Blæs til sóknar gegn kynferðisofbeldi á Evrópuráðsþingi og Bergþór á mælendaskrá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. apríl 2019 15:39 Þórhildur mælir fyrir þingsályktun og tilmælum til meðlimaríkjanna á vorþingi Evrópuráðsþingsins í Strassborg um sexleytið að staðartíma í kvöld. Vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, er framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi-og áreitni á þjóðþingum. Þórhildur mælir fyrir þingsályktun og kemur fram með tilmæli til meðlimaríkjanna á vorþingi Evrópuráðsþingsins í Strassborg um sexleytið að staðartíma í kvöld. Verði tillaga Þórhildar Sunnu samþykkt er þeim tilmælum beint til aðildarríkjanna að setja á fót óháða nefnd eða stofnun sem hægt er að leita til verði starfsmaður viðkomandi þjóðþings fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Skýrsla Þórhildar byggir á rannsókn Evrópuráðsins og Alþjóðaþingmannasambandinu. „Niðurstaðan er sláandi,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Rannsóknin byggir á viðtölum við 123 konur frá 45 Evrópulöndum en 85,2% þingkvenna sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi á meðan þær sátu á þingi. Tæp 47% kvenna sem voru spurðar höfðu orðið fyrir líflátshótunum og/eða hótunum um barsmíðar og 58% þeirra höfðu orðið fyrir árásum á netinu sem hafði kynferðislegan undirtón. Tæp 15 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 40,5% þeirra kváðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á meðan þær voru við störf í þinginu. Í 69% tilfella voru karlkyns þingmenn að verki samkvæmt svörum kvennanna í rannsókninni. „Við leggjum mikla áherslu á að þetta séu sjálfstæð batterí óháð flokkadráttum - sem við þurfum að horfast í augu við að sé vandamál á Íslandi í dag til dæmis þegar við þurftum að eiga við Klaustursmálið,“ segir Þórhildur sem mælist til þess í Evrópuráðsþinginu að gerendur sæti ábyrgð. „Við leggjum áherslu á að það verði afleiðingar við svona hegðun; einhvers konar refsing í samræmi við alvarleika brotsins,“ segir Þórhildur en reglurnar gilda jafnt um þingmenn og starfsmenn þjóðþinganna. Þá leggur Þórhildur einnig til að öll þjóðþing landanna sem hafa aðild að Evrópuráðsþinginu framkvæmi sínar eigin rannsóknir á kynferðislegu ofbeldi og áreitni til að fá skýrari mynd af umfangi vandans.Bergþór Ólason heldur jómfrúarræðu sína á Evrópuráðsþinginu í kvöld.vísir/vilhelmBergþór Ólason á mælendaskrá Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er einnig á vorþingi Evrópuráðsþingsins og mun halda jómfrúarræðu sína í kvöld. Hann er númer átta á mælendaskrá um skýrslu Þórhildar Sunnu um kynferðislegt ofbeldi og áreitni á þjóðþingum. Bergþór er fulltrúi Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og segist í samtali við fréttastofu ætla að ræða nánar við fréttamann um inntak ræðunnar þegar hann hefur lokið við að flytja hana.Hér er hægt að fylgjast með vorþingi Evrópuráðsþingsins í beinu streymi. Alþingi Jafnréttismál Kynferðisofbeldi MeToo Miðflokkurinn Píratar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, er framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi-og áreitni á þjóðþingum. Þórhildur mælir fyrir þingsályktun og kemur fram með tilmæli til meðlimaríkjanna á vorþingi Evrópuráðsþingsins í Strassborg um sexleytið að staðartíma í kvöld. Verði tillaga Þórhildar Sunnu samþykkt er þeim tilmælum beint til aðildarríkjanna að setja á fót óháða nefnd eða stofnun sem hægt er að leita til verði starfsmaður viðkomandi þjóðþings fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Skýrsla Þórhildar byggir á rannsókn Evrópuráðsins og Alþjóðaþingmannasambandinu. „Niðurstaðan er sláandi,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Rannsóknin byggir á viðtölum við 123 konur frá 45 Evrópulöndum en 85,2% þingkvenna sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi á meðan þær sátu á þingi. Tæp 47% kvenna sem voru spurðar höfðu orðið fyrir líflátshótunum og/eða hótunum um barsmíðar og 58% þeirra höfðu orðið fyrir árásum á netinu sem hafði kynferðislegan undirtón. Tæp 15 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 40,5% þeirra kváðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á meðan þær voru við störf í þinginu. Í 69% tilfella voru karlkyns þingmenn að verki samkvæmt svörum kvennanna í rannsókninni. „Við leggjum mikla áherslu á að þetta séu sjálfstæð batterí óháð flokkadráttum - sem við þurfum að horfast í augu við að sé vandamál á Íslandi í dag til dæmis þegar við þurftum að eiga við Klaustursmálið,“ segir Þórhildur sem mælist til þess í Evrópuráðsþinginu að gerendur sæti ábyrgð. „Við leggjum áherslu á að það verði afleiðingar við svona hegðun; einhvers konar refsing í samræmi við alvarleika brotsins,“ segir Þórhildur en reglurnar gilda jafnt um þingmenn og starfsmenn þjóðþinganna. Þá leggur Þórhildur einnig til að öll þjóðþing landanna sem hafa aðild að Evrópuráðsþinginu framkvæmi sínar eigin rannsóknir á kynferðislegu ofbeldi og áreitni til að fá skýrari mynd af umfangi vandans.Bergþór Ólason heldur jómfrúarræðu sína á Evrópuráðsþinginu í kvöld.vísir/vilhelmBergþór Ólason á mælendaskrá Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er einnig á vorþingi Evrópuráðsþingsins og mun halda jómfrúarræðu sína í kvöld. Hann er númer átta á mælendaskrá um skýrslu Þórhildar Sunnu um kynferðislegt ofbeldi og áreitni á þjóðþingum. Bergþór er fulltrúi Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og segist í samtali við fréttastofu ætla að ræða nánar við fréttamann um inntak ræðunnar þegar hann hefur lokið við að flytja hana.Hér er hægt að fylgjast með vorþingi Evrópuráðsþingsins í beinu streymi.
Alþingi Jafnréttismál Kynferðisofbeldi MeToo Miðflokkurinn Píratar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira