„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar 16. júlí 2025 15:00 23. maí síðastliðinn birtist á Rúv frétt með fyrirsögninni: „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja.“ Í fréttinni er haft eftir utanríkisráðherra að Ísland ætli að taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael með fleiri ríkjum – verði ákveðið að beita þeim. Hún og forsætisráðherra hafi rætt alla möguleika til að bregðast við. „Já, við munum að sjálfsögðu skoða það að vera með öðrum ríkjum í samfloti. Við erum í dag með ESB, við tökum undir þvinganir sem ESB setur á til að mynda vegna landtökubyggðanna. Þetta eru að sjálfsögðu hlutir sem við munum ekki skoða, við munum taka þátt í þeim aðgerðum sem þurfa til þess að breyta ástandinu eins og það er núna.“ 10. júní birtist á Rúv frétt undir fyrirsögninni: „Fimm ríki setja viðskiptaþvinganir á háttsetta ísraelska ráðherra.“ Þessi ríki voru Bretland, Ástralía, Kanada, Nýja-Sjáland og Noregur. Minnugur orða utanríkisráðherra tæpum þrem vikum fyrr hugsaði ég sem svo að nú hlyti Ísland að bætast í hópinn. Enn hef ég þó ekki frétt af því. Þegar þetta er skrifað er að ljúka ráðstefnu í Bógota í Kólumbíu um sameiginlegar aðgerðir gegn Ísrael vegna þjóðarmorðsins á Gasa. 32 ríki taka þátt í þessari ráðstefnu, þar á meðal fimm Evrópuríki, Írland, Portúgal, Spánn, Slóvenía og Noregur. Hér hefði Ísland mátt vera með og spurning hvort við eigum kost á að slást í hópinn eftir á. Utanríkisráðherra nefndi ESB sérstaklega í viðtalinu við Rúv í maí: „Við erum í dag með ESB, við tökum undir þvinganir sem ESB setur á til að mynda vegna landtökubyggðanna.“ Nú er það svo að ESB hefur látið ákaflega lítið til sín taka vegna þjóðarmorðins á Gasa. En rétt í þann mund sem ráðstefnunni lýkur í Bógota mun forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, mæta hingað til fundar með forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins verður staða alþjóðamála, öryggis- og varnarmál, viðskiptamál, almannavarnir og loftslagsmál í brennidepli. Ég vænti þess að ástandið á Gasa verði þar eitthvað til umræðu og íslensku ráðherrarnir noti tækifærið til að spyrja um hvort ESB hafi í hyggju að hefja einhverjar þvingunaraðgerðir gegn Ísrael og upplýsi þá að Íslandi mundi styðja þær og taka þátt í þeim. Höfundur er ljóðskáld og fyrrverandi bókavörur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
23. maí síðastliðinn birtist á Rúv frétt með fyrirsögninni: „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja.“ Í fréttinni er haft eftir utanríkisráðherra að Ísland ætli að taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael með fleiri ríkjum – verði ákveðið að beita þeim. Hún og forsætisráðherra hafi rætt alla möguleika til að bregðast við. „Já, við munum að sjálfsögðu skoða það að vera með öðrum ríkjum í samfloti. Við erum í dag með ESB, við tökum undir þvinganir sem ESB setur á til að mynda vegna landtökubyggðanna. Þetta eru að sjálfsögðu hlutir sem við munum ekki skoða, við munum taka þátt í þeim aðgerðum sem þurfa til þess að breyta ástandinu eins og það er núna.“ 10. júní birtist á Rúv frétt undir fyrirsögninni: „Fimm ríki setja viðskiptaþvinganir á háttsetta ísraelska ráðherra.“ Þessi ríki voru Bretland, Ástralía, Kanada, Nýja-Sjáland og Noregur. Minnugur orða utanríkisráðherra tæpum þrem vikum fyrr hugsaði ég sem svo að nú hlyti Ísland að bætast í hópinn. Enn hef ég þó ekki frétt af því. Þegar þetta er skrifað er að ljúka ráðstefnu í Bógota í Kólumbíu um sameiginlegar aðgerðir gegn Ísrael vegna þjóðarmorðsins á Gasa. 32 ríki taka þátt í þessari ráðstefnu, þar á meðal fimm Evrópuríki, Írland, Portúgal, Spánn, Slóvenía og Noregur. Hér hefði Ísland mátt vera með og spurning hvort við eigum kost á að slást í hópinn eftir á. Utanríkisráðherra nefndi ESB sérstaklega í viðtalinu við Rúv í maí: „Við erum í dag með ESB, við tökum undir þvinganir sem ESB setur á til að mynda vegna landtökubyggðanna.“ Nú er það svo að ESB hefur látið ákaflega lítið til sín taka vegna þjóðarmorðins á Gasa. En rétt í þann mund sem ráðstefnunni lýkur í Bógota mun forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, mæta hingað til fundar með forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins verður staða alþjóðamála, öryggis- og varnarmál, viðskiptamál, almannavarnir og loftslagsmál í brennidepli. Ég vænti þess að ástandið á Gasa verði þar eitthvað til umræðu og íslensku ráðherrarnir noti tækifærið til að spyrja um hvort ESB hafi í hyggju að hefja einhverjar þvingunaraðgerðir gegn Ísrael og upplýsi þá að Íslandi mundi styðja þær og taka þátt í þeim. Höfundur er ljóðskáld og fyrrverandi bókavörur.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun