Enski boltinn á 4500 krónur Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. apríl 2019 10:45 Bjarni Þór Viðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Tómas Þór Þórðarson, Margrét Lára Viðarsdóttir og Logi Bergmann verða sérfræðingar Símans um enska boltann. Orri Hauksson, forstjóri Símans, sá um kynninguna. Vísir/vilhelm Frá og með næsta tímabili mun áskrift að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kosta 4500 krónur á mánuði. Þetta kom fram á kynningu sem Síminn hélt nú á ellefta tímanum. Hægt verður að bæta við Sjónvarpi Símans Premium fyrir 1500 krónur aukalega á mánuði. Áskriftargjaldið er þó ekki háð því að fólk sé í öðrum viðskiptum við Símann. Orri Hauksson, forstjóri Símans, greindi auk þess frá því hverjir það verða sem munu halda utan um umfjöllunina. Það verða knattspyrnufólkið Bjarni Þór Viðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Margrét Lára Viðarsdóttir auk fjölmiðlamannanna Loga Bergmann og Tómas Þórs Þórðarsonar, sem kemur frá Sýn. Tómas Þór hefur verið titlaður „ritstjóri og lýsandi,“ á meðan hin bera titil sérfræðinga. Þá mun beinum útsendingum næsta vetur frá enska boltanum fjölga um 32 frá því sem verið hefur. Verða þær því alls 239 talsins. Þar af verða 79 leikir sýndir í 4k-háskerpu. Flautað verður til leiks á nýju tímabili þann 10. águst. Þá greindi Orri jafnframt frá því að laugardagsleikirnir sem hefjast klukkan 15 verði í opinni dagskrá. Héldu sig við verðið Ljóst varð í nóvember í fyrra að enski boltinn myndi færast yfir til Sjónvarp Símans, eftir að hafa verið um árabil hjá Stöð 2 Sport. Haft var eftir þáverandi framkvæmdastjóra hjá Sýn hf., eiganda Stöðvar 2 Sports, að „engin glóra“ hafi verið í því að jafna „ofurtilboð“ sem barst frá Símanum í útsendingarréttinn, sem gildir fyrir leiktímabilin 2019-2022. Áætlað hefur verið að Síminn hafi greitt 1,2 milljarða króna, hið minnsta, fyrir sýningarréttinn. Er þá ótalinn kostnaður við uppsetningu á myndverum og öðrum sýningarbúnaði sem nauðsynlegur er fyrir íþróttaumfjöllun sem þessa. Síminn lagði fyrir könnun um miðjan febrúar þar sem spurt var hvort neytendur myndu kaupa áskrift að enska boltanum ef hún væri á 4.500 krónur á mánuði. Hægt væri svo að fá Sjónvarp Símans Premium innifalið á 6.000. Ljóst er að Síminn hefur ákveðið að halda sig við þá upphæð, sem fyrr segir. Fréttin hefur verið uppfærð.Bjarni, Tómas, Logi og Eiður stilltu sér upp.Vísir/Vilhelm Enski boltinn Fjölmiðlar Neytendur Tengdar fréttir Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 1.100 milljónir dugðu ekki fyrir enska boltann Tilboð Sýnar í sýningarrétt í enska boltanum næstu þrjú árin nam nærri átta milljónum evra, jafnvirði 1.100 milljóna króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. 7. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira
Frá og með næsta tímabili mun áskrift að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kosta 4500 krónur á mánuði. Þetta kom fram á kynningu sem Síminn hélt nú á ellefta tímanum. Hægt verður að bæta við Sjónvarpi Símans Premium fyrir 1500 krónur aukalega á mánuði. Áskriftargjaldið er þó ekki háð því að fólk sé í öðrum viðskiptum við Símann. Orri Hauksson, forstjóri Símans, greindi auk þess frá því hverjir það verða sem munu halda utan um umfjöllunina. Það verða knattspyrnufólkið Bjarni Þór Viðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Margrét Lára Viðarsdóttir auk fjölmiðlamannanna Loga Bergmann og Tómas Þórs Þórðarsonar, sem kemur frá Sýn. Tómas Þór hefur verið titlaður „ritstjóri og lýsandi,“ á meðan hin bera titil sérfræðinga. Þá mun beinum útsendingum næsta vetur frá enska boltanum fjölga um 32 frá því sem verið hefur. Verða þær því alls 239 talsins. Þar af verða 79 leikir sýndir í 4k-háskerpu. Flautað verður til leiks á nýju tímabili þann 10. águst. Þá greindi Orri jafnframt frá því að laugardagsleikirnir sem hefjast klukkan 15 verði í opinni dagskrá. Héldu sig við verðið Ljóst varð í nóvember í fyrra að enski boltinn myndi færast yfir til Sjónvarp Símans, eftir að hafa verið um árabil hjá Stöð 2 Sport. Haft var eftir þáverandi framkvæmdastjóra hjá Sýn hf., eiganda Stöðvar 2 Sports, að „engin glóra“ hafi verið í því að jafna „ofurtilboð“ sem barst frá Símanum í útsendingarréttinn, sem gildir fyrir leiktímabilin 2019-2022. Áætlað hefur verið að Síminn hafi greitt 1,2 milljarða króna, hið minnsta, fyrir sýningarréttinn. Er þá ótalinn kostnaður við uppsetningu á myndverum og öðrum sýningarbúnaði sem nauðsynlegur er fyrir íþróttaumfjöllun sem þessa. Síminn lagði fyrir könnun um miðjan febrúar þar sem spurt var hvort neytendur myndu kaupa áskrift að enska boltanum ef hún væri á 4.500 krónur á mánuði. Hægt væri svo að fá Sjónvarp Símans Premium innifalið á 6.000. Ljóst er að Síminn hefur ákveðið að halda sig við þá upphæð, sem fyrr segir. Fréttin hefur verið uppfærð.Bjarni, Tómas, Logi og Eiður stilltu sér upp.Vísir/Vilhelm
Enski boltinn Fjölmiðlar Neytendur Tengdar fréttir Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 1.100 milljónir dugðu ekki fyrir enska boltann Tilboð Sýnar í sýningarrétt í enska boltanum næstu þrjú árin nam nærri átta milljónum evra, jafnvirði 1.100 milljóna króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. 7. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira
Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13
1.100 milljónir dugðu ekki fyrir enska boltann Tilboð Sýnar í sýningarrétt í enska boltanum næstu þrjú árin nam nærri átta milljónum evra, jafnvirði 1.100 milljóna króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. 7. nóvember 2018 06:15