hafi samúð með málstaðnum eða ekki. „Rétturinn til að mótmæla stendur ekki og fellur með því hvort okkur líkar málstaðurinn. Rétturinn til að mótmæla stendur og fellur með lýðræðinu sjálfu,“ sagði Sigríður María. Hún sagði að það væru mörg samfélagsleg vandamál sem þingið þurfi að taka á og ræða til hlítar. Nefndi hún þar sérstaklega málefni öryrkja, aldraðra en einnig flóttafólks. „Við getum rætt öll þessi mál og við eigum að gera það. En við eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru eins og vaninn hefur orðið, því að í því hugarfari felst sundrungin. Ef sagan kennir okkur eitthvað er það að á henni græðir enginn,“ sagði Sigríður og vísaði þar í sögu sundrungar í Evrópu.Ísland ekki undanskiliðVaraþingmaðurinn sagði að við vitum nákvæmlega hvert sundrungin leiði okkur. „Um alla álfuna má sjá minnisvarða hennar, sögu hinnar sundruðu og einangruðu Evrópu. Við reistum meira að segja söfn í útrýmingarbúðum í stað þess að rífa þær niður svo við myndum örugglega aldrei gleyma grýttri slóð fortíðarinnar. En samt eflist þjóðernishyggja. Samt halda ríki áfram að einangrast. Og Ísland er þar ekki undanskilið,“ sagði Sigríður María. Alþingi Hælisleitendur Reykjavík Viðreisn Tengdar fréttir Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43 Hneykslaði þingmenn með ræðu um tjaldbúðir mótmælenda og „almenningsnáðhús“ Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. 19. mars 2019 16:22 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmæli síðustu daga á Austurvelli, í ræðu á þingi í dag. Sigríður María kvaddi sér hljóðs undir liðnum „Störf þingsins“ og sagði að á Austurvelli hafi verið haldin friðsamleg mótmæli í nokkra daga. „[En] í stað þess að þingmenn ræddu kröfugerðina sjálfa á efnislegum nótum var varpað fram undarlegum spurningum um hvort mótmælendur mættu nota kirkjuklósett eða ekki.“ Vísaði Sigríður María þar í orð Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins, sem gagnrýndi borgaryfirvöld fyrir að hafa gefið leyfi fyrir „tjaldbúð“ mótmælenda, auk þess að hann lýsti yfir áhyggjum af því að Þjóðkirkjan skyldi hafa breytt Dómirkjunni í „almenningsnáðhús“. Mótmælendurnir á Austurvelli mótmæltu aðstæðum hælisleitenda, en fyrir mótmælunum stóðu hópur hælisleitenda og samtökin No Borders. Var krafist stöðvunar brottvísana, að mál allra hælisleitenda fái efnislega meðferð, að hælisleitendur fái rétt til að vinna, jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og að „flóttamannabúðunum“ á Ásbrú verði lokað.Stendur og fellur með lýðræðinu sjálfu Sigríður María sagði að þingmenn eigi að vita betur en að gera upp á milli stjórnarskrárvarins réttar fólks eftir því hvort þeir hafi samúð með málstaðnum eða ekki. „Rétturinn til að mótmæla stendur ekki og fellur með því hvort okkur líkar málstaðurinn. Rétturinn til að mótmæla stendur og fellur með lýðræðinu sjálfu,“ sagði Sigríður María. Hún sagði að það væru mörg samfélagsleg vandamál sem þingið þurfi að taka á og ræða til hlítar. Nefndi hún þar sérstaklega málefni öryrkja, aldraðra en einnig flóttafólks. „Við getum rætt öll þessi mál og við eigum að gera það. En við eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru eins og vaninn hefur orðið, því að í því hugarfari felst sundrungin. Ef sagan kennir okkur eitthvað er það að á henni græðir enginn,“ sagði Sigríður og vísaði þar í sögu sundrungar í Evrópu.Ísland ekki undanskiliðVaraþingmaðurinn sagði að við vitum nákvæmlega hvert sundrungin leiði okkur. „Um alla álfuna má sjá minnisvarða hennar, sögu hinnar sundruðu og einangruðu Evrópu. Við reistum meira að segja söfn í útrýmingarbúðum í stað þess að rífa þær niður svo við myndum örugglega aldrei gleyma grýttri slóð fortíðarinnar. En samt eflist þjóðernishyggja. Samt halda ríki áfram að einangrast. Og Ísland er þar ekki undanskilið,“ sagði Sigríður María.
Alþingi Hælisleitendur Reykjavík Viðreisn Tengdar fréttir Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43 Hneykslaði þingmenn með ræðu um tjaldbúðir mótmælenda og „almenningsnáðhús“ Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. 19. mars 2019 16:22 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43
Hneykslaði þingmenn með ræðu um tjaldbúðir mótmælenda og „almenningsnáðhús“ Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. 19. mars 2019 16:22