Serbía og Króatía gerðu jafntefli, 25-25, er liðin mættust í undankeppni EM í handbolta 2020 í kvöld.
Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en þegar flautað var til hálfleiks var staðan jöfn 13-13. Áfram hélt jafnræðið í síðari hálfleik og lokatölur jafntefli.
Króatía er með fimm stig á toppi riðilsins en þetta var einungis annað stig Serbíu í riðlinum. Sviss er í öðru sætinu með fjögur stig en Belgía með eitt á botninum.
Noregur og Svíþjóð þurfa ekki að tryggja sér sæti á næsta EM því þau munu halda mótið ásamt Austurríki.
Því mættust liðin í EHF-bikarnum í dag en það er mót fyrir þau lið sem hafa nú þegar tryggt sér sæti á mótinu.
Kristján Andrésson og lærisveinar hans í Svíþjóð fengu skell en þeir töpuðu með níu mörkum, 35-26.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og leiddi Svíþjóð með einu marki í hálfleik. Algjört hrun í síðari hálfleik.
Jafnt hjá Króötum og Kristján fékk skell
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti


„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti

Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
