Serbía og Króatía gerðu jafntefli, 25-25, er liðin mættust í undankeppni EM í handbolta 2020 í kvöld.
Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en þegar flautað var til hálfleiks var staðan jöfn 13-13. Áfram hélt jafnræðið í síðari hálfleik og lokatölur jafntefli.
Króatía er með fimm stig á toppi riðilsins en þetta var einungis annað stig Serbíu í riðlinum. Sviss er í öðru sætinu með fjögur stig en Belgía með eitt á botninum.
Noregur og Svíþjóð þurfa ekki að tryggja sér sæti á næsta EM því þau munu halda mótið ásamt Austurríki.
Því mættust liðin í EHF-bikarnum í dag en það er mót fyrir þau lið sem hafa nú þegar tryggt sér sæti á mótinu.
Kristján Andrésson og lærisveinar hans í Svíþjóð fengu skell en þeir töpuðu með níu mörkum, 35-26.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og leiddi Svíþjóð með einu marki í hálfleik. Algjört hrun í síðari hálfleik.

