Segir Trump vita manna best að hann sé óhæfur forseti Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 11:31 Pelosi hefur komist upp með að skamma Trump forseta en í þetta skiptið svaraði forsetinn fyrir sig á Twitter. Vísir/EPA Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segist telja að Donald Trump viti manna best að hann sé ekki hæfur til að gegna embætti forseta. Ummælin fóru öfugt ofan í Trump sem svaraði með því að kalla Pelosi „hörmung“. Í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur ræddi Pelosi, sem er áhrifamesti demókratinn á Bandaríkjaþingi, meðal annars um forsetann og samskipti sín við hann. „Það er enginn í landinu sem veit betur að hann ætti ekki að vera forseti Bandaríkjanna en Donald Trump,“ fullyrti Pelosi sem hefur verið afar gagnrýnin á forsetann. Sagðist hún virða embætti forsetans og að Trump væri ekki þess verður að neita að vinna með honum vegna þess hversu hræðilegur hann sé. „Nei. Við verðum að vinna saman,“ sagði Pelosi. Fram að þessu hefur Trump virst hikandi við að ráðast á Pelosi með sama hætti og hann gerir ítrekað þegar aðrir pólitískir andstæðingar eiga í hlut. Að þessu sinni tók hann skoti Pelosi ekki sitjandi. Í tísti sakaði hann hana um að koma engum málum í gegnum þingið og undir stjórn hennar geri það ekki annað en að rannsaka meinta glæpi. „Hún var hörmung í H.H.,“ tísti Trump og vísaði til Hvíta hússins. Ekki er ljóst hvað forsetinn átti við með þeim ummælum en Pelosi hefur aldrei starfað í Hvíta húsinu.Such a “puff piece” on Nancy Pelosi by @60minutes, yet her leadership has passed no meaningful Legislation. All they do is Investigate, as it turns out, crimes that they instigated & committed. The Mueller No Collusion decision wasn’t even discussed-and she was a disaster at W.H. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 15, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leiðtogi demókrata á móti því að kæra Trump Forseti fulltrúadeildarinnar segir Trump algerlega óhæfan til að gegna embætti forseta en að það sé ekki þess virði að kljúfa bandarísku þjóðina vegna hans. 12. mars 2019 12:14 Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segist telja að Donald Trump viti manna best að hann sé ekki hæfur til að gegna embætti forseta. Ummælin fóru öfugt ofan í Trump sem svaraði með því að kalla Pelosi „hörmung“. Í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur ræddi Pelosi, sem er áhrifamesti demókratinn á Bandaríkjaþingi, meðal annars um forsetann og samskipti sín við hann. „Það er enginn í landinu sem veit betur að hann ætti ekki að vera forseti Bandaríkjanna en Donald Trump,“ fullyrti Pelosi sem hefur verið afar gagnrýnin á forsetann. Sagðist hún virða embætti forsetans og að Trump væri ekki þess verður að neita að vinna með honum vegna þess hversu hræðilegur hann sé. „Nei. Við verðum að vinna saman,“ sagði Pelosi. Fram að þessu hefur Trump virst hikandi við að ráðast á Pelosi með sama hætti og hann gerir ítrekað þegar aðrir pólitískir andstæðingar eiga í hlut. Að þessu sinni tók hann skoti Pelosi ekki sitjandi. Í tísti sakaði hann hana um að koma engum málum í gegnum þingið og undir stjórn hennar geri það ekki annað en að rannsaka meinta glæpi. „Hún var hörmung í H.H.,“ tísti Trump og vísaði til Hvíta hússins. Ekki er ljóst hvað forsetinn átti við með þeim ummælum en Pelosi hefur aldrei starfað í Hvíta húsinu.Such a “puff piece” on Nancy Pelosi by @60minutes, yet her leadership has passed no meaningful Legislation. All they do is Investigate, as it turns out, crimes that they instigated & committed. The Mueller No Collusion decision wasn’t even discussed-and she was a disaster at W.H. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 15, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leiðtogi demókrata á móti því að kæra Trump Forseti fulltrúadeildarinnar segir Trump algerlega óhæfan til að gegna embætti forseta en að það sé ekki þess virði að kljúfa bandarísku þjóðina vegna hans. 12. mars 2019 12:14 Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira
Leiðtogi demókrata á móti því að kæra Trump Forseti fulltrúadeildarinnar segir Trump algerlega óhæfan til að gegna embætti forseta en að það sé ekki þess virði að kljúfa bandarísku þjóðina vegna hans. 12. mars 2019 12:14
Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23