Segir Trump-liða ekki hafa gert neitt rangt með að þiggja hjálp Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2019 20:00 Giuliani í Meet the Press í dag. GETTY/NBC Rudy Giuliani, lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt því fram í dag að rannsakendur Robert Mueller, sérstaks rannsakenda Dómsmálaráðuneytisins, hafi „næstum því pyntað fólk“. Hann kallaði einn saksóknara Mueller „launmorðingja“. Þetta sagði Giuliani í viðtali við Jake Tapper á CNN. Í því og í öðru viðtali í dag sagði hann að Trump-liðar hefðu ekkert gert af sér með því að taka á móti hjálp frá Rússum í forsetakosningunum 2016. Þegar Tapper spurði Giuliani hvað hann ætti við, vísaði Giuliani til máls Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. „Hvað með það að hafa Manafort í einangrunarvist og yfirheyra hann þrettán sinnum?“ spurði Giuliani áður en hann dró aðeins í land og sagði að líklega hefði hann gengið aðeins of langt með að lýsa meðferðinni sem pyntingu.Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trupm.AP/Jacquelyn MartinVert er að taka fram að Manafort var færður í einangrunarvist eftir að upp komst að hann var að reyna að hafa áhrif á vitni í málaferlum gegn sér, þegar hann gekk laus gegn tryggingu. Trump-liðar lýstu meðferð Manafort á þann hátt að honum væri haldið í fangaklefa sínum allan sólarhringinn og fengi eingöngu að fara þaðan út til að tala við lögmenn sína.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinLögmenn Manafort höfðuðu mál til að reyna að fá hann úr einangrunarvistinni en í svörum Mueller kom fram að Manafort væri í raun ekki haldið í fangaklefa. Honum væri haldið í lítilli íbúð og hefði aðgang að eigin salerni, sturtuaðstöðu, síma og vinnurými. Samkvæmt Politico lýsti Manafort sjálfur umræddri einangrunarvist nokkrum sinnum á þann veg að komið væri fram við hann sem fyrirmenni (VIP).Þá sagði Giuliani einnig að Andrew Weissmann, saksóknari og aðstoðarmaður Mueller, væri launmorðingi og hefði aldrei átt að koma að rannsókninni. Hann dró þó einnig í land þar og sagðist vera að tala um hvernig hann hagaði sér í starfi og sagði Weissmann vera „siðlausan saksóknara“. Hann sagði einnig að Mueller hefði sankað að sér rannsakendum sem hötuðu Trump og elskuðu Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum 2016. Þar var Giuliani að bergmála það sem Trump sjálfur hefur haldið fram lengi. Sjá má viðtal Tapper við Giuliani hér á vef CNN.Sagði ekki rangt að taka við upplýsingum Giuliani ræddi einnig um fund þeirra Trump yngri, Jared Kushner og Paul Manafort með rússneskum lögfræðingi og öðrum í Trump-turni í New York í júní 2016. Boðað var til fundarins með tölvupóstum þar sem fram kom að Rússarnir ætluðu að koma gögnum í hendur framboðs Trump sem kæmu niður á Hillary Clinton. Það væri liður í áætlun yfirvalda Rússa um að hjálpa Trump að ná kjöri. Trump yngri tók því fagnandi. „Það er ekkert rangt við að taka við upplýsingum frá Rússlandi,“ sagði Giuliani í einu sjónvarpsviðtali í dag. Hann tók þó fram að hann sjálfur hefði ráðlagt þeim að gera það ekki. Hins vegar væri ekki um glæp að ræða.Donald Trump yngri.AP/Matt YorkÍ skýrslu Mueller kemur fram að engar sannanir hafi fundist um samráð framboðs Trump með Rússum varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Rannsókn Mueller leiddi þó í ljós fjölda samskipta á milli kosningaráðgjafa Trump og Rússa fyrir og eftir kosningarnar 2016. Engar sannanir fundust fyrir því að um glæpsamlegt samsæri væri að ræða.Sjá einnig: Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpumSkýrslan og fregnir af samskiptum Trump-liða og útsendara yfirvalda Rússlands, sýnir þó að Trump-liðar vissu af aðgerðum Rússa og tóku þeim fagnandi. Í skýrslu Mueller kemur fram að hann íhugaði að ákæra þá Trump yngri, Jared Kushner og Paul manafort vegna umrædds fundar. Hann hafi þó ákveðið að gera það ekki vegna þess að hann hafi ekki fundið nægilegar sannanir fyrir því að þeir þrír hafi í raun vitað að þeir væru að brjóta lög.Í Meet the Press á NBC var Giuliani spurður af hverju Trump yngri hefði ekki haft samband við Alríkislögreglu Bandaríkjanna um leið og honum barst fundarboðið. Hann sagði fólk hafa átt rétt á því að Hillary Clinton og starfsmenn hennar væru óheiðarleg, eins og hann orðaði það. Hann ítrekaði að Mueller hefði ekki ákært neinn fyrir samskipti við Rússa og að ekki hefðu fundist sannanir fyrir glæpsamlegu samsæri. Í fyrstu sögðu Trump yngri og starfsmenn föður hans að umræddur fundur hefði ferið um fóstureyðingar og ekki kosningarnar. Við rannsókn Mueller sögðu sömu aðilar þó að þeim hefði verið lofað upplýsingum um Clinton en fundurinn hefði að mestu verið um viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart rússneskjum auðjöfrum og embættismönnum.„Eðlilegt“ að Trump sé reiður út í Mueller Þegar Chuck Todd benti á að ljóst væri að þeir hefðu viljað fá upplýsingar og tekið afskiptum Rússa fagnandi og hvort Bandaríkjamenn ættu ekki að hafa áhyggjur af því sagði Giuliani að „fullt af fólk hjá Hillary Clinton“ hefðu viljað gera eitthvað rangt líka. Hann benti þó ekki á neitt dæmi fyrir þessari staðhæfingu sinni. Þá sagði hann að Rússar hefðu margsinnis haft afskipti af kosningum í Bandaríkjunum. Eini munurinn væri að þeir hefðu verið gómaðir í þetta skiptið og bætti hann við að aðrar þjóðir skiptu sér einnig af kosningum Bandaríkjanna. Todd spurði einnig af hverju Trump væri ekki reiður út í yfirvöld Rússlands, frekar en Robert Mueller, fyrir að grafa undan trúverðugleika kosningasigur hans. Giuliani sakaði þá Mueller um að hafa reynt að koma sök á Trump og jafnvel gefið í skyn að hann hafi framið landráð, sem er ekki rétt. Það væri eðlilegt að vera reiður yfir því. Þá sagði hann rétt að rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu, sem er það sama og Trump hefur verið að kalla eftir í marga mánuði..@RudyGiuliani on the use of stolen material: 'People had a right to know' #MTPpic.twitter.com/I6XBiDsjmV — Meet the Press (@MeetThePress) April 21, 2019 Jerrold Nadler, sem stýrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í dag að hann væri hissa á því að Mueller hefði ákveðið að kæra þá Trump yngri, Kushner og Manafort ekki vegna fundarins í Trump-turni. „Allt sem þú þarft til að sanna samsæri er að þeir fóru á þennan fund með það í huga að gera eitthvað rangt,“ sagði Nadler. „Þeir fóru á fundinn. Það er samsæri.“ Nadler vildi ekki útiloka að fulltrúadeildin myndi ákæra Trump fyrir embættisbrot og sagði að þingið myndi nú taka við rannsókn Muller og þá sérstaklega varðandi það hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Þrýst er á forsvarsmenn Demókrataflokksins að hefja það ferli sem gæti mögulega endað með því að Trump yrði ákærður fyrir embættisbrot og munu þingmenn flokksins halda fund á morgun þar sem næstu skref verða rædd.WATCH: Should Mueller have charged anyone for meeting with Russians in Trump Tower? #MTP#IfItsSunday@repjerrynadler: "I do not understand why he didn't charge Don Jr. and others in that famous meeting" pic.twitter.com/trwIhndOBS — Meet the Press (@MeetThePress) April 21, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15 Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Demókratar hafna tilboði Barr varðandi skýrslu Mueller 19. apríl 2019 23:53 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Rudy Giuliani, lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt því fram í dag að rannsakendur Robert Mueller, sérstaks rannsakenda Dómsmálaráðuneytisins, hafi „næstum því pyntað fólk“. Hann kallaði einn saksóknara Mueller „launmorðingja“. Þetta sagði Giuliani í viðtali við Jake Tapper á CNN. Í því og í öðru viðtali í dag sagði hann að Trump-liðar hefðu ekkert gert af sér með því að taka á móti hjálp frá Rússum í forsetakosningunum 2016. Þegar Tapper spurði Giuliani hvað hann ætti við, vísaði Giuliani til máls Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. „Hvað með það að hafa Manafort í einangrunarvist og yfirheyra hann þrettán sinnum?“ spurði Giuliani áður en hann dró aðeins í land og sagði að líklega hefði hann gengið aðeins of langt með að lýsa meðferðinni sem pyntingu.Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trupm.AP/Jacquelyn MartinVert er að taka fram að Manafort var færður í einangrunarvist eftir að upp komst að hann var að reyna að hafa áhrif á vitni í málaferlum gegn sér, þegar hann gekk laus gegn tryggingu. Trump-liðar lýstu meðferð Manafort á þann hátt að honum væri haldið í fangaklefa sínum allan sólarhringinn og fengi eingöngu að fara þaðan út til að tala við lögmenn sína.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinLögmenn Manafort höfðuðu mál til að reyna að fá hann úr einangrunarvistinni en í svörum Mueller kom fram að Manafort væri í raun ekki haldið í fangaklefa. Honum væri haldið í lítilli íbúð og hefði aðgang að eigin salerni, sturtuaðstöðu, síma og vinnurými. Samkvæmt Politico lýsti Manafort sjálfur umræddri einangrunarvist nokkrum sinnum á þann veg að komið væri fram við hann sem fyrirmenni (VIP).Þá sagði Giuliani einnig að Andrew Weissmann, saksóknari og aðstoðarmaður Mueller, væri launmorðingi og hefði aldrei átt að koma að rannsókninni. Hann dró þó einnig í land þar og sagðist vera að tala um hvernig hann hagaði sér í starfi og sagði Weissmann vera „siðlausan saksóknara“. Hann sagði einnig að Mueller hefði sankað að sér rannsakendum sem hötuðu Trump og elskuðu Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum 2016. Þar var Giuliani að bergmála það sem Trump sjálfur hefur haldið fram lengi. Sjá má viðtal Tapper við Giuliani hér á vef CNN.Sagði ekki rangt að taka við upplýsingum Giuliani ræddi einnig um fund þeirra Trump yngri, Jared Kushner og Paul Manafort með rússneskum lögfræðingi og öðrum í Trump-turni í New York í júní 2016. Boðað var til fundarins með tölvupóstum þar sem fram kom að Rússarnir ætluðu að koma gögnum í hendur framboðs Trump sem kæmu niður á Hillary Clinton. Það væri liður í áætlun yfirvalda Rússa um að hjálpa Trump að ná kjöri. Trump yngri tók því fagnandi. „Það er ekkert rangt við að taka við upplýsingum frá Rússlandi,“ sagði Giuliani í einu sjónvarpsviðtali í dag. Hann tók þó fram að hann sjálfur hefði ráðlagt þeim að gera það ekki. Hins vegar væri ekki um glæp að ræða.Donald Trump yngri.AP/Matt YorkÍ skýrslu Mueller kemur fram að engar sannanir hafi fundist um samráð framboðs Trump með Rússum varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Rannsókn Mueller leiddi þó í ljós fjölda samskipta á milli kosningaráðgjafa Trump og Rússa fyrir og eftir kosningarnar 2016. Engar sannanir fundust fyrir því að um glæpsamlegt samsæri væri að ræða.Sjá einnig: Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpumSkýrslan og fregnir af samskiptum Trump-liða og útsendara yfirvalda Rússlands, sýnir þó að Trump-liðar vissu af aðgerðum Rússa og tóku þeim fagnandi. Í skýrslu Mueller kemur fram að hann íhugaði að ákæra þá Trump yngri, Jared Kushner og Paul manafort vegna umrædds fundar. Hann hafi þó ákveðið að gera það ekki vegna þess að hann hafi ekki fundið nægilegar sannanir fyrir því að þeir þrír hafi í raun vitað að þeir væru að brjóta lög.Í Meet the Press á NBC var Giuliani spurður af hverju Trump yngri hefði ekki haft samband við Alríkislögreglu Bandaríkjanna um leið og honum barst fundarboðið. Hann sagði fólk hafa átt rétt á því að Hillary Clinton og starfsmenn hennar væru óheiðarleg, eins og hann orðaði það. Hann ítrekaði að Mueller hefði ekki ákært neinn fyrir samskipti við Rússa og að ekki hefðu fundist sannanir fyrir glæpsamlegu samsæri. Í fyrstu sögðu Trump yngri og starfsmenn föður hans að umræddur fundur hefði ferið um fóstureyðingar og ekki kosningarnar. Við rannsókn Mueller sögðu sömu aðilar þó að þeim hefði verið lofað upplýsingum um Clinton en fundurinn hefði að mestu verið um viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart rússneskjum auðjöfrum og embættismönnum.„Eðlilegt“ að Trump sé reiður út í Mueller Þegar Chuck Todd benti á að ljóst væri að þeir hefðu viljað fá upplýsingar og tekið afskiptum Rússa fagnandi og hvort Bandaríkjamenn ættu ekki að hafa áhyggjur af því sagði Giuliani að „fullt af fólk hjá Hillary Clinton“ hefðu viljað gera eitthvað rangt líka. Hann benti þó ekki á neitt dæmi fyrir þessari staðhæfingu sinni. Þá sagði hann að Rússar hefðu margsinnis haft afskipti af kosningum í Bandaríkjunum. Eini munurinn væri að þeir hefðu verið gómaðir í þetta skiptið og bætti hann við að aðrar þjóðir skiptu sér einnig af kosningum Bandaríkjanna. Todd spurði einnig af hverju Trump væri ekki reiður út í yfirvöld Rússlands, frekar en Robert Mueller, fyrir að grafa undan trúverðugleika kosningasigur hans. Giuliani sakaði þá Mueller um að hafa reynt að koma sök á Trump og jafnvel gefið í skyn að hann hafi framið landráð, sem er ekki rétt. Það væri eðlilegt að vera reiður yfir því. Þá sagði hann rétt að rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu, sem er það sama og Trump hefur verið að kalla eftir í marga mánuði..@RudyGiuliani on the use of stolen material: 'People had a right to know' #MTPpic.twitter.com/I6XBiDsjmV — Meet the Press (@MeetThePress) April 21, 2019 Jerrold Nadler, sem stýrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í dag að hann væri hissa á því að Mueller hefði ákveðið að kæra þá Trump yngri, Kushner og Manafort ekki vegna fundarins í Trump-turni. „Allt sem þú þarft til að sanna samsæri er að þeir fóru á þennan fund með það í huga að gera eitthvað rangt,“ sagði Nadler. „Þeir fóru á fundinn. Það er samsæri.“ Nadler vildi ekki útiloka að fulltrúadeildin myndi ákæra Trump fyrir embættisbrot og sagði að þingið myndi nú taka við rannsókn Muller og þá sérstaklega varðandi það hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Þrýst er á forsvarsmenn Demókrataflokksins að hefja það ferli sem gæti mögulega endað með því að Trump yrði ákærður fyrir embættisbrot og munu þingmenn flokksins halda fund á morgun þar sem næstu skref verða rædd.WATCH: Should Mueller have charged anyone for meeting with Russians in Trump Tower? #MTP#IfItsSunday@repjerrynadler: "I do not understand why he didn't charge Don Jr. and others in that famous meeting" pic.twitter.com/trwIhndOBS — Meet the Press (@MeetThePress) April 21, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15 Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Demókratar hafna tilboði Barr varðandi skýrslu Mueller 19. apríl 2019 23:53 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15
Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12
Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43