Látum ekki blekkjast Valgerður Sigurðardóttir skrifar 2. apríl 2019 13:49 Það er ákveðin list að láta ekki blekkjast af öllu því sem skrifað er í fjölmiðla nú til dags. Oft eru vísurnar hálfkveðnar eða hreinlega farið með ósannindi. Því þurfa lesendur skoðanadálka í fjölmiðlum stöðugt að vera á varðbergi og vakandi fyrir réttum staðreyndum, en ekki er ráðlagt að trúa öllu sem sagt er eða skrifað. Og það á við um t.d. skoðanagrein Einars Kárasonar, rithöfundar og sitjandi þingmanns Samfylkingarinnar, en hann ritaði pistil í Fréttablaðið í síðustu viku undir fyrirsögninni „Látum ekki blekkjast af níðinu um borgarstjórn“. Einari er í þessu samhengi bent á að sumum staðreyndum er óhætt að treysta. Það á t.d. við um staðreyndir um fallna dóma í Héraðsdómi og Hæstarétti, álit umboðsmanns Alþingis, úrskurði sem kveðnir eru upp af opinberum aðilum og skýrslur sem innir endurskoðandi Reykjavíkurborgar gerir. Ég vil því benda Einari góðfúslega á að frá því að Viðreisn reisti meirihluta Samfylkingar, Vinstri Grænna og Pírata við hafa meðal annarra eftirfarandi dómar, úrskurðir og/eða álit fengið að líta dagsins ljós: - Hæstiréttur staðfesti að borgin snuðaði öryrkja um bætur. - Héraðsdómur felldi dóm um störf skrifstofustjóra borgarstjórans. - Umboðsmaður Alþingis gaf út álit á brotum borgarinnar í húsnæðismálum Félagsbústaða. - Ólögleg var staðið að ráðningu borgarlögmanns að mati Jafnréttisstofu. - Svört skýrsla borgarskjalasafns um skjalamál borgarinnar var gerð opinber á síðasta ári. - Innri endurskoðun borgarinnar gerði skýrslu um 300 milljóna kr. framúrkeyrslu Félagsbústaða sem leiddi til þess að framkvæmdastjórinn sagði starfi sínu lausu. - Skýrsla innri endurskoðunar um braggamálið kom út í desember í fyrra. - Álit Persónuverndar um að borgin hafi brotið persónuverndarlög í aðdraganda kosninganna. Er ástæða til telja upp meira? Háttvirti þingmaður Samfylkingar Einar Kárason ætti e.t.v. að kynna sér staðreyndir í stað þess að vaða fram á ritvöllinn með órökstuddum dylgjum um blekkingar, þar sem hann gerir tilraun til að slá ryki í augu borgarbúa. Eða tekur þingmaðurinn kannski ekki mark á Hæstarétti, Héraðsdómi, umboðsmanni Alþingis, Persónuvernd og/eða innri endurskoðun Reykjavíkurborgar?Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er ákveðin list að láta ekki blekkjast af öllu því sem skrifað er í fjölmiðla nú til dags. Oft eru vísurnar hálfkveðnar eða hreinlega farið með ósannindi. Því þurfa lesendur skoðanadálka í fjölmiðlum stöðugt að vera á varðbergi og vakandi fyrir réttum staðreyndum, en ekki er ráðlagt að trúa öllu sem sagt er eða skrifað. Og það á við um t.d. skoðanagrein Einars Kárasonar, rithöfundar og sitjandi þingmanns Samfylkingarinnar, en hann ritaði pistil í Fréttablaðið í síðustu viku undir fyrirsögninni „Látum ekki blekkjast af níðinu um borgarstjórn“. Einari er í þessu samhengi bent á að sumum staðreyndum er óhætt að treysta. Það á t.d. við um staðreyndir um fallna dóma í Héraðsdómi og Hæstarétti, álit umboðsmanns Alþingis, úrskurði sem kveðnir eru upp af opinberum aðilum og skýrslur sem innir endurskoðandi Reykjavíkurborgar gerir. Ég vil því benda Einari góðfúslega á að frá því að Viðreisn reisti meirihluta Samfylkingar, Vinstri Grænna og Pírata við hafa meðal annarra eftirfarandi dómar, úrskurðir og/eða álit fengið að líta dagsins ljós: - Hæstiréttur staðfesti að borgin snuðaði öryrkja um bætur. - Héraðsdómur felldi dóm um störf skrifstofustjóra borgarstjórans. - Umboðsmaður Alþingis gaf út álit á brotum borgarinnar í húsnæðismálum Félagsbústaða. - Ólögleg var staðið að ráðningu borgarlögmanns að mati Jafnréttisstofu. - Svört skýrsla borgarskjalasafns um skjalamál borgarinnar var gerð opinber á síðasta ári. - Innri endurskoðun borgarinnar gerði skýrslu um 300 milljóna kr. framúrkeyrslu Félagsbústaða sem leiddi til þess að framkvæmdastjórinn sagði starfi sínu lausu. - Skýrsla innri endurskoðunar um braggamálið kom út í desember í fyrra. - Álit Persónuverndar um að borgin hafi brotið persónuverndarlög í aðdraganda kosninganna. Er ástæða til telja upp meira? Háttvirti þingmaður Samfylkingar Einar Kárason ætti e.t.v. að kynna sér staðreyndir í stað þess að vaða fram á ritvöllinn með órökstuddum dylgjum um blekkingar, þar sem hann gerir tilraun til að slá ryki í augu borgarbúa. Eða tekur þingmaðurinn kannski ekki mark á Hæstarétti, Héraðsdómi, umboðsmanni Alþingis, Persónuvernd og/eða innri endurskoðun Reykjavíkurborgar?Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar