Aukin velsæld á traustum grunni Katrín Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2019 07:00 Ríkisstjórnin kynnti yfirlýsingu sína til stuðnings lífskjarasamningum aðila vinnumarkaðarins nú í vikunni. Aðgerðirnar sem stjórnvöld munu ráðast í byggjast í fyrsta lagi á miklu samráði á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins undanfarna mánuði og í öðru lagi á umfangsmikilli greiningarvinnu sem þetta samráð hefur leitt af sér. Hluti af greiningarvinnunni hefur fjallað um þróun lífskjara ólíkra hópa undanfarin ár. Þar hefur komið í ljós að til að mynda hafa tekjulægri barnafjölskyldur og einstæðir foreldrar ekki notið kaupmáttaraukningar til jafns við aðra hópa. Þess vegna leggur ríkisstjórnin sérstaka áherslu á bætt kjör barnafjölskyldna. Það gerum við með skattkerfisbreytingum og nýju lágtekjuþrepi sem lækkar skattbyrði hinna tekjulægri og hækkun barnabóta. Hvort tveggja er mikið réttlætismál og lífskjarabót. Fjölskylda með tvö börn mun þannig hafa allt að 411 þúsund krónum meira úr að spila á ári vegna samanlagðra breytinga sem ríkisstjórnin gerir, þ.e. lækkun á tekjuskatti og hækkun barnabóta. Hvort heldur sem við köllum þetta þrettánda mánuðinn eða eitthvað annað er ljóst að þessi upphæð mun skipta máli í daglegu lífi fólks. Við lengjum líka fæðingarorlofið upp í 12 mánuði sem er gríðarlega mikilvægt skref. Áður höfðum við hækkað hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi úr 500 í 600 þúsund sem gerir fleirum fært að fullnýta sér rétt sinn í orlofinu. Lengingin er stórt skref í að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla en það er ekki síður mikilvægt að tryggja foreldrum og börnum meiri tíma saman. Fleiri aðgerðir ríkistjórnarinnar munu skipta þennan hóp máli og almenning allan, t.d. uppbygging félagslegs húsnæðiskerfis en samkvæmt greiningum getur húsnæðiskostnaður verið verulega íþyngjandi, ekki síst fyrir tekjulægri hópa. Réttarstaða leigjenda verður bætt og auknum framlögum varið í uppbyggingu almennra íbúða. Markviss skref eru stigin til að draga úr vægi verðtryggingar en um leið eru tryggðar mótvægisaðgerðir þannig að óverðtryggð lán verði valkostur fyrir lægri tekjuhópa með heimild til að nota lífeyrisiðgjald til að lækka afborganir. Þá eru í dag kynntar aðgerðir til að styðja við fyrstu kaup á fasteignamarkaði. Ég tel að aðgerðir stjórnvalda og þeir samningar sem nú hafa náðst á vinnumarkaði geti verið grundvöllur víðtækrar sáttar og skapað forsendur fyrir bæði félagslegan og efnahagslegan stöðugleika til langs tíma. Af hálfu stjórnvalda er um að ræða mikilvægar samfélagslegar umbætur, hvort sem um er að ræða réttlátara skattkerfi, uppbyggingu á félagslegu húsnæðiskerfi eða lengingu fæðingarorlofs; allt mun þetta styðja við aukna velsæld alls almennings og aukinn jöfnuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti yfirlýsingu sína til stuðnings lífskjarasamningum aðila vinnumarkaðarins nú í vikunni. Aðgerðirnar sem stjórnvöld munu ráðast í byggjast í fyrsta lagi á miklu samráði á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins undanfarna mánuði og í öðru lagi á umfangsmikilli greiningarvinnu sem þetta samráð hefur leitt af sér. Hluti af greiningarvinnunni hefur fjallað um þróun lífskjara ólíkra hópa undanfarin ár. Þar hefur komið í ljós að til að mynda hafa tekjulægri barnafjölskyldur og einstæðir foreldrar ekki notið kaupmáttaraukningar til jafns við aðra hópa. Þess vegna leggur ríkisstjórnin sérstaka áherslu á bætt kjör barnafjölskyldna. Það gerum við með skattkerfisbreytingum og nýju lágtekjuþrepi sem lækkar skattbyrði hinna tekjulægri og hækkun barnabóta. Hvort tveggja er mikið réttlætismál og lífskjarabót. Fjölskylda með tvö börn mun þannig hafa allt að 411 þúsund krónum meira úr að spila á ári vegna samanlagðra breytinga sem ríkisstjórnin gerir, þ.e. lækkun á tekjuskatti og hækkun barnabóta. Hvort heldur sem við köllum þetta þrettánda mánuðinn eða eitthvað annað er ljóst að þessi upphæð mun skipta máli í daglegu lífi fólks. Við lengjum líka fæðingarorlofið upp í 12 mánuði sem er gríðarlega mikilvægt skref. Áður höfðum við hækkað hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi úr 500 í 600 þúsund sem gerir fleirum fært að fullnýta sér rétt sinn í orlofinu. Lengingin er stórt skref í að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla en það er ekki síður mikilvægt að tryggja foreldrum og börnum meiri tíma saman. Fleiri aðgerðir ríkistjórnarinnar munu skipta þennan hóp máli og almenning allan, t.d. uppbygging félagslegs húsnæðiskerfis en samkvæmt greiningum getur húsnæðiskostnaður verið verulega íþyngjandi, ekki síst fyrir tekjulægri hópa. Réttarstaða leigjenda verður bætt og auknum framlögum varið í uppbyggingu almennra íbúða. Markviss skref eru stigin til að draga úr vægi verðtryggingar en um leið eru tryggðar mótvægisaðgerðir þannig að óverðtryggð lán verði valkostur fyrir lægri tekjuhópa með heimild til að nota lífeyrisiðgjald til að lækka afborganir. Þá eru í dag kynntar aðgerðir til að styðja við fyrstu kaup á fasteignamarkaði. Ég tel að aðgerðir stjórnvalda og þeir samningar sem nú hafa náðst á vinnumarkaði geti verið grundvöllur víðtækrar sáttar og skapað forsendur fyrir bæði félagslegan og efnahagslegan stöðugleika til langs tíma. Af hálfu stjórnvalda er um að ræða mikilvægar samfélagslegar umbætur, hvort sem um er að ræða réttlátara skattkerfi, uppbyggingu á félagslegu húsnæðiskerfi eða lengingu fæðingarorlofs; allt mun þetta styðja við aukna velsæld alls almennings og aukinn jöfnuð.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun