Kosningastjóri Obama segir heiðarleika lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2019 12:00 Roger Fisk var einn af lykilmönnunum á bak við kosningaherferð Baracks Obama í bæði skiptin sem hann bauð sig fram til forseta. Skjáskot Roger Fisk, fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. Fisk var einn af lykilmönnunum í kosningabaráttu Obama í bæði skiptin sem hann bauð sig fram en hann telur að enn eigi fleiri eftir að bætast í hóp þeirra sem sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins. „Lykillinn er að vita nákvæmlega hver maður er, nákvæmlega hverju maður vill koma á framfæri og byggja síðan upp hreyfingu sem endurspeglar það, byggja upp sýnileika á samfélagsmiðlum sem magnar upp þessi grunngildi,“ segir Fisk í samtali við fréttastofu. Fjölmargir hafa þegar lýst því yfir að þeir sækist eftir tilnefningu demókrataflokksins og má þar meðal annars nefna Bernie Sanders, Kirsten Gillibrand, Elisabeth Warren og Cory Booker. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur verið nefndur sem einn líklegasti kandídatinn, en nýlegar ásakanir gegn honum um ósæmilega hegðun gegn konum gætu sett strik í reikninginn.Sjá einnig: Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi „Ég held að sviðið sé ekki fullskipað enn, ég held að þrír eða fjórir muni bætast í hópinn. Margir bíða eftir að sjá hvað Biden, fyrrverandi varaforseti gerir. Svo ég ætla að bíða með að dæma um það þangað til kannski í maí. Þá held ég að allir verði komnir fram og þá getum við svarað þessu,“ segir Fisk, spurður hver hann telji líklegastan til að standa uppi sem sigurvegari í forkosningum Demókrata. Hann telji þó fjóra til fimm vera líklega til að standa sig vel. Hann kveðst eiga vona á spennandi kapphlaupi um það hver muni mæta Donald Trump í kosningunum á næsta ári. „Mér finnst nokkuð ljóst að núverandi forseti hefur byggt „vörumerki“ sitt á fortíðarþrá og gærdeginum. „Gerum Bandaríkin stórkostleg aftur.“ Það þýðir að það sé einhver goðsagnatími í fortíðinni en ég veit ekki hvænær það var. En það mikilvæga fyrir okkar fólk er að við veljum einhvern sem hefur skýra framtíðarsýn,“ segir Fisk.Gjörólík kosningabarátta 2012 en 2008 Hann segir mikinn mun hafa verið á þeim kosningabaráttum sem hann stýrði fyrir kosningarnar 2008 og 2012. Margt breyttist í millitíðinni. „Í fyrstu herferðinni vorum við að sækjast eftir einhverju. Við vorum að kynna Barack Obama fyrir Bandaríkjunum,“ útskýrir Fisk. „Seinni herferðin byggði á því hvernig kjörtímabilið á undan hafði gengið, hvað gekk vel, hvað gekk illa og hvernig við gátum gert því sem vel var gert hátt undir höfði.“ Þá hafi tæknibreytingarnar sem urðu í millitíðinni haft gríðarlega mikil áhrif. „Snjallsíminn kom út í júlí eða ágúst 2008 svo þegar komið var að annarri kosningaherferðinni höfðu langflestir Bandaríkjamenn algjörlega fjarlægst það sem við áður þekktum við notkun internetsins fyrir framan tölvuskjáinn eins og ég ólst upp við. Nú var það orðið háðara snjallsímanum þegar kom að því að nálgast fréttir og hegðun almennt á netinu.“ Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gillibrand tilkynnir formlega um forsetaframboð Bandaríska öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand hefur formlega boðið sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Gillibrand varð því fjórtandi frambjóðandinn sem sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins. 17. mars 2019 15:36 Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20 Önnur kona sakar Biden um óviðeigandi snertingu Konan segir að fyrrverandi varaforsetinn hafi togað hana að sér til að þau nudduðu saman nefjum á fjáröflunarviðburði í Connecticut árið 2009. 2. apríl 2019 08:15 Nýr frambjóðandi demókrata setur loftslagsmál á oddinn Ríkisstjóri Wahington-ríkis segist vera eini frambjóðandinn sem ætlar að gera baráttu gegn loftslagsbreytingum að helsta forgangsmáli þjóðarinnar. 1. mars 2019 16:30 Umdeild þingkona demókrata lýsir loks formlega yfir framboði Tulsi Gabbard ætlaði að lýsa formlega yfir framboði um miðjan janúar en gerði það loks í gær. 3. febrúar 2019 08:50 Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna gefur út yfirlýsingu vegna ásökunar samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar fyrir fimm árum. 31. mars 2019 14:16 Bernie Sanders býður sig fram til forseta á ný Bernie Sanders, óháður öldungardeildarþingmaður og sá sem lenti í öðru sæti í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, mun bjóða sig á ný fram til forseta í forkosningum Demókrata sem framundan eru. 19. febrúar 2019 11:58 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
Roger Fisk, fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. Fisk var einn af lykilmönnunum í kosningabaráttu Obama í bæði skiptin sem hann bauð sig fram en hann telur að enn eigi fleiri eftir að bætast í hóp þeirra sem sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins. „Lykillinn er að vita nákvæmlega hver maður er, nákvæmlega hverju maður vill koma á framfæri og byggja síðan upp hreyfingu sem endurspeglar það, byggja upp sýnileika á samfélagsmiðlum sem magnar upp þessi grunngildi,“ segir Fisk í samtali við fréttastofu. Fjölmargir hafa þegar lýst því yfir að þeir sækist eftir tilnefningu demókrataflokksins og má þar meðal annars nefna Bernie Sanders, Kirsten Gillibrand, Elisabeth Warren og Cory Booker. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur verið nefndur sem einn líklegasti kandídatinn, en nýlegar ásakanir gegn honum um ósæmilega hegðun gegn konum gætu sett strik í reikninginn.Sjá einnig: Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi „Ég held að sviðið sé ekki fullskipað enn, ég held að þrír eða fjórir muni bætast í hópinn. Margir bíða eftir að sjá hvað Biden, fyrrverandi varaforseti gerir. Svo ég ætla að bíða með að dæma um það þangað til kannski í maí. Þá held ég að allir verði komnir fram og þá getum við svarað þessu,“ segir Fisk, spurður hver hann telji líklegastan til að standa uppi sem sigurvegari í forkosningum Demókrata. Hann telji þó fjóra til fimm vera líklega til að standa sig vel. Hann kveðst eiga vona á spennandi kapphlaupi um það hver muni mæta Donald Trump í kosningunum á næsta ári. „Mér finnst nokkuð ljóst að núverandi forseti hefur byggt „vörumerki“ sitt á fortíðarþrá og gærdeginum. „Gerum Bandaríkin stórkostleg aftur.“ Það þýðir að það sé einhver goðsagnatími í fortíðinni en ég veit ekki hvænær það var. En það mikilvæga fyrir okkar fólk er að við veljum einhvern sem hefur skýra framtíðarsýn,“ segir Fisk.Gjörólík kosningabarátta 2012 en 2008 Hann segir mikinn mun hafa verið á þeim kosningabaráttum sem hann stýrði fyrir kosningarnar 2008 og 2012. Margt breyttist í millitíðinni. „Í fyrstu herferðinni vorum við að sækjast eftir einhverju. Við vorum að kynna Barack Obama fyrir Bandaríkjunum,“ útskýrir Fisk. „Seinni herferðin byggði á því hvernig kjörtímabilið á undan hafði gengið, hvað gekk vel, hvað gekk illa og hvernig við gátum gert því sem vel var gert hátt undir höfði.“ Þá hafi tæknibreytingarnar sem urðu í millitíðinni haft gríðarlega mikil áhrif. „Snjallsíminn kom út í júlí eða ágúst 2008 svo þegar komið var að annarri kosningaherferðinni höfðu langflestir Bandaríkjamenn algjörlega fjarlægst það sem við áður þekktum við notkun internetsins fyrir framan tölvuskjáinn eins og ég ólst upp við. Nú var það orðið háðara snjallsímanum þegar kom að því að nálgast fréttir og hegðun almennt á netinu.“
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gillibrand tilkynnir formlega um forsetaframboð Bandaríska öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand hefur formlega boðið sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Gillibrand varð því fjórtandi frambjóðandinn sem sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins. 17. mars 2019 15:36 Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20 Önnur kona sakar Biden um óviðeigandi snertingu Konan segir að fyrrverandi varaforsetinn hafi togað hana að sér til að þau nudduðu saman nefjum á fjáröflunarviðburði í Connecticut árið 2009. 2. apríl 2019 08:15 Nýr frambjóðandi demókrata setur loftslagsmál á oddinn Ríkisstjóri Wahington-ríkis segist vera eini frambjóðandinn sem ætlar að gera baráttu gegn loftslagsbreytingum að helsta forgangsmáli þjóðarinnar. 1. mars 2019 16:30 Umdeild þingkona demókrata lýsir loks formlega yfir framboði Tulsi Gabbard ætlaði að lýsa formlega yfir framboði um miðjan janúar en gerði það loks í gær. 3. febrúar 2019 08:50 Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna gefur út yfirlýsingu vegna ásökunar samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar fyrir fimm árum. 31. mars 2019 14:16 Bernie Sanders býður sig fram til forseta á ný Bernie Sanders, óháður öldungardeildarþingmaður og sá sem lenti í öðru sæti í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, mun bjóða sig á ný fram til forseta í forkosningum Demókrata sem framundan eru. 19. febrúar 2019 11:58 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
Gillibrand tilkynnir formlega um forsetaframboð Bandaríska öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand hefur formlega boðið sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Gillibrand varð því fjórtandi frambjóðandinn sem sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins. 17. mars 2019 15:36
Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20
Önnur kona sakar Biden um óviðeigandi snertingu Konan segir að fyrrverandi varaforsetinn hafi togað hana að sér til að þau nudduðu saman nefjum á fjáröflunarviðburði í Connecticut árið 2009. 2. apríl 2019 08:15
Nýr frambjóðandi demókrata setur loftslagsmál á oddinn Ríkisstjóri Wahington-ríkis segist vera eini frambjóðandinn sem ætlar að gera baráttu gegn loftslagsbreytingum að helsta forgangsmáli þjóðarinnar. 1. mars 2019 16:30
Umdeild þingkona demókrata lýsir loks formlega yfir framboði Tulsi Gabbard ætlaði að lýsa formlega yfir framboði um miðjan janúar en gerði það loks í gær. 3. febrúar 2019 08:50
Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna gefur út yfirlýsingu vegna ásökunar samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar fyrir fimm árum. 31. mars 2019 14:16
Bernie Sanders býður sig fram til forseta á ný Bernie Sanders, óháður öldungardeildarþingmaður og sá sem lenti í öðru sæti í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, mun bjóða sig á ný fram til forseta í forkosningum Demókrata sem framundan eru. 19. febrúar 2019 11:58