Viðbrögð stjórnvalda við dómum MDE Gestur Jónsson og Ragnar Halldór Hall skrifar 23. apríl 2019 07:00 Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur í þriðja sinn á tæpum tveimur árum fellt dóm á hendur Íslandi um að brotin hafi verið mannréttindi einstaklings við málsmeðferð vegna skattalagabrots með því að refsa tvisvar vegna sama atviksins (ne bis in idem). Í öllum tilvikunum hafði viðkomandi einstaklingum fyrst verið refsað hjá viðkomandi skattyfirvöldum en síðar hlotið refsingu fyrir dómi vegna sama atviks. Fyrsta málið var dæmt hjá MDE 18. maí 2017 en nýjasti dómurinn var felldur 16. apríl sl. Í örstuttu máli er forsaga þessara mála sú að árið 2009 kvað MDE upp stefnumarkandi dóm sem að mati margra lögfræðinga fól í sér að íslenska refsikerfið í skattamálum stæðist ekki og reyndar ætti það sama við um sambærileg refsikerfi annarra norrænna ríkja. Reyndi á þennan skilning fyrir Hæstarétti Íslands haustið 2010 (mál 371/2010). Komst rétturinn þá að þeirri niðurstöðu að ekki kæmi til greina að slá því föstu á grundvelli fyrirliggjandi dóma MDE að refsimeðferð skattamála á Íslandi fái ekki staðist. Hefur framkvæmdin því haldist óbreytt allt til þessa dags og engin breyting verið gerð á íslenskum lögum um meðferð refsimála vegna skattabrota.Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður.Vísir/HeiðaÍ Svíþjóð urðu viðbrögðin við dómi MDE frá 2009 önnur en á Íslandi. Hæstiréttur Svíþjóðar, skipaður 15 dómurum í því máli, komst að niðurstöðu um að refsikerfi skattamála í landinu stæðist ekki skuldbindingu Svíþjóðar skv. mannréttindasáttmálanum (MSE). Í framhaldinu hafa verið gerðar breytingar á sænskum lögum. Jafnframt lét ríkissaksóknari Svíþjóðar yfirfara þegar dæmd mál þar sem hugsanlega hefði verið brotinn réttur á einstaklingum í málsmeðferðinni. Í fréttum hefur m.a. komið fram að í Svíþjóð hafi ríkissaksóknarinn látið yfirfara um 3.000 refsimál af þessum sökum. 42 menn sem sátu í fangelsi vegna skattalagabrota voru leystir úr haldi eftir endurskoðunina. Frestað var fullnustu dóma þar sem slíkt átti við. Haft var samband við 800 einstaklinga sem tekið höfðu út sína refsingu og þeim boðin aðstoð við að kanna grundvöll endurupptöku. Leiddi þetta til endurupptöku fjölda mála fyrir dómi. Reynt var að rétta hlut allra þeirra sem hlotið höfðu refsidóma á grundvelli refsimeðferðar sem ekki stóðst reglur MSE. Eftir áralanga dauðaþögn og aðgerðarleysi hafa íslensk stjórnvöld nú loksins látið málið til sín taka heilum áratug á eftir Svíum. Í liðinni viku birtist fréttatilkynning um að ráðherrar dóms- og fjármála hefðu skipað nefnd sem á að „greina þau álitaefni sem leiða af dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við rannsókn og saksókn skattalagabrota og móta afstöðu til þess hvort og þá til hvaða breytinga þarf að ráðast í til að mæta þeim“. Skal nefndin „leggja til grundvallar skýrslur sem unnið hefur verið að síðastliðin ár í tengslum við þessi álitaefni.“ Ekki kemur fram hvaða skýrslur þar er um að ræða né hvað í þeim standi. Í nefndina hafa verið skipaðir átta lögfræðingar. Þeirra á meðal eru tveir saksóknarar, ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri og fulltrúar ráðuneytanna sem hlut eiga að skipun nefndarinnar. Þolendur refsikerfisins sem MDE hefur nú margsinnis lýst andstætt mannréttindum, sem Ísland hefur skuldbundið sig til þess að virða, eru margir. Við vitum ekki hve margir. Hvort þeir eru eitt hundrað eða miklu fleiri skiptir í sjálfu sér ekki máli. Þessir einstaklingar horfa nú agndofa upp á að stjórnendur stofnana sem um langt árabil hafa borið hitann og þungann af löglausum aðgerðum gegn þeim eru skipaðir í nefnd til þess að meta hvernig rétt sé að bregðast við áfellisdómunum. Í nefndinni eru m.a. menn sem undanfarin ár hafa sótt mál af þessum toga af miklu kappi og aldrei fallist á að ákvæði MSE ættu á nokkurn hátt að hafa áhrif á ákvarðanir um útgáfu ákæru. Verkefni nefndarinnar á að vera að lappa upp á ólögmæta framkvæmd sem nefndarmennirnir að hluta til bera sjálfir ábyrgð á. Þá vekur það athygli og undrun okkar að nefnd sem á að gera tillögur um viðbrögð stjórnvalda við umræddum dómum skuli ekki falið það verkefni að gera tillögur um hvernig rétta skuli hlut þeirra sem mannréttindi hafa verið brotin á með löglausum refsingum á liðnum árum. Við skipun nefndarinnar virðast ráðherrarnir einungis hafa horft til fjárhagslegra hagsmuna ríkisins en látið sig engu varða réttindi þeirra einstaklinga sem brotið hefur verið gegn. Þessi viðbrögð stjórnvalda hér á landi við dómum MDE eru að okkar áliti með hreinum ólíkindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur í þriðja sinn á tæpum tveimur árum fellt dóm á hendur Íslandi um að brotin hafi verið mannréttindi einstaklings við málsmeðferð vegna skattalagabrots með því að refsa tvisvar vegna sama atviksins (ne bis in idem). Í öllum tilvikunum hafði viðkomandi einstaklingum fyrst verið refsað hjá viðkomandi skattyfirvöldum en síðar hlotið refsingu fyrir dómi vegna sama atviks. Fyrsta málið var dæmt hjá MDE 18. maí 2017 en nýjasti dómurinn var felldur 16. apríl sl. Í örstuttu máli er forsaga þessara mála sú að árið 2009 kvað MDE upp stefnumarkandi dóm sem að mati margra lögfræðinga fól í sér að íslenska refsikerfið í skattamálum stæðist ekki og reyndar ætti það sama við um sambærileg refsikerfi annarra norrænna ríkja. Reyndi á þennan skilning fyrir Hæstarétti Íslands haustið 2010 (mál 371/2010). Komst rétturinn þá að þeirri niðurstöðu að ekki kæmi til greina að slá því föstu á grundvelli fyrirliggjandi dóma MDE að refsimeðferð skattamála á Íslandi fái ekki staðist. Hefur framkvæmdin því haldist óbreytt allt til þessa dags og engin breyting verið gerð á íslenskum lögum um meðferð refsimála vegna skattabrota.Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður.Vísir/HeiðaÍ Svíþjóð urðu viðbrögðin við dómi MDE frá 2009 önnur en á Íslandi. Hæstiréttur Svíþjóðar, skipaður 15 dómurum í því máli, komst að niðurstöðu um að refsikerfi skattamála í landinu stæðist ekki skuldbindingu Svíþjóðar skv. mannréttindasáttmálanum (MSE). Í framhaldinu hafa verið gerðar breytingar á sænskum lögum. Jafnframt lét ríkissaksóknari Svíþjóðar yfirfara þegar dæmd mál þar sem hugsanlega hefði verið brotinn réttur á einstaklingum í málsmeðferðinni. Í fréttum hefur m.a. komið fram að í Svíþjóð hafi ríkissaksóknarinn látið yfirfara um 3.000 refsimál af þessum sökum. 42 menn sem sátu í fangelsi vegna skattalagabrota voru leystir úr haldi eftir endurskoðunina. Frestað var fullnustu dóma þar sem slíkt átti við. Haft var samband við 800 einstaklinga sem tekið höfðu út sína refsingu og þeim boðin aðstoð við að kanna grundvöll endurupptöku. Leiddi þetta til endurupptöku fjölda mála fyrir dómi. Reynt var að rétta hlut allra þeirra sem hlotið höfðu refsidóma á grundvelli refsimeðferðar sem ekki stóðst reglur MSE. Eftir áralanga dauðaþögn og aðgerðarleysi hafa íslensk stjórnvöld nú loksins látið málið til sín taka heilum áratug á eftir Svíum. Í liðinni viku birtist fréttatilkynning um að ráðherrar dóms- og fjármála hefðu skipað nefnd sem á að „greina þau álitaefni sem leiða af dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við rannsókn og saksókn skattalagabrota og móta afstöðu til þess hvort og þá til hvaða breytinga þarf að ráðast í til að mæta þeim“. Skal nefndin „leggja til grundvallar skýrslur sem unnið hefur verið að síðastliðin ár í tengslum við þessi álitaefni.“ Ekki kemur fram hvaða skýrslur þar er um að ræða né hvað í þeim standi. Í nefndina hafa verið skipaðir átta lögfræðingar. Þeirra á meðal eru tveir saksóknarar, ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri og fulltrúar ráðuneytanna sem hlut eiga að skipun nefndarinnar. Þolendur refsikerfisins sem MDE hefur nú margsinnis lýst andstætt mannréttindum, sem Ísland hefur skuldbundið sig til þess að virða, eru margir. Við vitum ekki hve margir. Hvort þeir eru eitt hundrað eða miklu fleiri skiptir í sjálfu sér ekki máli. Þessir einstaklingar horfa nú agndofa upp á að stjórnendur stofnana sem um langt árabil hafa borið hitann og þungann af löglausum aðgerðum gegn þeim eru skipaðir í nefnd til þess að meta hvernig rétt sé að bregðast við áfellisdómunum. Í nefndinni eru m.a. menn sem undanfarin ár hafa sótt mál af þessum toga af miklu kappi og aldrei fallist á að ákvæði MSE ættu á nokkurn hátt að hafa áhrif á ákvarðanir um útgáfu ákæru. Verkefni nefndarinnar á að vera að lappa upp á ólögmæta framkvæmd sem nefndarmennirnir að hluta til bera sjálfir ábyrgð á. Þá vekur það athygli og undrun okkar að nefnd sem á að gera tillögur um viðbrögð stjórnvalda við umræddum dómum skuli ekki falið það verkefni að gera tillögur um hvernig rétta skuli hlut þeirra sem mannréttindi hafa verið brotin á með löglausum refsingum á liðnum árum. Við skipun nefndarinnar virðast ráðherrarnir einungis hafa horft til fjárhagslegra hagsmuna ríkisins en látið sig engu varða réttindi þeirra einstaklinga sem brotið hefur verið gegn. Þessi viðbrögð stjórnvalda hér á landi við dómum MDE eru að okkar áliti með hreinum ólíkindum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun