Telur alvarlegt ef fólki er talin trú um hluti sem eru ósannir Sveinn Arnarsson skrifar 10. apríl 2019 08:45 Það hefur verið tekist hart á um þriðja orkupakkann en tveir flokkar á þingi, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins, leggjast gegn honum. grafík/fréttablaðið Umræðu um þriðja orkupakkann var fram haldið á Alþingi í gær. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eru efins um þingsályktunartillöguna á meðan hinir flokkarnir munu samþykkja tilskipunina nokkuð örugglega. Í umræðunni í gær kom berlega í ljós að andstæðingar tilskipunarinnar fundu henni allt til foráttu og töldu að Íslendingar myndu hæglega tapa yfirráðum sínum yfir orkuauðlindum landsins. Inga Sæland, formaður flokks fólksins, segir þriðja orkupakkann í raun þriðja skrefið af fimm í því að útlendingar, án þess að nefna hverjir það eru, nái yfirráðum hér í orkumálum, festi okkur á innri orkumarkaðinn og leggi sæstreng hingað til lands. Að þriðji orkupakkinn sé í raun liður í einkavæðingu Landsvirkjunar. „Það er alveg á hreinu að orkuauðlindir okkar og markaður þeirra var á engan hátt felldur inn í innri markað ESB þegar við gerðum EES-samninginn á sínum tíma,“ sagði Inga. „Ísland er eyja úti í Atlantshafi. Við búum yfir eftirsóknarverðum og verðmætum orkuauðlindum, við höfum næga orku sem er að mestu endurnýjanleg og okkur hefur tekist að halda þannig á málum að verðið á raforku er með því lægsta sem þekkist.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var ein þeirra sem töluðu fyrir frumvarpinu úr hópi stjórnarandstöðunnar. Sagði hún mikilvægt að menn kynntu sér gögnin sem liggja fyrir til að glöggva sig á málinu. Hún benti einnig á að formenn Viðreisnar og Samfylkingar hefðu átt samræður við ríkisstjórnina um að greiða fyrir þessu máli með stuðningi. Í lok ræðunnar sagði hún alvarlegt ef væri vísvitandi verið að reyna að afvegaleiða eða plata fólk. „Við skulum taka umræðu um að vera innan eða utan EES á öðrum vettvangi og á öðrum forsendum,“ segir Þorgerður Katrín. „Það á ekki að fara bakdyramegin að fólki og telja því trú um eitthvað sem ekki er satt og rétt. „Er þetta það nauðsynlegasta sem Alþingi þarf að fást við núna, að innleiða einhver lög sem við fáum í pósti sem varða ekki Ísland,“ bætti Inga Sæland við í sinni ræðu. „Sem er algjör óþarfi og ef trúa má stuðningsmönnum þriðja orkupakkans þá hreinlega skiptir þessi tilskipun engu máli,“ segir Inga Sæland einnig. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Viðreisn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Umræðu um þriðja orkupakkann var fram haldið á Alþingi í gær. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eru efins um þingsályktunartillöguna á meðan hinir flokkarnir munu samþykkja tilskipunina nokkuð örugglega. Í umræðunni í gær kom berlega í ljós að andstæðingar tilskipunarinnar fundu henni allt til foráttu og töldu að Íslendingar myndu hæglega tapa yfirráðum sínum yfir orkuauðlindum landsins. Inga Sæland, formaður flokks fólksins, segir þriðja orkupakkann í raun þriðja skrefið af fimm í því að útlendingar, án þess að nefna hverjir það eru, nái yfirráðum hér í orkumálum, festi okkur á innri orkumarkaðinn og leggi sæstreng hingað til lands. Að þriðji orkupakkinn sé í raun liður í einkavæðingu Landsvirkjunar. „Það er alveg á hreinu að orkuauðlindir okkar og markaður þeirra var á engan hátt felldur inn í innri markað ESB þegar við gerðum EES-samninginn á sínum tíma,“ sagði Inga. „Ísland er eyja úti í Atlantshafi. Við búum yfir eftirsóknarverðum og verðmætum orkuauðlindum, við höfum næga orku sem er að mestu endurnýjanleg og okkur hefur tekist að halda þannig á málum að verðið á raforku er með því lægsta sem þekkist.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var ein þeirra sem töluðu fyrir frumvarpinu úr hópi stjórnarandstöðunnar. Sagði hún mikilvægt að menn kynntu sér gögnin sem liggja fyrir til að glöggva sig á málinu. Hún benti einnig á að formenn Viðreisnar og Samfylkingar hefðu átt samræður við ríkisstjórnina um að greiða fyrir þessu máli með stuðningi. Í lok ræðunnar sagði hún alvarlegt ef væri vísvitandi verið að reyna að afvegaleiða eða plata fólk. „Við skulum taka umræðu um að vera innan eða utan EES á öðrum vettvangi og á öðrum forsendum,“ segir Þorgerður Katrín. „Það á ekki að fara bakdyramegin að fólki og telja því trú um eitthvað sem ekki er satt og rétt. „Er þetta það nauðsynlegasta sem Alþingi þarf að fást við núna, að innleiða einhver lög sem við fáum í pósti sem varða ekki Ísland,“ bætti Inga Sæland við í sinni ræðu. „Sem er algjör óþarfi og ef trúa má stuðningsmönnum þriðja orkupakkans þá hreinlega skiptir þessi tilskipun engu máli,“ segir Inga Sæland einnig.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Viðreisn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira