Friður og frelsi lundans í Akurey Líf Magneudóttir skrifar 1. maí 2019 07:00 Friðlýsing Akureyjar er í sjónmáli í þessum skrifuðu orðum. Eftir daginn í dag lýkur formlegum auglýsingatíma og þá á bara eftir að ganga frá formsatriðum. Það er frábært að loks sér fyrir endann á þessu friðlýsingarferli sem hefur tekið sinn tíma. Friðlýsingarhjólin eru svo sannarlega farin að snúast eins og ráðherra umhverfismála hefur sagt við fjölmörg tækifæri. Og það er gott að þau eru farin að snúast í höfuðborginni okkar. Síðasta friðlýsingin í Reykjavík var árið 1999 þegar Fossvogsbakkar voru friðlýstir sem náttúruvætti. Nú í fyrsta skiptið er verið að friðlýsa fuglabúsvæði í Reykjavík en aðrar friðlýsingar innan Reykjavíkur eru annaðhvort náttúruvætti eða fólkvangur. Og friðlýsingartækifærin eru enn fleiri. Ýmsar náttúrumyndanir sem hafa bæði fræðilegt gildi, sérkenni og fegurð á enn eftir að friðlýsa en einnig staði þar sem líffræðilegur fjölbreytileiki er mikill eða dýralíf ríkulegt og þá sér í lagi búsvæði lífvera sem eru á válista. Því er haldið fram að ýmis tækifæri felist í friðlýsingum í jaðarbyggð því þær geta skapað samfélagslegslegan og fjárhagslegan ábáta en í mínum huga eigum við fyrst að skoða friðlýsingarkosti náttúrunnar og umhverfisins á siðferðilegum forsendum en einnig í ljósi þess brýna verkefnis sem við stöndum frammi fyrir sem er glíman við lotslagsvánna og hörmulegar afleiðingar hennar. Í því ljósi eru friðlýsingar einnig mikilvægar. Það er nefnilega siðferðileg skylda okkar að arðræna ekki og vanvirða land og lífríki eða líta á náttúruna eins og hvert annað tæki til að ná stórkarlalegum markmiðum mannanna. Okkur ber því eftir fremsta mætti að vernda vistkerfið og sérstöðu lífríkis og landslags, lífvera og búsvæða þeirra. Og friðlýsingarhjólin snúast. Lundavarpstaðurinn Akurey verður nú friðlýstur í byrjun maí í tæka tíð fyrir varptíma þeirra. Og það þykir mér mikið gleðiefni. Næst þykir mér tilvalið að skoða friðlýsingakosti annarra eyja á sundunum við Reykjavík eins og Lundey, Þerney, Viðey, Andríðsey og Engey. Og við skulum ekki stöðva þar heldur skoða fleiri svæði og halda áfram að snúa friðlýsingarhjólunum í Reykjavík, fyrir gangvirki lífríkisins alls og umhverfi okkar allra.Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Líf Magneudóttir Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Friðlýsing Akureyjar er í sjónmáli í þessum skrifuðu orðum. Eftir daginn í dag lýkur formlegum auglýsingatíma og þá á bara eftir að ganga frá formsatriðum. Það er frábært að loks sér fyrir endann á þessu friðlýsingarferli sem hefur tekið sinn tíma. Friðlýsingarhjólin eru svo sannarlega farin að snúast eins og ráðherra umhverfismála hefur sagt við fjölmörg tækifæri. Og það er gott að þau eru farin að snúast í höfuðborginni okkar. Síðasta friðlýsingin í Reykjavík var árið 1999 þegar Fossvogsbakkar voru friðlýstir sem náttúruvætti. Nú í fyrsta skiptið er verið að friðlýsa fuglabúsvæði í Reykjavík en aðrar friðlýsingar innan Reykjavíkur eru annaðhvort náttúruvætti eða fólkvangur. Og friðlýsingartækifærin eru enn fleiri. Ýmsar náttúrumyndanir sem hafa bæði fræðilegt gildi, sérkenni og fegurð á enn eftir að friðlýsa en einnig staði þar sem líffræðilegur fjölbreytileiki er mikill eða dýralíf ríkulegt og þá sér í lagi búsvæði lífvera sem eru á válista. Því er haldið fram að ýmis tækifæri felist í friðlýsingum í jaðarbyggð því þær geta skapað samfélagslegslegan og fjárhagslegan ábáta en í mínum huga eigum við fyrst að skoða friðlýsingarkosti náttúrunnar og umhverfisins á siðferðilegum forsendum en einnig í ljósi þess brýna verkefnis sem við stöndum frammi fyrir sem er glíman við lotslagsvánna og hörmulegar afleiðingar hennar. Í því ljósi eru friðlýsingar einnig mikilvægar. Það er nefnilega siðferðileg skylda okkar að arðræna ekki og vanvirða land og lífríki eða líta á náttúruna eins og hvert annað tæki til að ná stórkarlalegum markmiðum mannanna. Okkur ber því eftir fremsta mætti að vernda vistkerfið og sérstöðu lífríkis og landslags, lífvera og búsvæða þeirra. Og friðlýsingarhjólin snúast. Lundavarpstaðurinn Akurey verður nú friðlýstur í byrjun maí í tæka tíð fyrir varptíma þeirra. Og það þykir mér mikið gleðiefni. Næst þykir mér tilvalið að skoða friðlýsingakosti annarra eyja á sundunum við Reykjavík eins og Lundey, Þerney, Viðey, Andríðsey og Engey. Og við skulum ekki stöðva þar heldur skoða fleiri svæði og halda áfram að snúa friðlýsingarhjólunum í Reykjavík, fyrir gangvirki lífríkisins alls og umhverfi okkar allra.Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar