Skólaferðalög og árshátíðir í grunnskólum Kolbrún Baldursdóttir skrifar 16. apríl 2019 15:00 Allt kostar, líka að fara í skólaferðalög og halda árshátíðir. Auðvitað vilja börn og unglingar gera þetta allt saman enda skemmtilegt. En hver á að borga? Margir foreldrar sem eru í góðum efnum finnst ekkert nema sjálfsagt að greiða háar upphæðir fyrir alls kyns ferðir, viðburði og glæsilega árshátíð fyrir barn sitt með öllu tilheyrandi. En það eru ekki allir foreldrar sem eiga aukakrónur til að standa straum af kostnaði sem þessum. Börn þessara foreldra þurfa þess vegna stundum einfaldlega að sitja heima og það er sárt. Þeim langar alveg jafn mikið að fara í ferðir og á árshátíð eins og öllum hinum börnunum. En til að standa vörð um erfitt efnahagsástand foreldra sinna og af ótta við að það spyrjist út að fátækt er á heimilinu segja börnin jafnvel bara að þeim langi ekki að fara eða þau séu upptekin. Foreldrar sem hafa ekki ráð á að borga fyrir dýra viðburði eða ferðir líða oft sálarkvalir og finnst þau vera að bregðast barni sínu. Hvað varðar árshátíð er vissulega hægt að halda árshátíð án þess að barn þurfi að reiða fram þúsundir króna. Finna þarf aðrar leiðir. Það sem skiptir máli fyrir börnin er að vera saman og gera eitthvað saman. Samveran sem slík kostar ekki neitt. Málið er að finna samverunni umgjörð sem útilokar engan. Að koma saman í sínu fínasta pússi á árshátíð sem haldin er í skólanum og skemmta sér saman: tala saman, syngja og hlægja saman og umfram allt dansa er meðal þess sem krökkum þykir hvað allra skemmtilegast. Ferðir kosta vissulega alltaf eitthvað. Það þarf alla vega að borga bílstjóranum. Í þeim tilfellum er iðulega ráðist í fjáröflun eða sótt er um styrk hjá sveitarfélaginu sem er hið besta mál. Grunnskólinn er samkvæmt lögum gjaldfrjáls og þarf það að gilda um allt sem tengist skólanum. Sem sálfræðingur og borgarfulltrúi fagna ég umræðunni og vona að hún verði til þess að allir skólar skoði þessi mál hjá sér og gleymi aldrei að sumar fjölskyldur eiga ekki mikið aflögu. Það má aldrei vera þannig að barn geti ekki tekið þátt í skólatengdum viðburðum vegna þess að foreldri getur ekki greitt uppsett gjald. Öll mismunun fer illa með börn. Ég hef í borgarstjórn margsinnis rætt um og komið með tillögur um að gæta þurfi jafnræðis þegar kemur að þátttöku í ferðum eða viðburðum á vegum skóla, frístundar og félagsmiðstöðva sem börnin sækja. Það er skylda okkar sem samfélags að sjá til þess að börnum sé ekki mismunað á grundvelli fjárhagsstöðu foreldra þeirra. Að mismuna börnum vegna fjárhagsstöðu foreldra samræmist ekki 2. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um jafnræði – banni við mismunun af nokkru tagi án tillits til m.a. félagslegra aðstæðna. Börn fátækra foreldra sitja ekki við sama borð og börn efnameiri eða ríkra foreldra. Þau fá t.d. ekki sömu tækifæri til tómstunda. Skólatengdir félagslegir viðburðir og verkefni eru stundum eina tómstund þessara barna.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Allt kostar, líka að fara í skólaferðalög og halda árshátíðir. Auðvitað vilja börn og unglingar gera þetta allt saman enda skemmtilegt. En hver á að borga? Margir foreldrar sem eru í góðum efnum finnst ekkert nema sjálfsagt að greiða háar upphæðir fyrir alls kyns ferðir, viðburði og glæsilega árshátíð fyrir barn sitt með öllu tilheyrandi. En það eru ekki allir foreldrar sem eiga aukakrónur til að standa straum af kostnaði sem þessum. Börn þessara foreldra þurfa þess vegna stundum einfaldlega að sitja heima og það er sárt. Þeim langar alveg jafn mikið að fara í ferðir og á árshátíð eins og öllum hinum börnunum. En til að standa vörð um erfitt efnahagsástand foreldra sinna og af ótta við að það spyrjist út að fátækt er á heimilinu segja börnin jafnvel bara að þeim langi ekki að fara eða þau séu upptekin. Foreldrar sem hafa ekki ráð á að borga fyrir dýra viðburði eða ferðir líða oft sálarkvalir og finnst þau vera að bregðast barni sínu. Hvað varðar árshátíð er vissulega hægt að halda árshátíð án þess að barn þurfi að reiða fram þúsundir króna. Finna þarf aðrar leiðir. Það sem skiptir máli fyrir börnin er að vera saman og gera eitthvað saman. Samveran sem slík kostar ekki neitt. Málið er að finna samverunni umgjörð sem útilokar engan. Að koma saman í sínu fínasta pússi á árshátíð sem haldin er í skólanum og skemmta sér saman: tala saman, syngja og hlægja saman og umfram allt dansa er meðal þess sem krökkum þykir hvað allra skemmtilegast. Ferðir kosta vissulega alltaf eitthvað. Það þarf alla vega að borga bílstjóranum. Í þeim tilfellum er iðulega ráðist í fjáröflun eða sótt er um styrk hjá sveitarfélaginu sem er hið besta mál. Grunnskólinn er samkvæmt lögum gjaldfrjáls og þarf það að gilda um allt sem tengist skólanum. Sem sálfræðingur og borgarfulltrúi fagna ég umræðunni og vona að hún verði til þess að allir skólar skoði þessi mál hjá sér og gleymi aldrei að sumar fjölskyldur eiga ekki mikið aflögu. Það má aldrei vera þannig að barn geti ekki tekið þátt í skólatengdum viðburðum vegna þess að foreldri getur ekki greitt uppsett gjald. Öll mismunun fer illa með börn. Ég hef í borgarstjórn margsinnis rætt um og komið með tillögur um að gæta þurfi jafnræðis þegar kemur að þátttöku í ferðum eða viðburðum á vegum skóla, frístundar og félagsmiðstöðva sem börnin sækja. Það er skylda okkar sem samfélags að sjá til þess að börnum sé ekki mismunað á grundvelli fjárhagsstöðu foreldra þeirra. Að mismuna börnum vegna fjárhagsstöðu foreldra samræmist ekki 2. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um jafnræði – banni við mismunun af nokkru tagi án tillits til m.a. félagslegra aðstæðna. Börn fátækra foreldra sitja ekki við sama borð og börn efnameiri eða ríkra foreldra. Þau fá t.d. ekki sömu tækifæri til tómstunda. Skólatengdir félagslegir viðburðir og verkefni eru stundum eina tómstund þessara barna.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun